Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1964, Page 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1964, Page 10
10 LANDSBÓKASAFNIÐ 19 6 2 — 19 6 3 Myndagerð Ljósmyndastofa safnsins hefir á undanförnum árum verið rekin með lausavinnu og litlum fjárráðum. Myndagerð af ýmsu tagi er nú orðin svo veigamikill þáttur í rekstri safnsins, að ráðinn hefir verið fastur ljósmynd- ari til að sinna þessu starfi. Annast hann myndatökur af handritum og prentuðu máli fyrir safnið og aðrar stofnanir, innlendar og erlendar, hæði á mikrófilmur og í fullri stærð á Ijósmyndapappír. Hefir notkun slíkra mynda aukizt mjög á síðari árum til mik- illa þæginda fyrir söfn og fræðimenn, sem nú geta fengið til eignar og notkunar í heimahúsum myndir af handritum og fágætum ritum, sem áður var aðeins kostur á að nota í lestrarsal safnsins. Bókasöfn og fræðimenn úti á landi ættu að kynna sér þessa starfsemi og notfæra sér þá möguleika, sem í boði eru. Þessi myndagerð hefir einnig mikla þýðingu fyrir varðveizlu handrita í Landsbókasafni, þar sem nú er hægt að hlífa slitnum og máðum handritum með því að nota myndir af þeim í stað frumritanna. Viðgerðir handrita og bóka Landsbókasafnið hefir meir en hálfa öld rekið bókbandsvinnu- stofu í safnahúsinu og jafnan átt kost á vönduðu bókbandi. Hins- vegar Iiefir skort kunnáttufólk í viðgerðum handrita og skjala með þeim aðferðum, sem nú tíðkast. L^r þessu er verið að bæta. Kona, sem numið hefir slíkar viðgerðir hjá kunnum bókbandsmeistara í Englandi, hefir nú verið ráðin til þeirrar starfsemi, og er viðgerðastofa í þann veginn að taka til starfa í safninu. Er henni ætlað að annast vandasamar viðgerðir skjala, handrita og bóka fyrir Landsbóka- safn og Þjóðskjalasafn. Er þetta hin þarfasta framkvæmd, sem væntanlega verður nán- ar lýst í næstu Árbók. Húsnæðismál { síðustu Arbókum hefir verið að því vikið, að fyrirhugað væri að reisa nýja bókhlöðu fyrir Landsbókasafn, en Háskólabóka- safn yrði síðan sameinað því. Skyldi Landsbókasafn þá rekið eins og áður sem þjóð- bókasafn, en fengið til viðbótar það hlutverk að sinna bókaþörf Háskólans. Þegar Handritastofnun íslands var sett á laggir án þess að viðunandi húsnæði væri fyrir hendi, munu margir hafa Iitið svo á, að líklegasta leiðin til úrlausnar væri að hraða byggingu bókhlöðunnar, svo að þessi nýja stofnun gæti einnig fengið þar virðulegt húsnæði. Nú hafa mál skipazt þannig, að ákveðið mun vera að reisa sérstakt hús vegna Handritastofnunarinnar, en á hitt minnist enginn, að Landsbókasafni muni hráð þörf á auknu húsnæði. Sú stefna, sem nú hefir verið tekin, virðist benda í þá átt, að sam- eining safnanna í náinni framtíð sé úr sögunni, enda munu skiptar skoðanir um, hve heppileg sú sameining kynni að reynast. Landsbókasafnið hefir nú starfað á sama stað í rúmlega hálfa öld. Margir mundu kunna illa flutningi starfseminnar á nýjan stað. Húsið er enn borgarprýði og vel stað- sett. En það er orðið alltof lítið til þess að fullnægja þörfum bæði Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns. Þar sem sameining safnanna og ný bókhlaða virðist nú hafa verið tekin út af dagskrá um sinn, er óhjákvæmilegt að hæta úr húsnæðisþörf Landsbóka- safns með öðrum hætti. Eina lausnin í bili virðist sú að fá safninu til umráða gott
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.