Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Síða 65

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Síða 65
FINNBOGI GUÐMUNDSSON Ræða flutt 30. nóvember 1985 Þegar Halldóra Þorsteinsdóttir, ein í undirbúningsnefndinni, bað mig að segja hér eitthvað í kvöld, á 25 ára afmæli Bókavarðafélags íslands, mæltist hún til, að ég gripi á einhverjum þáttum í sögu félagsins og hefði það heldur í léttum dúr. Hún sótti það nokkuð fast, að ég skoraðist ekki undan, og komu mér þá í hug orð úr einni vísu Eyvindar skáldaspillis frá 10. öld, þar sem talað er um rík ráð ramrar þjóðar og átt við kvenþjóðina. Ég lét því tilleiðast eins og Albert, þegar hann sleppti tveimur milljónum í haust við kvenþjóðina, hún væri hvort sem er á hraðri leið með að leggja allt undir sig og því eins gott, að við karlmennirnir viðurkenndum það fremur fyrr en síðar. Þegar ég svo heim kominn fór að hyggja nánar að umræddum orðum Eyvindar skáldaspillis, fannst mér, að þau gætu í öðru sam- hengi orðið mér efniviður í þetta spjall alveg eins og saga Bókavarða- félagsins. Hún verður og í tengslum við þennan áfanga á ferli félagsins rifjuð upp af öðrum, sem þekkir þar betur til en ég, svo að þetta stökk mitt aftur á tíundu öld á ekki að koma að neinni sök. Þegar Eyvindur skáldaspillir orti erindi þau, er ég nú mun víkja að, ríktu synir Eiríks blóðöxar og Gunnhildar í Noregi eftir fa.ll Hákonar konungs góða. Snorri segir í upphafi Haralds sögu gráfeldar, er var einn Eiríkssona, að Gunnhildur, móðir þeirra, hafði mjög landráð með þeim. Eyvindi, sem verið hafði skáld Hákonar góða, þóttu Eiríkssynir ekki jafnörlátir við sig og hann hafði verið, og yrkir hann um þetta tvær vísur. Þær eru í raun mjög líkar, hin síðari ætluð til frekari áherzlu því, er sagt var í fyrri vísunni. Ég les nú fyrri helming vísunnar og bið ykkur að láta ykkur hvergi bregða, því að ég mun skýra hann jafnharðan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.