Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Page 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Page 6
6 SKRÁ UM DOKTORSRITGERÐIR ÍSLENDINGA bera doktorsnafnbót fyrir magistersritgerð sína. Rétt þótti að láta Þorleiffljóta með, þar eð hann var enn á lífi, þegar Grími var veitt þetta leyfi. I öðru lagi er einn doktor enn kunnur fiestum Islendingum, sem þekkja nokkuð persónusögu 19. aldar, og mundi þeim finnast undar- legt, ef hann væri eigi hér í röð. Er það Olafur Stefánsson Gunnlaugs- son (1831-1894), ritstjóri í París ogfrændi Gröndals. En þótt leitt séfrá að segja, reyndist ómögulegt að hafa upp á ritgerðartitli hans. Gerði ritari háskólans í Louvain leit í bókum háskólans og fann það að vísu, að Ólafur hafði varið ritgerðina og verið veitt nafnbótin, en hvergi tókst að finna titil. Verður því að nægja að vitna í Gröndal, þar sem hann segir í Dægradvöl (Benedikt Gröndal [Sveinbjarnarson], Ritsafn. 4. b. Rv. 1953,457. bls.): „ÓlafurdispúteraðifyrirdoktorsnafnbótíLöwen, og var ætlazt til, að ég gerði það líka, en ég nennti því aldrei, ég var ekkert gefinn fyrir þess konar. Prófið, sem Ólafur tók var eitthvert hið lélegasta, sem hugsazt gat, einhver þýðing úr Herodot, og hitt þar eftir.“ Viðbótin 1964—1980 er öll verk Ó. F. H. Alls eru á skrá 408, sem hljóta doktorsnafnbót við 124 háskóla í 15 löndum. Skipting eftir löndum er eins og hér segir: Bandaríkjunum 81, Þýzkalandi 74, íslandi 53, Englandi 49, Danmörku 45, Svíþjóð 39, Skotlandi 27, Noregi 16, Frakklandi 9, Kanada 5, Sviss 4, Austurríki 2, Belgíu 2, Spáni 1 og Chile 1. Aðalskránni er raðað í stafrófsröð eftir höfúndum. A eftir titli er skýrt frá vörn eða viðurkenningu og síðan greint frá nafni háskóla. I efnis- skrá er ritgerðunum skipað í 50 flokka, sem raðað er í stafrófsröð eftir heitum þeirra. Aftan við titil er tilgreint, hvaða ár ritgerð var varin eða viðurkennd. Síðast er greint frá aldursröð doktora. Það er vitanlega ekki með vilja gert að fella neinn undan. Einkum er erfitt að afla upplýsinga um óprentaðar doktorsritgerðir. Það væri þakksamlega þegið að fá fregnir af doktorum frá þessu tímabili, 1964—1980, ef lesendur sakna einhvers eða einhverra, sem ættu að vera í skránni. Einungis er kunnugt um eitt nafn, Björn Leví Björnsson, sem vantaði í skrána 1666-1963. Að lokum skal þeim mörgu þakkað, sem fúslega hafa gefið greið svör við fyrirspurnum og jafnframt gefið fróðlegar upplýsingar um starfs- bræður sína. Þökk sé þeim, sem hafa sent Landsbókasafni doktorsrit- gerðir sínar að gjöf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.