Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 57

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 57
UM VARÐVEIZLU BÓKAKOSTS OG ANNARRA GAGNA 57 sem á fyrir sér að súrna, svo að af því má sjá, hvert stefnir. í Library of Congress er talið, að á ári hverju fari um 77 þús. bindi yfir hættumörkin og verði talin til stökkra rita. Þótt unnið sé markvisst að því í Bandaríkjunum að hvetja útgef- endur til að prenta rit sín á varanlegri pappír, er árangurinn þar enn takmarkaður og mun minni í öðrum löndum. Pappírsframleiðendur hafa lítinn áhuga á þessum málum, enda er aðeins örlitlu broti af þeim pappír, sem framleiddur er í Bandaríkjunum, varið til bóka- gerðar. En hvernig er ástatt um íslenzka bókakostinn í þessum efnum? Sumt af honum er hætt komið, og þá ekki sízt mörg blöðin, prentuð á vondan pappír, sem orðinn er mjög stökkur. Unnið hefur verið lengi að filmun blaða, en það verk hefur sótzt hægt af ýmsum ástæðum. Aðstaða í Safnahúsinu er mjög erfið, við orðið að hafa myndadeildina á tveimur stöðum í húsinu, myndatök- una á efstu hæð, þar sem lofthæð er nóg fyrir hina stóru míkrofilmu- vél, og úrvinnsluna í kjallara. í þessu efni verður öll aðstaða betri, þegar við komumst í Þjóðarbókhlöðu. Þar er gert ráð fyrir rúmgóðri myndastofu, og með bættum tækjakosti og auknu starfsliði ættum við að geta gert stórátak til filmunar þess hluta blaða- og bókakostsins, sem brýnast er að geta friðað.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.