Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Síða 85

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Síða 85
VIÐBÚNAÐUR OG FRAMKVÆMDIR TIL HAUSTSINS 1981 85 I nóvember 1971 gaf byggingarnefnd út forsögn um bókhlöðuna, er að stóðu ásamt Ola J. Asmundssyni arkitekt þeir Finnbogi Guð- mundsson, Grímur M. Helgason og Ólafur Pálmason úr Landsbóka- safni og Einar Sigurðsson úr Háskólabókasafni. Þá var og arkitektun- um Manfreð Vilhjálmssyni og Porvaldi S. Þorvaldssyni falið að teikna bókhlöðuna, en sem ráðunautur byggingarnefndar var ráðinn fyrr- nefndur H. Faulkner-Brown arkitekt. Til liðs við arkitektana voru ráðnir byggingarv'erkfræðingarnir Bragi Þorsteinsson og Eyvindur Valdimarsson, Sigurður Halldórsson rafmagnsverkfræðingur, Krist- ján Flygenring vélaverkfræðingur og Reynir Vilhjálmsson landslags- arkitekt. Þá var Karl Guðmundsson verkfræðingur ráðinn til að vinna með hönnuðunum og vera þar tengiliður og driffjöður. Miklar vonir voru lengi bundnar við, að unnt yrði að hefja bygging- arframkvæmdir á þjóðhátíðarárinu 1974, en ýmsar tafir, m. a. vegna samningsgerðar við Reykjavíkurborg um Birkimelslóðina, ollu því, að fresta varð þeim enn um sinn. Aður en greint verður frá byggingarframkvæmdum, skal bók- hlöðunni hér lýst stuttlega. Þjóðarbókhlaða verður íjórar hæðir auk kjallara. Gengið er inn í bókhlöðuna að sunnan á annarri hæð. A þeirri hæð verða spjaldskrár safnsins og margvísleg önnur hjálpargögn, aðalafgreiðsla vegna út- lána, starfsdeildir safnsins svo sem aðfangadeild, flokkunar- og skrán- ingardeild og miðstöð lesenda- og stofnanaþjónustu, ennfremur stjórnardeild. A þeirri hæð verður og fatageymsla, sýningaraðstaða, fyrirlestrasalur og kaffistofa gesta. Af hæðinni verður gengið niður á jarðhæð hússins, sem ætluð er svokallaðri þjóðdeild safnsins. Þar verður sérspjaldskrá um íslenzka bókakostinn, ennfremur handbækur hvers konar, lestrarsalur, hand- ritasalur, hið merka Benediktssafn, er Benedikt S. Þórarinsson gaf Háskóla íslands á sínum tíma, kortasafn o. ff. Bókageymslur þjóð- deildar verða á þessari hæð, en jafnframt í kjallara, þar sem verður einnig aðalgeymsla handrita. í nánum tengslum við þjóðdeild verður bókbandsstofa, þar sem einnig verður aðstaða til handritaviðgerða, og ljósmyndastofa, búin fullkomnum tækjum. Af inngönguhæð hússins verður gengið upp á tvær efri hæðirnar, þar sem gert verður ráð fyrir svokölluðum sjálfbeipa, þ. e. gestir hafa hér frjálsan aðgang að verulegum hluta bókakostsins og geta setzt í ná- munda við þau rit, er þeir þurfa einkum að nota. Verður þar fjölbreytt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.