Vísbending


Vísbending - 30.11.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.11.2001, Blaðsíða 1
ISBENDING 30. nóvember 2001 47. tölublað V i k u r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 19. árgangur Efnahagsáhrif fólksflutninga Flestum kom á óvart hversu harðar umræðurnar um innflytjendur urðu fyrir dönsku þingkosning- arnar. Engu að síður er hætt við að þær lýsi hugarástandi margra Evrópuþjóða um þessar mundir. Vandamálið er félags- lega hliðin en oft er efnahagslegum rök- um beitt til þess að styðja málstaðinn gegn innflytjendum en þau rök eru þó misvel fgrunduð. Alþjóðavæðingin egar rætt er um alþjóðavæðingu í efnahagslegu samhengi þá ein- skorðast umræðan yfirleitt við viðskipti og fjárfestingu. Það eru fáir sem mæla því mót lengur að alþjóðaviðskipti og erlend fjárfesting séu til hagsældar og þess vegna hefur stefnan verið tekin til aukins frjálsræðis. Ein meginstoðin í hugmyndafræðinni á bak við alþjóða- væðingu er að ólíkar þáttaaðstæður geri það að verkum að allar þjóðir geta orðið þátttakendur í alþjóðaviðskiptum. Ein- faldasta útfærslan er sú að horfa á fram- leiðslu sem fjármagnsfreka annars vegar og vinnuaflsfreka hins vegar. Fátækari þjóðir geta því einbeitt sér að vinnu- aflsfrekum atvinnugreinum og orðið samkeppnishæfar þar sem vinnuaflið þar er ódýrt en ríkari þjóðir einbeita sér að þeirri framleiðslu sem krefst mikils fjármagns. Erlendar fjárfestingar ýta undir þessa skiptingu og jafna svo leikinn þar sem fjármagn flyst frá ríkum þjóðum til fátækra. Reyndar benda rann- sóknir lil þess að þetta sé ekki alveg svona klippt og skorið, t.d. hefur vinnu- aflsfrekur iðnaður í þróuðu ríkjunum víða styrkst og innstreymi fjármagns á Vesturlöndum hefur verið meira en útstreymið, aðallega til Bandaríkjanna. Ahrif alþjóðavæðingar hafa líka verið undir væntingum í þróunarlöndunum. Flutningur vinnuafls að er sjaldnar rætt um hreyfingu á vinnuafli milli efnahagssvæða í þessu sambandi en flutningur á vinnuafli getur ekki síður haft áhrif til hagsældar en fjármagnsflutningar, jafnvel enn meiri. Ef dæmið er skoðað óháð mann- fjöldaþróun þá er ljóst að þeir sem flytja frá fátæku ríki til efnaðs ríkis munu bæta afkomu sína þar sem þeir fá mun betur launaða vinnu, þar sem laun fyrir svip- aða vinnu eru rúmlega tífalt meiri í ríkum en fátækum löndum. Auðvitað fá ekki allir vinnu en atvinnuþátttaka útlend- inga er mjög mismunandi eftir löndum. Víðast hvar er atvinnuþátttaka útlend- inga minni en heimamanna, t.d. var atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara, sem koma frá öðrum löndum en Norður- löndunum, 44% í Svíþjóð á meðan hún var 77% á meðal innfæddra, 49% í Dan- mörku á meðan hún var 76% á meðal innfæddra árið 2000. Allt bendir hins vegar til að atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara hér á landi sé síst minni en heimamanna en atvinnuþátttaka er óvíða rneiri en á Islandi (sjá einnig 19. tbl. 2000). Afkoma fólks frá fátækum þjóðum er í flestum tilvikum mun betri eftir flutning en fyrir og líklegt að eitt- hvað af auðinum skili sér aftur til heima- landsins. Þannig geta fólksflutningar dregið úr fátækt, bæði með beinum og óbeinum hætti. Yinnumarkaðurínn purningin er þá hvort innflytjendur séu kostnaðarsamir fyrir ríku löndin sem þeir flytja til. 1 flestum tilvikum er ekki svo, t.d. skila þeir 10% meira til velferðarkerfisins í Bretlandi en þeir fá út úr því og flestar rannsóknir sýna að áhrifin eru nær undantekningarlaust jákvæð. Og þvert á kenningar um að innflytjendur leiði til þess að laun lækki hjá innfæddum í ákveðnum geirum hefur það t.d. ekki gerst í Bretlandi eða Banda- ríkjunum. A meginlandi Evrópu hefur hins vegar mátt merkja skammtímaaukn- ingu atvinnuleysis sem jafnar sig til lengri tíma. Líklegra er að innflytjendur bæti upp skort á vinnuafli og auki sveigj- anleika vinnumarkaðarins en að þeir skapi aukið atvinnuleysi, með því að taka störf sem innfæddir vilja ekki, hvort sem það er vegna þess að þau eru illa launuð eða vanmetin. Þá á einnig eftir að taka með í reikninginn að innflytj- endur skapa störf þar sem þeir eru 1 íklegri en innfæddir til þess að stofna og reka eigið fyrirtæki. Mannfj öldaþróun Imannfjöldaþróuninni á Vesturlönd- um felast hins vegar sterkustu rökin fyrir fólksflutningum en fæðingartíðni kvenna í OECD-ríkjunum er um 1,5 en þyrfti að vera 2 til að viðhalda mann- fjöldanum. Um leið eru lífslíkur fólks sífellt að batna en þar með gerist það að meðalaldur þjóða eykst. Hlutfall þeirra sem eru yfir 65 ára miðað við þá sem eru á vinnualdri, 20 til 64 ára, mun að öllu óbreyttu tvöfaldast á næstu fimmtíu árum í OECD-ríkjunum og í mörgum löndumferhlutfalliðúr25%í60%.Þessi breyting mun setja gífurlegt álag á þessi hagkerfi í framtíðinni. Einföld lausn væri að leysa þetta með fólksflutningum og dæmið getur ekki litið einfaldara út frá sjónarhorninu um framboð og eftir- spurn, þróunarlöndin hafa offramboð og Vesturlöndin umframeftirspurn. Það hefur verið reiknað út að Evrópusam- bandið þyrfti að flytja inn 20 milljónir manns á ári næstu þrjátíu árin til þess að fyrrgreint hlutfall héldist stöðugt. Hér á landi er vandamálið ekki eins aðkallandi en til að halda hlufalli vinnuafls og eftir- launaþega stöðugu yrði að flytja inn 100 þúsund manns frá 2010 til 2030. Frjálsirfólksflutningar Olíklegt er að nokkurn tímann skapist pólitískur vilji fyrir jafnmiklum fólkslfutningum og þyrfti til að viðhalda hlutfalli þeirra sem eru á vinnualdri og eldri borgara. Astæðurnar eru ýmsar, að miklu leyti félagslegar, en þær eru hins vegarekki efnahagslegar. Algerlega frjálsir fólksflutningar myndu að öllum líkindum hafa víðtækustu áhrifin á efna- hagslega velsæld í heiminum, og þá bæði íþróuðum ríkjumog þróunarríkjum, af þeim hreyfanlegu þáttum sem eru grundvöllur alþjóðavæðingarinnar. Heimildir: Trends in Immigration and Economic Consequences e. J. Coppel o.fl, OECD 2001, erindi eftir Sigurð Guðmundsson, ÞHS 2000 og 2001, greinar eftir Martin Wolf og Samuel Brittan, ft.com 2001, Hagstofa íslands o.fl. Efnahagsleg áhrif fólks- Þórólfur Matthíasson ^ Ólafurísleifssonfjallarum < Þettaerfyrrigreinaftveimur I flutninga eru sennilega 1 fjallarumáhrifbrottkastsá 2 Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, /| um sjóðinn en Ólafurhefur X meiri en annarra þátta kvótaleigu og reiknar út upphaf, stofnskrá og T störf hjá sjóðnum eftir alþjóðavæðingarinnar. þjóðhagslega sóun. breytingar á starfseminni. áramót. I

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.