Þjóðviljinn - 12.11.1942, Page 1

Þjóðviljinn - 12.11.1942, Page 1
7. árgangur. Fímmtudagur 12. nóv. 1942. lt>7. lólublad. Darlan $efur fyrírskipun um ad haefta mófspyrnunnL — Bandarískur og brezkur her sækír hratf inn í Tiinís Franski nýlenduherinn í Norður-Afríku hefur hætt allri mótspyrnu gegn Bandamannaherjunum, samkvæmt fyrirskipun frá Darlan flotaforingja, að undangengnum samningum við hershöfðingja Bandaríkjahersins. Vopna- viðskipti í Marokkó og Algier hættu kl. 8 í gærmorgun. Bandarískur og brezkur her sækir hratt inn í Túnis, en þangað hefur fasistum tekizt að flytja nokkurt lið, loftleiðis, frá Sikiley. Eftir þriggja sólarhringa hernaðaraðgerðir eru því Marokkó og Algier á valdi Bandamanna, en við það ger- breytist hernaðaraðstaðan við Miðjarðarhaf. í í'yrirskipun Darlans til iranska nýlenduhersins urn aö hætta vörninni segii-, aö Frakk ar hafi staöiö viö skuldbind- ingar sínar um aö verja ný- lendurnar, en frckara blóöbaö sé þýöingarlaust. Nokkru áöur en tilkynning- in um aö hernaöaraögeröum skyldi hætt var gefin, barst íregn um aö Bandaríkjaherinn heföi brotizt inn í fiotahöfnina Casablanca á Atlanzhaís- strönd Marokkó, og náö henni á vald sitt. Bandaríkjamenn og Frakk- ar hafa þegar skipzt á öllmn stríösföngum og stjórn ný- lendnamia veröur áfram í höndum frönsku yfirvaldanna um allt þaö, er ekki snertir hernaöarmál. Pðzkur oi italsður ler lekir allt Soður-Frahklaid 09 Korslko Franski flofínn farínn frá Toulon Mótleikur Hitlers við innrás Bandaríkjahersins í l'rönsku Norður-Afríkunýlendurnar er nú kunnur orðinn. Þýzkur og ítalskur her tók að streyma inn í hinn óliernumda hluta Frakklands í fyrrinótt. Var hvergi mótspyrna veitt, svo vitað sé, og mun liernámi mikils hluta landsins, svo og Korsíku, vera lokið. .Hitler ávarpaði l'rönsku þjóðina í gærmorgun og afsakaði innrásina með því, 'að Bandaríkjamenn og Bretar hýggi á innrás í Suður-Frakkland og Korsíku, og hafi því þýzka hemum verið 1 fyrirskipað að vernda landið. Pétain-stjórnin mundi njóta sama , frelsis og hingað til. Tíðindi þessi hal'a haft mikil áhrií í frönsku nýlendunum í ' Norður-Afríku, og er jaínvel talið að Frakkar muni lítt hirða um vöm gegn Bandamönnum úr því sem komið er. i Þjóðverjar tilkyimtu í gær, að þýzkt herlið hafi verið sent tii Túnis í flugvélum, og muni verja landið ásamt franska hern inn. Jafnframt skýrðu Þjóðverj- ar svo frá, að Bandaríkjaher hafi ráðist á Túnis í gærmorgun. Þýzkur og ítalskur her var þegar í gærkvöld kominn til allra helztu borga Suöur- Frakklands, þar á meóal til Nizza og' Toulon. ítalskur her hefur einnig ráöizt inn í Sav- oyenhéraöið. Franski flotinn, sem iegiö hefur í herskipahöfninni Tou- lon, er sagðux farinn þaöan á- leiðis til Korsíku. ítalir settu í gær her á land nyrzt á Kor- síku, í Bastía. Lcggur mcgináhcrzlu á að efla vcrklýdsfclögín og Alþýdusamb. Á fundi þeim, sem verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði hélt til þess að kjósa fulltrúa á Alþýðusam- bandsþingið samþykkti félagið eftirfarandi: „Fundur haldinn í verkamanuafélaginu Þrótti, þriðjudaginn 6. okt. 1942, lýsir sig sammála einingarstefnuskrá Dagsbrúnar og telur það sjálfsagðan hlut, að verkamannafélagið Hlíf í Hafn- ' arfirði verði tekið í Alþýðusambandið án allra skilyrða nema þeirra, sem lög sambandsins ákveða. Ennfremur að verkalýðs- félögin á Akureyri verði sameinuð tafarlaust og öllum verka- mönnum þar heimiluð innganga í félagið. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir rekstri Alþýðusambands- ins undanfarið og þá sérstaklega yfir málum þeim, sem samband- ið hefur tekið að sér að reka fyrir Þrótt, en ekkert virðist ganga með. % Fundurinn telur líklegt, að atvinnurekendur muni á næstu tímum gera liarðvítugar árásir á kjör verkalýðsins og reyna að taka til baka þær margvíslegu kjarabætur, sem unnizt liafa og því beri að leggja sérstaka áherzlu á, að styrkja og efla VERKALÝÐSFÉLÖGIN og ALÞÝÐUSAMBANDIÐ. — FUND- URINN FELUR ÞVÍ FULLTRÚUM SÍNUM Á KOMANDI SAMBANDSÞINGI, að vinna eftir þessum sjónarmiðum í einu og öllu og kjósa aðeins þá inenn í sambandsstjórn, sem vissa er fyrir að vinni að eflingu og einingu verkalýðssamtakanna á þeim grundvelli, sem hér að framan er lýst“. Öllunt áhlaupum fas- istaherjanna á austur- vígstöðvunum hrundið I hernaðartilkynningunni írá Moskva á miðnætti segir, að barizt haíi vcrið i Stalín- grad, norðaustur af Túapsc og suðaustur af Naltsik, en það eru sömu bardagasvæöin sem nú alllengi hafa verið nefnd í tilkynningum beggja liernaðaraðila. NorÖvestur aí' borginni hef- ur rauöi herinn unniö á, og viö Naltsílc hafa Þjóöverjar og Rúmenar neyözt til aö hörfa úr nokkrum stöövum. Nefnd til ad rann- saba síjórn sild- arvcrksmíðja rikísins Flestum mun ‘kimnugt vera um hina megnu óánægju sem ríkti s. 1. sumar með sljórn Síldarvcrksmiðja ríkís- ins bæði meðal sjómanna og útgerðarmanna. Verður nú skipuð nefnd til þess að rannsaka stjórn og rekstur sUdarverksmiðju ríkis- ins. Hafa þegar tveir aðilar skip- aö fulltrúa sína í rannsóknar- Framh. á 4. síðu. Gjafír chkjunnar. , Alþýðan vill hefja söfnun fyrir alþýðu Sovétríkjanna. .7. nóvember, á 25 ára af- mæli rússnesku byltingar- innar, sendi fátæk ekkja hér í bæ 10 krónur að gjöf til Sós- íalistaflokksins, í tilefni dags- ins. 10 krónur eru miklir pen- ingar, þegar miðað er við það litla fé, sem fátækar ekkjur hafa úr að spila. Bak við hug- ulsemi þá, sem þessari gjöf ræður, býr fórnarlund, sem al mennur er nú orðinn hjá ís- lenzkri alþýðu. Það fer því vel á því, að strax og hafist verði handa um söfnun fyrir Sovétríkin, þá verði þessi eyrir ekkj- unnar lagður í þann sjóð. Og við skulum vona að Sósíalista flokkurinn þurfi ekki að geyma gjöfina þá lengi. Churchíll: „Það mun margt gerast næstu daga'h Winston Churcliill hélt ræðu í gær, er brezka þingið kom saman til fundar, og ræddi styrjaldarmálin. „Þaö mun margt gerast næstu daga”, sagði forsætis ráðherrann og lýsti yfir því að tilgangur Bandamanna með sókninni i Norður-Afriku væri sá að afla sér árásarað- stöðu gegn fasistaherjunum í Evxójm, einkum mættu ítalir gera ráð fyrir því að finna meira til ógna styrjaldarinnar hér eftir en hingað til. Baráttan í Egyftalandi heí- ur oröiö aö stórsigri fyrir Breta, sagöi Churchill og ver'ö ur kirkjuklukkum hringt um allt England næsta sunnudag af tileíni sigursins. Fasistaherirnir í Egiftalandi hafa misst 59 þúsund manns, 500 skriðdreka og um 1000 fallbyssur. Bretar hafa misst 13600 manns. Laval á nýrri Mönchenráðstefnu! Kunnugt er nú orðið, að Laval fór til Miinchen, á fund Hitlers, von Ribbentrops og Ciano greifa. Laval kom til Vichy í gær- kvöld og boöaö'i þegar til ráðu neytisíundar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.