Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1964, Page 171

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1964, Page 171
Skrá um doktorsritgerðir íslendinga, prentaðar og óprentaðar, 1666-1963 Benedikt S. Benedikz og Ólafur F. Hjartar tóku saman Sú er forsaga þessarar skrár, að öðrum höfundinum (B. S. B.) var falið fyrir nokkr- um árum að flokka og skrásetja hið góða safn bóka, er varðar Norðurlönd, í bóka- safni University College, London. Varð hann þá þess var, að þar var að finna furðu- Iega margar doktorsritgerðir eftir íslendinga, og gerði það því sér til gamans að taka þær saman í sérskrá. Vaknaði honum síðan forvitni að komast að því, hve mörgum hefði hlotnazt sá heiður að teljast fullgildir kennarar í fræðigrein sinni, eins og nafn- bótin þýðir með réttu. Varð hann þó að láta sér nægja að skrá þá, er prentað höfðu ritgerðir sínar, eins og heimtað er af Norðurlandaháskólum og mörgurn háskólum Frakklands og Þýzkalands fram á þennan dag. Leit hann síðan yfir hópinn, og varð Ijóst, að þessi skrá bar fróðleiksþorsta þjóðarinnar gott vitni. Fundið hafði hann 79 menn, er höfðu látið prenta ritgerðir til doktorsvarnar frá árinu 1666, er Þórður bisk- up Þorláksson varði rit sitt um landafræði og sögu Islands við háskólann í Wittenberg, og til ársins 1955, er skránni var fyrst lokið. Hafði höfundur tekið í hana alla þá, er hann gat fundið, að hefðu lokið doktorsprófi, og einnig sem fyrsta vísi þess, er síðar varð, þá Þórð Þorláksson og Arngrím Vídalín, er skipa sérstakan sess að því leyti, að þeir unnu sér heiður sinn nærri öld fyrr en Pétur Thorstensen tók fyrstur Islendinga doktorspróf. Talsverður hópur manna hefir bætzt í skrána síðan. Er hún öll frá 1956—1963 verk meðhöfundar (0. F. H.) og einnig sá hluti hennar, er telur óprentaðar ritgerðir. Tvenns verður að geta að lokum. I fyrsta lagi, að hér eru látnar slæðast með rit- gerðir þeirra Þorleifs Repps og Gríms Thomsens. Er það vegna þess, að Grími var leyft með konungsbréfi 10. maí 1854 að hera doktorsnafnbót fyrir magistersritgerð sína. Rétt þótti að láta Þorleif fljóta með, þar eð hann var enn á lífi, þegar Grími var veitt þetta leyfi. í öðru lagi er einn doktor enn kunnur flestum íslendingum, sem þekkja nokkuð persónusögu 19. aldar, og mundi þeim finnast undarlegt, ef hann væri eigi hér í röð. Er það Ólafur Stefánsson Gunnlaugsson (1831—1894), ritstjóri í ParísogfrændiGrön- dals. En þótt leitt sé frá að segja, reyndist ómögulegt að hafa upp á ritgerðartitli hans. Gerði ritari háskólans í Louvain leit í bókum háskólans og fann það að vísu, að Ólaf- ur hafði varið ritgerðina og verið veitt nafnbótin, en hvergi tókst að finna titil. Verður því að nægja að vitna í Gröndal, þar sem hann segir í Dægradvöl (Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), Ritsafn. 4. b. Rv. 1953, 457. bls.): „Ólafur dispúteraði fyrir dokt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.