Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Qupperneq 83

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Qupperneq 83
VIÐBÚNAÐUR OG FRAMKVÆMDIR TIL HAUSTSINS 1981 83 Á 150 ára afmæli Landsbókasafns 28. ágúst 1968 skýrði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra frá því, að nýju bókasafnshúsi hefði verið ákveðinn staður á svæðinu við Birkimel nálægt Hringbraut, en Geir Hallgrímsson borgarstjóri haíði með bréfi 31. júlí 1968 tilkynnt menntamálaráðuneytinu, að borgarráð heíði á fundi 30. júlí 1968 fallizt á þá tillögu skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar að ætla nýrri bókasafnsbyggingu land á fyrrnefndum stað og yrðu lóðamörk ákveðin síðar, þegar fyrir lægi greinargerð um stærð og gerð fyrirhugaðs húss. Nákvæmlega þremur árum síðar, 30. júlí 1971, samþykkti borgarráð fyrirheit sín um allt að 20.000 m2 lóð á umræddum stað. I ræðu sinni á afmæli safnsins sagði menntamálaráðherra svo m. a.: „Menntamálaráðuneytið hefur þegar falið landsbókaverði að gera frumtillögur um skipulagsmál og byggingarmál safnsins, og mun jafn- framt leitað álits annarra, innlendra og erlendra.“ Á afmælinu var loks skýrt frá því, að þjóðhátíðarnefnd sú, er alþingi skipaði 1966 til að gera tillögur um það, á hvern hátt Islendingar skyldu minnast ellefu alda afmælis Islandsbyggðar 1974, hygðist leggja til, að þjóðbókasafnsbygging yrði reist sem höfuðminnisvarði þeirra merku tímamóta. Á blaðamannafundi, er þjóðhátíðarnefnd hélt 10. febrúar 1971, rifjaði formaður nefndarinnar, Matthías Johannessen ritstjóri, upp þetta mál og gat þess, að nefndin hefði í marz 1969 ritað þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, bréf, þar sem sagði svo m. a.: „Vorið 1968 höíðu nefndarmenn samband við þingflokkana, ogáfundi í nefndinni 16. júlí sama ár, þar sem skýrt var frá þeim viðhorfúm, sem komu fram í þingflokkunum til hinna ýmsu mála, sem nefndin hafði fjallað um, kom fram, að svo virtist sem mikill stuðningur væri meðal þingmanna við byggingu þjóðbókasafns.“ Á fundi 7. febrúar 1969 ítrekaði þjóðhátíðarnefnd svo fyrri afstöðu sína til byggingar Þjóðarbókhlöðu og lýsti yfir, að hún teldi eðlilegt og sjálfsagt, að hún yrði reist - og yrði þá væntanlega helzta gjöfin, sem þjóðin færði sjálfri sér á ellefu hundruð ára afmæli byggðarinnar. Fyrir tilmæli landsbókavarðar og atbeina íslenzku Unesco-nefnd- arinnar komu hingað á vegum Menningar- og fræðslustofnunar Sam- einuðu þjóðanna í október 1969 þeir Harald L. Tveterás, þá háskóla- bókavörður í Osló, og Edward J. Carter, brezkur bókavörður og arkitekt, til ráðuneytis vegna undirbúnings byggingar Þjóðar- bókhlöðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.