Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 56
56 FINNBOGI GUÐMUNDSSON er nú allt í einu orðið snauðara vegna gengisfellingar (og háskalegrar lækkunar olíuverðs), en óstöðvandi hrun af þessu tagi hrjáir efna- hagslíf okkar einmitt meira en nokkuð annað. f þinglok var samþykkt ályktun í mörgum liðum. Þar var því m.a. fagnað, að IFLA hefur nýlega gert varðveizluna að einu aðalviðfangs- efni sínu til viðbótar hinum þremur, sem fyrir voru, en þau eru allsherjarskráningareftirlit (Universal Bibliographic Control), alls- herjaraðgangur að ritum (Universal Availability of Publications) og alþjóðlegt MARC-snið (International MARC). Ráðstefnan fagnaði því frumkvæði Library of Congress, Þjóðbóka- safnsins franska og Deutsche Búcherei að koma upp einni alþjóðlegri miðstöð og tveimur svæðisstöðvum til varðveizluverkefnisins innan ramma aðalviðfangsefna IFLA. Þegar var lagt til, að IFLA beitti sér fyrir því áður en langt um líður að koma á sérstöku IFLA-ári, er helgað yrði umræddu verkefni. Þá var hvatt til þess, að í hverju landi yrði vakin athygli á þessu máli og brýnt fyrir þorra manna, hve mikið væri í húfi. Komið verði upp áætlun í hverju landi og mál búin sem bezt í hendur, svo að takast megi að eíla opinberan stuðning við slíka áætlun. Stefnt er að því að gefa út handbækur með leiðbeiningum um þessi mál, þær stöðvar, er að þeim vinna, og þau námskeið, er í boði kunna að verða. Þá var hvatt til þess, að mál þetta yrði kynnt útgefendum, prent- urum og pappírsframleiðendum, ekki síður en bókavörðum, skjala- vörðum og þeim, sem við upplýsingamál fást. í riti, sem gefið hefur verið út nýlega í Washington og nefnist Brittle Books (Stökkar bækur), eru birtar skýrslur nefndar, er fjallað hefur um þessi efni. Þar koma fram m.a. eftirfarandi atriði: Menn hafa einkum áhyggjur af ritum, prentuðum eftir miðja 19. öld. Pappírinn í þeim langílestum vill súrna, verður stökkur og endist miklu verr en sá pappír, er áður var notaður í bækur. Rannsóknir sýna, að bækur prentaðar á hinn vonda pappír, láta verulega á sjá, úr því að hálföld er liðin frá prentun þeirra. Gömlu stóru rannsóknarbókasöfnin t.a.m. í Bandaríkjunum verða verst úti, því að talið er, að um íjórðungur rita þeirra sé stökkur, ekki verði brotið nema einú sinni eða tvisar upp á blaðhorn í þeim, án þess að það rifni. Nú er allt upp í 80% rita þessara saína prentað á pappír,

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.