Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Side 92

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Side 92
92 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ley, er honum varð hugsað til íslandsferðar sinnar 17891: ,,Fáir þeirra (þ. e. Islendinga) hafa . . . gáfur til auðsöfnunar, og þar sem margir menn í öðrum löndum hafa auðgazt á verzlun og þeim iðnaði, sem skapazt hefir við, að upp hafa risið litlar höfuðborgir, þá hefir ísland möguleika í fiskveiðum, og e. t. v. á öðrum sviðum, til að safna auðæf- um. Olafur Stephensen hefir auðgazt á því að halda menn til fiskveiða. Hvers vegna ætti hann að vera sá eini, sem það gæti?“ Eins og kunnugt er, var Bjarni Thorsteinsson, þótt hann geti ekki urn það í ævisögu sinni, viðriðinn stofnun Stiftisbókasafns Islands eða Landsbókasafns Islands, svo sem það síðar var kallað. Carl Christian Rafn hafði á fundi í Hafnardeild Bókmenntafélagsins 30. marz 1818 „framlagt bréf til félagsins, hvarí hann æskir það seti nefnd manna til að yfirvega, hvörnig alment bókasafn verði bezt stiftað á Islandi með fylgjandi lista yfir ýmsar bækur, er nokkrir þegar vilja gefa til þessa augnamiðs. Félagið ályktaði, að honum skyldi látast í ljósi þess þakklæti og undir eins tilkynnast, að hér um skyldi skrifað verða til deildarinnar á íslandi,“ eins og segir í samkomubók félagsins fyrr- nefndan dag. Af bréfagerð milli Bjarna Thorsteinssonar, forseta Hafnardeildar félagsins, og deildarinnar á Islandi spruttu svo tilmæli Geirs biskups Vídalíns í nafni stiftsyfirvalda til kancellísins í Kaupmannahöfn um, að útbúið yrði hæfilegt húsnæði fyrir stiftisbókasafn og skjalasafn biskups á dómkirkjuloftinu, og hafði hann ráðgazt við Ole Peter Möller kaupinann og borgara í Reykjavík um kostnað af slíku verki, en kaup- maður hafði þá lokið viðgerð þeirri á kirkjunni, sem honum var á hendur falin með konungsúrskurði 17. marz 1817. I Minningarriti Jóns Jakobssonar landsbókavarðar um sögu safn- sins 1818-1918, sem hér er stuðzt við, segir svo (á bls. 13-14): ,,Sjá má af bréfi Bjarna Thorsteinssonar til Rafns, dags. 3. marzdag 1819, að hann hefur óttazt drátt á málinu hjá kansellíinu, því að hann segir þar berum orðum, að hann ,,sé hræddur um, að kansellíið, að því er til útgjalda kemur, feli málið fjármálafulltrúunum, sem kynnu að fresta því um lengri tíma en æskilegt væri.“ Sjálfur kveðst hann munu reyna að konra í veg fyrir, að svo fari, að því er til sinna kasta komi, en þar sem svona sé ástatt, óski hann helzt, að bókasendingunni frá Fjóni verði frestað um hríð, því að hann vilji ógjarna, að bækurnar verði sendar til Islands, meðan ekki sé ráðið fram úr húsnæðisvandræðunum. Forseti Hafnardeildarinnar hefir þannig sjálfur, vegna húsnæðisleysisins í 1) íslandsleiðangur Stanleys 1789. Ferðabók. Reykjavík 1979, bls. 168.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.