Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 1
Lesbók Morgunblaðsins. Á JÓLUNUM 1926. Ljósið skín 1 myrkrinu. Jólahugleiðing eftir síra Friðrik Hallgrímsson. Guðm. Thorsteinsson: Jólanótt. Aldrei er myrkrið eins mikið í ríki náttúrunnar, og á jólunum; um það leyti ársins höfum við minst af sólarbirtunni að segja, því þá er skammdegi. En einmitt á þessum myrkasta tíma ársins koma jólin til ’okkar með boðskapinn um ljósið. Þau tala um birtuna miklu, sem ljómaði kring um fjárhirðana fyrir utan Betlehem; þau segja frá • stjörnunni skæru, sem birtist austurlanda-vitringunum; en hvort- tveggja þetta ljós átti að vera mönnum guðleg leiðbeining til þess að finna hann, sem á jólunum fæddist, og sagði um sjálfan sig: „Jeg er ljós heimsins, hver sem fylgir mjer, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lifs- ins.“ Um ljósið, — dýrlegasta ljósið, sem til er —, tala jólin til okkar á myrkasta tíma ársins. — Og svo hefir mjer líka sýnst, að á myrk- ustu tímum mannkynssögunnar hafi skærustu andlegu ljósin komið fram, — menn með sterka trú og brennandi áhuga kærleikans, send- ir af Guði til þess að flytja sam- tíð sinni ljós frá honum. En aldrei skein ljósið skærara í myrkrinu, en í fyllingu tímans. Þá var andlega myrkrið mikið, bæði hjá heiðingjum og Gyðingum. En í því myrkri birtist hann, sem er ljós heimsins. „Þegar fylling tím- ans kom, sendi Guð son sinn, fædd- an af konu“ (Gal. 4,4). Þá varð það mikla undur, sem spámenn- irnir höfðu boðað og guðræknir menn þráð. í Betlehem fæddist barnið heilaga af hinni auðmjúku meyju af Davíðs ætt. Og með hon- um kom ljós. Hann var alfullkom- in opinberun hins guðlega sann- leika og hins guðlega kærleika. Eins og skært ljós skein hann í myrkrinu. En myrkrið vildi ekki ljósið. Þeir voru ekki nema fáir, sem veittu honum viðtöku; en þeir fundu hjá honum ljósið, sem sálir þeirra þráðu, og hann gaf þeim eilíft líf. En svo liðu fram stundir, og ljósið fór að vinna sigur á myrkr- inu. Með honum og fagnaðarerindi hans breiddist ljósið út um löndin til þjóðanna. Þeirri sigurför hefir það haldið áfram síðan, oft f>ó gegn mikilli mótspyrnu. Og það heldur áfram að breiðast út og eyða myrkr inu. Fyrir 19 öldum voru ekki hald- in jól nema hjá jötunni í Betlehem, sem var vagga frelsarans. En nú halda miljónir kristinna manna jól 5 öllum heimsálfum, í höllum og hreysum. Þeir bera fagnandi fram lofgjörð og þakklæti til föðursins á himnum, sem elskaði svo heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Og þeir kveikja jólaljósin mörgu honum til dýrðar, sem er ljós heimsins og ljós lífsins. „Ljósið sktn x myrkrinu“. Það er eðli Ijóssins að skína, að útrýma myrkrinu. Sama má líka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.