Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1926, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1926, Blaðsíða 6
6 LESBÓK morgunblaðsins 29. ágúst ’26. ])ví peningar liefðu átt <ifi veru til. Eitt af þessu er bryggjuleysið. Það fellur fvrst í augu þeirra, sem sjúleiðinn koma. Að vísu hefir nú verið hygð bæjarbryggja. En hún er allsendis ónóg stavrri skip- um, og það sem verst er, að þegar farið var að hugsa til þess að koma upp bryggju, sem bærinu ætti, ])á voru öll bestu bryggju- svæðin farin í hendur síldariu- gerðarmanna, svo nú stendur bryggjan á einliverjum lakasta staðnum. En l>að er bænum sjálfum, og iillum, sem einhver viðskifti haia við Siglufjiirð, hinn mesti bagi, að ekki skuli vera þar fullkomin bryggja. Nú verður að lepja allan flutning úr stænri skipum og I þau á bátum, sem eykur kostnað og eyðir geysil'egum tíma. Mundi það verða stórfje árlega, sem sparaðist, ef liægt væri að ferrna og afferma öll þau skip, sem til Siglufjarðar koma, við bryggjn. Og svo stór bær er nú Siglufjörð- ur orðinn, og svo rnikla framtíð á hann væntaidega fyrir höndum, að hann ætti að vera búinn að koma sjer upp fyvrir löngu vand- aðri, fullkomlega stórri bryggju, bær, sem dregur til sín alt, sem hann lifir af, úr greipum Ægis. ÓÞRIFALEGUR BÆR. Ekki verður því neitað, að þrifalegur bær er Siglufjörður ekki. Veldur því ef til vill hvort tveggja, illt bæjarstæði og at- vinnureksturinn. Síldarlýsi og síldargrútur og síldarhreistur er Siglufj(V.'ður (gömul mynd). vitanlega ekki vel til þess fallið að auka -fegiwð og þrifnað ba\jar, hvort sem er á Siglufirði eða annarstaðar. En liinu verður trauðla neitað, að undarlega lítið virðist gert til ]>ess að auka þrifnaðinn. Sömu grútisv og fúatjarnirnar eru* þar og voru fyrir 10—15 árum. Því er þetta ekki fylt upp? spyrja menn, og með því skapaður sæmi- legur grunnur undir hiis. Nú verða íbúærnir að byggja hús sín á staurum úti í fenum og for- öðum, og leggja sumstaðar nokk- ur borð af götunni til þess að komast nokkurnveginn þurrum f'ótum inn'í híbýli sín. Ógangandi er kringiun húsin sumstaðar. — Næivri má geta, hvernig ])essi grundvöllur fer með húsin. * Við sumar bryggjur liggja full- ir báta’r af grútmöðkuðum fisk- úrgangi. Er fiskúrgangivrinn að vísu orðinn lítt sýnilegur, ])ví alt er orðið að möðkum. Og vegna þess að oft rignir á Siglufirði, en það er dýrðarveð»rátta fyrir maðkana, þá eru þessir bátar ein iðandi kös. Einhver mundi nú ætla, nð Siglfirðingar ætluðu þetta til áburðar á tún sín. En þegar ofur lítil isjón, efst og vst upp í ból- inni, ve.rður fyrir þeim, sem þar ganga, þá fer sú ályktun strax út um þúfur, að Siglfirðingar leggi mikla ást á áburðinn, se)n til felst hjá þeim, eða að þeir hafi sig mjög í frammi til að afla hans. Er þessu svo háttað, aðíkrik anurn efst hafa þevr fylt upp dá- lítið fram á sandinn, steypt þar upp bakka og lagt þa.v götu með- fram sjónum í fallegum boga. En ■fram af þessari götu liefir verið gerður ndlfkurra metra bryggju- stúfur. Og til hvers? Til ])ess að geta ekið mykjunni úr f'jósi eða fjósum — í sjóinn. — Nú hefir myndast framan við bryggjuna a 11- álitlegur áburðarhaugur, því þarna er jafnan ládautt, svo mylcjan situr þar sem hún er komin sem vottur ])ess mcw'kileg- asta búskaparháttar, sem til mun vera á landi hjer. Sagt er, að megnið at' uppfyllingunni sje mykja, og er því auðskilið, að þurft hefir að byggja bryggjuna til þess að koma áburðinum í sjó- inn, úr því ekki var lengiw þörf á efni til uppfyllingar! A túnin mátti liann auðsjáanlega ekki fara. En ekki er þetta neinn þrifavott- ur. Og ekki mundi þeim, sem leggja í mikinn kostnað til þess að byggja áburðarþrær, þvkja þetta búmannsvit. GÖTUGERÐ hefir farið mikið í vöxt á Siglu- fi»vði, og er l>að auðsæ framför og veitti ekki af. Því ekki eru mörg ár síðan, að aðeins var ein gata til í sjálfum bænum. — Eru nú komnar margar. götur nafngefnar og númeruð hús. En allar eru })essa»r götur ægi- legar yfirferðar í rigningu, ofani- burður er slæmur. Það er ef til vill of mikið að segja, að forin stígi manni til höfuðsins, en ó- neitanlega næ«' hún nokkuð hátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.