Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Síða 81

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Síða 81
Þjóðarbókhlaða Viðbúnaður og framkvæmdir frá upphafi til haustsins 1981 Finnbogi Guðmundsson og Einar Sigurðsson tóku saman Sögulegur aðdragandi þeirrar ákvörðunar að sameina Háskólabóka- safn og Landsbókasafn verður hér rakinn frá árinu 1956, þótt hann sé að vísu allmiklu lengri. Hinn 11. september 1956 skipaði Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra fimm manna nefnd til þess að athuga, „hvort fjárhagslega og skipulagslega muni eigi hagkvæmt að sameina Háskólabókasafnið og Landsbókasafn að einhverju eða öllu leyti, þannig að Háskólabókasafn yrði framvegis handbókasafn fyrir Háskólann, en Landsbókasafn tæki við öðrum hlutverkum þess.“ I nefndinni áttu sæti Þorkell Jóhannes- son háskólarektor og fyrrum landsbókavörður formaður, Birgir Thor- lacius ráðuneytisstjóri, Bjarni Vilhjálmsson cand. mag., Björn Sigfús- son háskólabókavörður og Finnur Sigmundsson landsbókavörður. Nefndarformaður lýsti þegar í upphafi „þeirri skoðun sinni, að hann teldi skipulagslega óheppilegt og fjárhagslega óhagstætt, að hér væri haldið uppi tveimur vísindalegum bókasöfnum, er heíðu, svo sem verið hefur til þessa, litla sem enga samvinnu sín á milli,“ og ennfremur, að ekki væri ,,unnt að leysa bókaþörf Háskólans í heild sinni með sam- einingu við Landsbókasafnið á viðunandi hátt og til frambúðar með öðru móti en því að reisa nýtt safnhús fyrir Landsbókasafnið í næsta nágrenni við háskólabygginguna. Að þessu bæri því að stefna og flýta þessu máli sem allra mest,“ eins og segir í áliti nefndarinnar, dags. 11. janúar 1957. Þegar um það var rætt að fmna hentugan stað fyrir nýtt safnhús í nágrenni Háskólans, studdist nefndin að nokkru við athuganir nefndar, er Bjarni Benediktsson hafði skipað í menntamálaráðherratíð sinni til að kanna, hversu dýrmætustu bækur og handrit Landsbóka- safns yrðu tryggilegast geymd, og taldi sú nefnd, að heppilegast mundi að gera það í sambandi við nýja safnhúsbyggingu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.