Þjóðviljinn - 17.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1963, Blaðsíða 4
4 SfBA ÞJ<M>VILJINN Fimmtsdagur 17. janúar 1Í)G3 •k Nýlega er lokið í Svílijóð fyrsta heimsmeistaramóti stúd- enta í hándknattleik. Mótið olli vonbrigðum og sætir gagnrýni í blöðum flestra þátttökulandanna. Margir keppenda geta nefnllcga alls ekki talizt háskólastúdcntar. Einkum eru Svíar ásakaðir fyrlr að hafa látið innrita í háskóla menn í þeim tilgangi einum að geta fóðrað tilve.-u þeirra í handknattleiksliði stúdenta. Þá þótti mörgum 6- árennilegt, að liðsmenn Rúm- eníu voru allir nemendur í íþróttaháskóla, og höfðu því notið sérstakrar þjálfunar, en ekki er þó neitt því til fyrir- stöðu að menn úr slíkum Iiú- skólum kcppi. Mótinu lauk með sigri Svía eftir úrslita- Ieik við Vesturþjóðverja. -Ar Finnar unnu Svía i lands- leik í íshokkí í Tammerfors i fyrradag. tírslitin urðu 5:3 og komu talsvert á óvart, því Sviar urðu heimsmeistarar í fyrra og gera sér vonir um að verða í úrslitalciknum í. móti Rússum á næsta heims- meistaramóti í íshokkí. ★ Brezki knattspyrnuklúbb- urinn Manchester Unitcd tær rúmlega 4 milljónir króna I skaðabætur fyrir átta leik- menn félagsins, sem fórust áriff 1958 í flugslysi í Miin- chen í Vestur-Þýzkalandi. Karl-Heinz SchcIIinger. ★ Karl-Heinz Scnellinger, 24 ára gamall frá Köln, er einn af snjallari yngri knatt- spyrnumönnum V.-Þýzka- Iands. ítalskt knattspyrnufé- lag bauð honum rúmar 5 milljónir króna, ef hann vildi gera samning um aff kcppa fyrir félagiff sem at- vinnumaffur. Jafnframt var félaginu, sem Schnellinger keppir fyrir, „F. C. Kö!n“ boffnar um 8 milljónir ef það vildi sleppa þessum eftirsótta knattspyrnukappa. Bæði Schn- ellinger og íþróttafélag hans höfnuðu tilboffinu. Schnell- inger var af íþróttafréttarit- urum kjörinn „Knattspyrnu- maður ársins“ í V.-Þýzka- landi. ■4r Heimsnefnd Alþjóða- hnefalcikasambandsins kemur saman til fundar í Mexíkó City 8.—16. febrúar n.k. Verða þar ræddar tillögur um end- urbætur á framkvæmd hncfa- leikakeppni, þannig að bæta megi orðstír íþróttarinnar. Meðal þeirra viðfangscfna, sem tekin verða fyrir á fundinum verða: 1) Endurskoðun á tækni og kcppnisreglum hncfaleika, 2) Ráðstafanir til að vernda heilsu og líf hnefa- leikara, 3) Setning reglna fyr- ir keppni um hcimsmeistaia- titla. Um 30 hnefaleika-Icið- togar frá Evrópu, Asíu og Amcríku munu sitja þennan fund. ir Alþjóðlegt skíðamót í norrænum greinum var háð í La Brassus (Sviss) um síff- ustu helgi. í skíðastökki sigr- affi Antoni Laciag (Póllandi), sem varff þriffji á síffasta heimsmeistaramóti. Laciag stökk 88 metra og hlaut 232,6 stig. Annar varff Norðmaffur- inn Yggeseth sem stökk 86 metra. í norrænni tvíkeppni sigraffi Oleksak (Tékkósló- vakíu). Næstir urðu þrír Rússar — Kotskín, Diragin og Gusakov. Öllum til undrunar sigruffu ftalir í 3x10 km. boff- göngu á undan sveitum Finna og Svía. B-sveit og C-sveit ftala urðu í 4. og 5. sæti. Vest- urþjóffverjar urffu að sætta sig viff 11. sætiff. í 15 km. göngu urðu þeif jafnir De Dorigo (Ítalíu) og Oilcarain- en (Finnlandi). •fr 33. alþjófflega svig- og brunmótið í Lauberhorn fór fram um síðustu helgi. Frakk- inn Guy Perillat sigraði í svigi, enda þótt hann hefði hlotiff meiðsl á hné skömmu fyrir keppnina. í keppninni reyndist hann hafa sterkustu taugamar. í öffru sæti varff Burgner (Austurríki), 3. Zimmermann (Austurríki), 4. Leitner (Austurríki) og 5. Bozon (Frakklandi). í bruni sigraði Karl Schranz (Aust- urríki), 2. VioIIat (Frakk- Indi), 3. Nindl (Austurríki), 4. Lacroix (Frakklandi) og 5. Stieglcr (Austurríki). -fr Alþjóffa-körfuknattleiks- sambandiff hefur ákveðið aff heimsmeistarakeppni í körfu- knattleik skuli fara fram í Rio De Janeiro (Brasilíu) 10. —25. mai n.k. Mót þetta átti aff fara fram s.l. hlaust á Fil- ippseyjum, en stjúrnarvöld þar í landi eyffulögffu þau áform meff því aff neita júgóslav- nesku þátttakendunum um keppnisleyfi. Alþjóðasam- bandið hefur í refsingarskyni ákveðiff aff útiloka Filippseyj- ar frá þátttöku í körfuknatt- leikskeppni næstu oplympíu- leika. Handknattleikur kvenna á lágu stigi um |*essar mun^ir Kvennakeppnin á íslandsmótinu Handknattleikur kvenna er um þessar mund- ir á fremur lágu stigi hjá okkur og fer þeim félögum fækkandi sem treysta sér til að senda flokk til keppni. Er mjög slæmt til þess að vita, því að á næsta ári verður haldið hér Norðurlandameist- aramót kvenna í handknattleík. Víst má jú tína út 11 stúlkur Stirling Moss er fræg- asta kappaksturshetja Bretlands. Hann varð fyrir alvarlegu slysi um páskana í fyrra, er bíl hans hvolfdi í keppni. Hann fótbrotnaði, axl- arbrotnaði og hlaut vont höfuðkúpubrot. Margir töldu að Moss myndi ekki lifa þetta áfall af, og eng- um datt í hug að hann gæti orðið keppnisfær á ný. Nú er hann nær því alheill orðinn og hefur í heitingum um að fara beint út á kappakstursbrautina þegar hann losnar af hjúkrun- arheimilinu. Við hinn mikla höfuðáverka missti hann minn- ið að nokkru leyti. M. a. man hann ekkert af því sem skeði í keppninni þegar slysið vildi til. Nú hafa læknar gripið til þess ráðs að rnota dáleiðslu fi! að reyna að hressa upp é minni kappakstursmannsins. Lækr- ingatilraun bessi er enn ekki hafin, en þess er beðið með eftirvaentingu hvem árangur sem geta myndað sæmilegt hð en þar með er allt upp talið. Breiddin er ekki meiri en það. Ýmsar ástæður eru þess vald- andi að kvenfólk á erfiðara Stirling Moss. þessi nýstárlega lækningaaðferð muni bera. Myndin er tekin af Moss á sjúkrahúsinu, þar sem hann iét sér vaxa skegg í leiðindum sín- um. með að stunda íþróttina til lengdar en karlmennirnir og þar af leiðandi er oft erfitt sð halda heilu liði saman. En við þessu er víst ekkert hægt i'ð gera því að öll mál hafa sinn gang og þar af leiðandi ræður ekkert félag gerðum Amors. Meistaraflokkur kvenna Yfirleitt voru leikimir í M.fl. kvenna fremur jafnir, en ekki gátu þeir talizt skemmtilegir. Góðir leikkaflar eða skipulögð áhlaup sáust afar sjaldan en góð tilþrif sáust hjá einstaka stúlku. En einstaklingsframtaK- ið dugar ekki í flokkakeppni, þar verða hlekkirnir að mynda keðjuna, öðruvísi er ekki hægt að skapa gott lið. Þetta er galdurinn sem hver þjálfari ætti að reyna að leysa, því fyrr því betra. Ármanns-stúlkumar tóku strax forustuna gegn Val cg það svo að um munaði 6:1 en eftir það jafnaðist leikurinn c-n Ármanns-stúlkumar misstu þó aldrei tökin á leiknum og sigr- uðu verðskuldað 10:6. Breiða- blik hafði lengst af yfir gegn Fram, en undir lokin tóku Fram- stúlkumar við forustunni og sigruðu með eins marks mun 9:8. Verður þessi frammistaða Kópavogs-stúlknanna að telj- ast mjög góð því að í fyrra léku þær í 2. deild og sigruöu eins og menn muna. Þá áttu þær á að skipa markahæstu stúlkunni í 2. deild, Kristínu Harðardóttur, en hún hefur nu yfirgefið kaupstaðinn og dvelur í öðrum landshluta. FH og Víkingur mættust i þriðja leiknum og sigruðu Hafn- firðingarnir með 11 mörkum gegn 8. 3. fl. karla (B) Ennfremur fóru fram þrír leikir í 3. fl. k. B. Jafnasli leikurinn bar var á milli Fram og Vals og átti Valur meira í leiknum, en tveir piltar fengu skotæði undir lokin og virkaði það aftur fyrir sig þannig að Fram sigraði með eins marxs mun 11:10. lR sigraði Ármann 14:5 og Víkingur Þrótt 21:10. H. Kappaksturshetja / dáleiðslukskningu Pétur Pun ú skuutum Heimsmet jafnað PERTH 12/1. — Ástralska stúlkan Margaret Burvill jafn- aði í dag heimsmetið í 200 m. hlaupi kvenna á íþróttamóti í Perth í Ástralíu. Tíminn var 23.3 sek. en það er sami tími og Betty Culberts náði í marz- mánuði 1960. BJARNI BEN. ANDVÍGUR HNEFALEIKUM STOKKHÓLMI 16/1. — Sam- eiginleg dómsmálanefnd Norð- urlanda er á fundi í Stokk- hólmi um þessar mundir. 1 gær ræddu nefndarmenn um bann við atvinnu-hnefaleikum á Norðurlöndum en urðu ekki sammála. Fundinn munu sitja samtals 8 fulltrúar, og er sam- kundan nefnd dómsmálanefnd Norðurlandaráðs. Fyrir hönd ríkisstjórnar Islands mun Bjami Benediktsson dómsmála- ráðherra sitja fundinn. Af þessum 8 fulltrúum munu aðeins fjórir hafa stutt tillögu um bann við hnefaleikum á Norðurlöndum. Voru bað tveir norskir fulltrúar, einn sænsk- ur og svo íslenzki fulltrúinn. Hinir fjórir fulltrúamir studdu ekki tillöguna. Flest börn munu lcannast við litla strákinn Pétur Pan, sem aldrei varð stór. Um jólin var sýnt í London Icikritið Pétur Pan á skautum, og var sýniag- in á Wembley-skautasvellinu. FRANKFURT — Olympíuncfud Vestur-Þýzkalands hefur á fundi sínum um sígustu helgi samþykkt að hakla fast við þá skoðun, að aðeins eitt þýzkt lið taki þátt í næstu olympíu- leikjum, bæöi vetrar- og sum- arleikjunum. Willi Daume, forseti vestur- þýzku olympíunefndarinnar, hafði áður samþykkt, að tvo þýzk lið, bæði frá Austur- og Vestur-Þýzkalandi, skuli taKa þátt í olympíuleikunum. Gerðist þetta á fundi í Lausanne (Sviss) fyrir skömmu, en hann sátu formaður austurbýzku olymp- íunefndarinnar. Á þessum fundi náðist samkomulag milli aust- urþýzka og vesburþýzka fuil- Jacqueline de Bicf lék Pétur Pan. Hún er 32 ára gömul og var eitt sinn hcimsmeistari i listdansi kvenna á skautum. Myndin er af henni í hlut- verki Péturs Pan. trúans um að þýzku ríkin skyldu hvort um sig koma með sérstakt lið til keppni, en þau skyldu hafa sameiginlegan fána. Otto Mayer, framkvæmdastjóri Alþjóða-olympíunefndarinnar, bar fram tillöguna um þœsa skipan mála, og báðir þýz-tu fulltrúarnir samþykktu hana. Nú virðist vesturþýzka ol- ympíunefndin ætla að ómerkja samþykkt fulltrúa síns. Má bú- ast við að nú upphefjist nýjar og ákafar deilur um málið. Það kemur fyrir fund framkvæmda- nefndar Alþjóða-olympíunefnd- arinnar, sem haldinn verður í Lausanne 8. febrúar n.k. Vitað er að nefndarfulltrúar haía skiptar skoðanir um málið. Deilurnar harðna á ný í Þýzkalandi: olympíuleikanna Fyrsta glímukeppni vetrarins fyrsta feL*«ar n Skjaldarglíma Armanns verð- ur háð í íþróitahúsinu á Há- logalandi ffístudagskvöldið 1. febrúar n.k. Þetta cr 51. skjalil- arglíman, cn sú fyrsta fór frarn árið 1908, Kcppni féll miður a árum fyrri heimsstyrjaldarion- ar. Skjaldarelíma Ármanns -’r eitt elzta íþróttamót landsins, og hefur skjaldarglíman jafnan vakið mikla athygli og áhuga. 50. skjaldarglímuna, sem náð var fyrir ári, héldu Ármenn- ingar hátíðlega í tilefni afmæl- isins. Gáf Glímudeild Ármanns út vandað afmælisrit um glímu og allir núlifandi skjaldarhaf- ar voru heiðraðir sérstaklega, en þeir eru 19 að tölu. Þrir í-ktaldarhafai eru látnir. Sigarvegari í fyrra var Trausti Ölafsson, Ármanni. 1 skjaldarglímunni 1961 sigraði Kristmundur Guðmundsson, Ármanni, og má búast við að báðir þessir kappar verði með keppninni í ár. Þátttökutilkynningum í skjaldarglímuna ber að skila lil formanns Glímudeildar A'- manns, Harðar Gunnarssonur, Múla við Suðurlandsbraut fyr- ir 23. þ. m. Þetta verður íyrsta glímumót vetrarins. Flokkagtímu Reykja- víkur, sem venjulega er háð í desember. var frestað þar lil i apríl n.k. « » * k f t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.