Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 79

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 79
LANDSBÓKASAFNIÐ 1986 79 VESTURHEIMS- Út var gefin á árinu skrá um rit á íslenzku PRENT prentuð vestan hafs og austan af Vestur- íslendingum eða varðandi þá. Ólafur F. Hjartar, deildarstjóri í safninu, tók skrá þessa saman og gerir grein fyrir henni í inngangi. Sjálf skráin er um 80 tvídálka síður í stóru broti. Fyrst fara rit prentuð í Vesturheimi, síðan rit prentuð á íslandi eða annars staðar austan hafa, og loks er efnisskrá, er sýnir, hvað prentað hefur verið um einstök efni. í stuttum formála landsbókavarðar kom fram, að skráin var gefin út í tilefni af aldarafmæli vikublaðsins Heimskringlu, er hóf göngu sína í Winnipeg 9. september 1886. Þá er þess og getið, að Morgunblaðið og Prentsmiðjan Oddi hafi stórlega stutt Landsbóka- safn til útgáfu skrárinnar, hún verið sett og brotin um hjá blaðinu, en Oddi síðan prentað hana og heft. Skráin er merkileg heimild um bókmenntir, sögu og félagslíf landanna vestra, svo sem þetta birtist í ritum þeirra á íslenzku, en sýnir jafnframt áhuga íslendinga hér heima á þessum efnum og hvern þátt þeir hafa átt í útgáfu vestur-íslenzkra bókmennta og umfjöllun um þær. BÓKAGJÖF TIL LANDSBÓKASAFNS GRÆNLENDINGA í NUUK Landsbókasafn sendi systursafni sínu í Nuuk myndarlega bókagjöf, er Matthías Bjarnason samgönguráðherra aíhenti þar, en hann var formaður íslenzkrar sendinefndar, sem þangað fór í tilefni af milli Nuuk og íslands. Gjöfmni fylgdi Landsbókasafnsins í Nuuk, dagsett 24. upphafi beinna flugferða eftirfarandi bréf mitt til febrúar 1986: „Minnugir hinnar miklu bókagjafar, er þér senduð Landsbókasafni íslands 1983, og í ljósi þess, að á árinu 1986 eru að tali Ara fróða í íslendingabók hans liðnar tíu aldir frá því er Eiríkur rauði „tók byggva landit“ (þ.e. Grænland), sendum vér yður nú bókagjöf, nokkur meiri háttar verk varðandi ísland að fornu og nýju. Þess skal hér getið með sérstöku þakklæti, að Landsbókasafn íslands fékk ríflegan styrk úr hinum íslenzka Grænlandssjóði til kaupa á umræddri bókagjöf.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.