Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 7
29. nóv. ’25. L18BÓK MOBÖUNBLABSINS 7 Efnalaug Reykjavikup L*ug»vegi 32 B. — Simi 1300. — Sínmefni: Efn&lauf Firemaar með nýtísku áhöldum og aðferfium aHan óhreman fatnat og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar r plituð föt, og brevtir mm Bt eftir óskmm. ÍSykor þœfindil Sparar fjel Vigfús Guðbrandsson klæðskeri. Aðalstræti 8' Ávalt byrgur af fata. og frakkaefnum.AItaf ný efni með hverri ferB. AV. Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga. eðlilegast og sjálfsagðast, að öll- um þessum sjersýningum verði safnað sem mest á einn stað. Það kann að vera að búpeningssýn- ingin yrði að vera á öðrum stað. Fyrirkomulag hennar yrði líka með sjerstökum hætti. Hún gæti t. d. ekki staðið yfir nema fáa daga. En hvar svo sem hún kann að verða haldin, verður aðalsýning- in að vera hjer í Reykjavík. Liggur þá fyrir að hugsa um, hvar sje hentugur staður fyrir liana< Nú verða menn að gæta þess, að hjer kemur alls ekki til nokk- urra mála að hafa sýninguna í nokkuru því húsi eða húsum, sem til eru í bænum. Byggja þarf sjerstaka sýningarskála, sem til þess eru gerðir. Að kúldra sýn- ingu sem þessari í önnur húsa- kvnni, er með öllu ógerningur. Sýning þessi verður margfalt yf-. irgripsmeiri en nokkur sýning, hefir áður verið hjer. Fyrir þá sök eina er það ómögulegt, að fá húsrúm handa öllum deildum hennar á einum og sama stað í bænum, í hiisum þeim sem fyrir eru og til annars eru ætluð. En að dreifa sýningardeild- unum nm bæinn, getur eigi 'komið til mála. Við það misti sýn- ingin allan svip og væri á engan hátt boðleg fyrir gesti þá, er hingað koma. Þá er að athuga hvar hentug- ast væri að hyggja fyrir sýning- una. Komið gæti til mála að at- huga Arnarhól, eða svæðið sunn- an við Skólavörðuhæðina, þar sem eiga að koma knattspyrnu- vellir og íþróttasýningarsvæði — samkvæmt skipulagsuppdrættin- um. 'Má þó vera, að á hvorugum þessara staða reynist nægilegt pláss. Þegar búið er að ákveða stað- inn er hægt að fara að hugsa fyr- ir byggingunum. pví nú er þess að gæta, að hjer er eigi hægt að láta sjer nægja einhver and- styggileg hrófatildur, t. d. bik- svarta, pappaklædda skúrakassa, eins og byrgisforsmánina sælu, sunnan við' Tðnó, sem konungin- um var boðið í og fvlgdarliði hans, 1921. Höfuðstaðarbúum ætti að vera sú andstygð í svo fersku minni, að þeim væri það áhuga- mál, að önnur eins „bygging" yrði hjer ekki reist í viðhafnar- skyni. En áður en farið er að hugsa fyrir byggingunum, þarf að vera búið að gera sjer grein fyrir því, hve yfirgripsmikil sýningin á að vera, hve margar deildir verða þar, og hjerum bil hve mikið rúm liver deild útheimtir. Þá kemur til athugunar, hvort þarna á aðeins að sýna það, sem er nútíðarinnar, ellegar að þarna á einnig að sýna frá fortíðinni. Hvort rjett er að einskorða sig við það að sýna afurðir og vinnu eins og hún nú tíðkast, ellegar þarna á líka að sýna einskonar myndir úr lífi þjóðarinnar. Við- kunnanlegt væri að setja þarna upp t. d. fullkominn sveitabæ í gömlum stíl, með öllum innan- stokksmunum, sjóbúð með öllum veiðarfærum o. fl. þess háttar. Ætti þetta að verða byrjun til sjerstakrar deildar þjóðminja- safns, sem sett yrði upp á hent- ugnm stað, einhversstaðar í ná- grenni bæjarins! Þá þarf og að hugsa fyrir því, að á sýningarsvæðinu verði eitt- hvað til skemtunar, og þar verði ánægjulegar vistarverur fyrir sýn- ingargesti. Menn verða að hafa það hug- fast, þegar frá byrjnn, að árið 1930 er dýrðlegasta minningarár, sem við eigum, svo margfalt meiri upphefð að þúsund ára minning- arhátí^ Alþingis, en t. d. þúsund ára minningu Islands bvgðar. Því hvað er það, þó einn eða tveir víkingar hrekist- frá föður- leifð sinni og setjist að* hjer á eyðieyju, samanborið við hitt, að hingað fluttist svo mikil þjóð og roerk, að hún fyrir 1000 árum kom á fót eklci ómerkari stofnun og þroskaminna skipulagi en hjer reis árið 930. Aldrei gefst okkur betra tæki- færi til þess, að kveða niður skrælingja-orðið, sem af okkur fer, enn í dag, víða um heim. En það er ekki nóg að vísa til sög- unnar, og segja frá hve miklir menn íslendingar voru fyrir 1000 árum. Við þurfum líka að sýna það, að þeir sem lifa nú, geti kinnroðalaust horft á „feðranna frægð“; okkur er það lífsnauð- syn að láta sem minst á því bera hve mikið okkur hefir farið aft- ur í þessi 1000 ár, samanborið við nágrannaþjóðir vorar. Hver er hinn rjetti giftingar aldur? petta málefni hefir verið til nmræðu í einu norsku blaði nú um tíma. Húsmóðir ein, ung að aldri, svarar þar spurningunni á þessa leið: Jeg er á sama máli, og sumir aðrir, er um þetta hafa skrifað, að fólk eigi að gifta sig á unga aldri. Lífsfögnuður og ánægja af börnum er mest og innilegust hjá þeim, sem ungir eru. Þetta er hin rjetta tilhögun. Náttúran ætlast til þess að fólk bíði ekki þangað til á gamals aldri. Er ekki þar með sagt, að jeg n-tlist til þess, að fólk þjóti fyr- irhyggjulaust í hjónaband, en gott er að spyrja skynsemina til ráða í þeim efnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.