Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 80

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 80
80 LANDSBÓKASAFNIÐ 1986 Líkt og íslendingar hinir fornu sigldu vestur um haf til Grænlands á tíundu öld, hyggjast Grænlendingar nú fljúga yfir hafið til íslands og styrkja þannig böndin við nánustu granna sína í austri. Megi það samband verða báðum þjóðunum til heilla.“ RÁÐSTEFNUR OG Undirritaður sat á vegum Menntamála- FERÐIR ráðuneytisins fund menningarmálanefnd- ar Evrópuráðsins í Strasbourg dagana 11.-14. febrúar. Hann sótti og síðar, dagana 7.-10 apríl, ráðstefnu í Vínarborg, er samtök landsbókavarða efndu til í samvinnu við IFLA og UNESCO. En á henni skyldi fjallað um varðveizlu bókakostsins og annars safnaefnis. Ráðstefnuna sátu rúmlega 100 manns, forstöðu- menn þjóðbókasafna úr öllum heimsálfum, sérfræðingar og tækni- menn, auk fulltrúa fyrrgreindra alþjóðastofnana. Erindi um ráðstefnuna, er undirritaður flutti á fundi Félags íslenzkra rannsóknarbókavarða, er birt í þessari Árbók. Vegna tilmæla íslenzka sendiráðsins í París um, að kannaður yrði íslenzkur bókakostur Norræna bókasafnsins þar í borg, Bibliothéque Nordique, framlengdi undirritaður í samráði við Menntamálaráðu- neytið sumarleyfisdvöl sína í París um nokkra daga í september, er varið var til umræddrar könnunar. Bibliothéque Nordique var stofnað 1868 og er hluti hins gamla háskólabókasafns Bibliothéque Sainte Geneviéve, sem hóf starfsemi 1624. í norrænu bókadeildinni eru nú rúmlega 140 þús. bindi bóka og nær eitt þúsund tímarit og ritraðir. Mikill hluti norrænu titlanna hefur verið gefinn safninu fyrir atbeina stjórnvalda og einstakra stofnana og einstaklinga. Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar hafa um langt árabil lagt safninu til skiptis til aðstoðarbókavörð og goldið honum laun, jafnframt því sem þessar þjóðir hafa varið nokkru fé árlega til skipulegra bókakaupa handa safninu. Þótt íslendingar hafi ekki tekið beinan þátt í umræddum stuðningi við safnið, hefur allmikill íslenzkur bókakostur verið gefinn því á ýmsum tímum fyrir atbeina áhugasamra einstaklinga, meðalgöngu íslenzka sendiráðsins í París, auk þess sem Menntamálaráðuneytið

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.