Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 74

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 74
74 LANDSBÓKASAFNIÐ 1986 Handrit þessi eru úr fórum Önnu Einarsdóttur, langömmu Eymund- ar, en hún var kona Torfa Einarssonar alþingismanns á Kleifum. Heimir Þorleifsson menntaskólakennari afhenti f.h. Gylfa Kristins- sonar nemanda í Menntaskóla Reykjavíkur fundargerðabók Framtíð- arinnar 1969-1973. Torfi Jónsson, Reykjavík, aílienti „Aldamótamenn“ eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum, vélrit. Torfi afhenti einnig vélritað leikrit eftir Hjört Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. Sigríður Helgadóttir bókavörður færði handritadeild frá Helenu Kadecková, háskólakennara í Prag, dagbók Þórbergs Þórðarsonar frá 12. sept. 1912—6. jan. 1913, sem hann hafði léð henni, þá er hún vann að ritgerð um hann. Lára Böðvarsdóttir afhenti fundargerð og ýmis gögn varðandi stofnun og starfsrækslu Rjómabúsins „Apa“ að Apavatni. Gögn þessi eru komin úr fórum föður hennar, Böðvars Magnússonar á Laugar- vatni. Halldóra Briem Ek aflienti dagbækur ömmu sinnar Kirstine Katrínar Guðjohnsen, og komu þær til viðbótar dagbókum hennar, er áður voru færðar safninu. Halldóra afhenti og sendibréfasafn úr fórum fjölskyldu sinnar. Tómás Helgason fyrrv. safnhúsvörður afhenti gögn um Ólafsdals- skóla, komin úr vörzlu Játvarðar Jökuls Júlíussonar. Valdimar Pétursson afhenti ýmis handrit Þórðar Þórðarsonar hreppstjóra í Súgandafirði. Magnús Geirsson afhenti ýmislegt úr búi föður síns, Geirs Sigurðssonar skipstjóra, m.a. viðvíkjandi útgerð og fiskveiðum við Faxaflóa fyrir og eftir síðustu aldamót. Dr. Lúðvík Kristjánsson afhenti gjörðabók félagsins Einhuga, sem gaf út tímaritið Straumhvörf 1943-44. Þórður Einarsson sendiherra sendi Landbókasafni að gjöf ýmis gögn úr fórum tengdaföður síns, Guðmundar Hlíðdals póst- og símamálastjóra varðandi Kristjáns-samskotin svonefndu, ætluð til kaupa á nýjum báti handa áhöfn mótorbátsins Kristjáns frá Sand- gerði, er fórst í lendingu í Höfnum eftir 12 daga hrakning, en mannbjörg varð. Af bátskaupum varð raunar ekki, og var samskota- fénu skipt milli bátsverja. Magnús Gezzon afhenti handrit og prentsmiðjuhandrit að bók sinni „Laug að bláum straumi“, er út kom á árinu (1986).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.