Dagur - 10.12.1994, Side 8

Dagur - 10.12.1994, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 10. desember 1994 SKÓLALÍF Einu sinni á ári er haldinn sérstakur íþróttadagur fyrir nemendur 8., 9. og 10. bekkjar. Nú í vetur var hann haldinn þann 24. nóvember. Margt var um manninn þegar skemmtunin byrjaði klukkan níu. Fyrst kepptu tíundubekkingar á móti kennurum í blaki. Kennaramir möluðu tíundubekkinga í báðum lotunum. Fagnaðarlæti voru því lítil í þetta skiptið. Kennarar og tíundu- bckkingar kepptu líka í fótbolta. Það var spennandi leikur í byrjun, kennarar klúðruðu mörgum góðum fæmm en að fimm mínútum liðnum skoruðu tíundubekkingar og leikur- inn endaði 4-0 fyrir nemendur. Næst var ratleikur og var liðum kynjaskipt í hverri deild frá 8.-10. bekk og voru liðin alls fimmtán. Ratleikurinn var mjög skemmtileg- ur, hart barist. Settar höfðu verið upp átta stöðvar út um allan bæ, þar vom mis erfiðar spumingar. Næst flýttu allir sér upp í sundlaug að horfa á boðsundskeppni sem níundi bekkur vann. Nú voru úrslitin í rat- leiknum tilkynnt, fjögur lið unnu, eitt þeirra var skipað kennurum og svo var eitt sigurliðanna 8. bekkur í 4. stofu, stelpur. Því miður voru engin verðlaun. Næst var blakmót. A þaö komu lið frá Stórutjamaskóla og Hafra- lækjarskóla til að keppa vió Borgar- hólsskóla, margir spennandi leikir. Spuming dassins: Spurt í Kaupfélagi Þingeyinga Hvaða geisladiskur heldur þú að verði söluhœstur um jólin? Halldóra Harðardóttir: „Safndiskur Björgvins Halldórs- sonar, Þó líói ár og öld.“ Birna Dögg Magnúsdóttir: „Þrír heimar með Bubba.“ Jóhanna Jónsdóttir: „Safndiskur Björgvins Halldórs- sonar.“ Kristbjörg Gunnarsdóttir: „Safndiskur Björgvins Halldórs- sonar.“ Elín Jónasdóttir: „Aðvitað þrír heimar með Bubba.“ Fullt nafn: Aóalsteinn Sigurkarlsson Fæóingardagur og ár: 14. apríl 1979 Uppáhalds íþrótt: Fótbolti Uppáhalds íþróttamaður: Romario Uppáhalds sokkar: Brúnu skokkarnir mínir. Uppáhalds söngvari: Eg í sturtu. Uppáhaids lcikari: Orn Arnason. Besta kvikmynd: Speed. Besta bók: Pele. Besti matur: Pizza. Besti staður: Húsavík. Besti vinur: Stebbi. Uppáhalds máltæki: „Margur er knár þótt hann sé smár.“ Hvert mundir þú vilja l’ara ef þú færir til útlanda? „Mallorka.“ Elfa, Harpa og Silla, 8. bekk. Blaðamenn, Jóhanna Gísladóttir og Kristjana M. Kristjánsdóttir. Þaó er stundum kalt á íslandi og snjór, en þaö er fallegt á sumrin. Græn laufin á trjánum og græn grösin. Klettarnir með mosa. Runnarnir grænir. Þetta er allt fal- legt. Island er með hreinum lækjum. Það er oft rigning og blautt og aft- ur blautt, en stundum er gott veð- ur, stundum vont og stundum er slydda. Elvar Stefánsson, 3. bekk. Keldan er félagsmiðstöð á Húsa- vík. Hún er aðallega fyrir þá sem eru í 8., 9. og 10. bekk og er opin þrisvar í viku. Diskótek eru haldin á þriggja vikna fresti. I Keldunni er m.a. borðtennisborð, tölvur, poolborð og oft eru sýndar myndbands- spólur. Keldan stendur fyrir alls- konar starfsemi allan veturinn t.d. námskciðum og klúbbum. Stundum eru famar „óvissufcrð- ir.“ Annað hvert laugardagskvöld er Keldan opin sérstaklega fyrir þá sem cru í tíu bekk og eldri. Særún. Brátt líður að jólum börnin hlakka til labba heim úr skólanum og koma inn í yl. Herdís Austfjörð Óladóttir, 3. bekk. Eg er vinur þinn og þú ert vinur minn því við kynntumst í gœr Jóna Dagmar Hólmfríðardóttir, 3. bekk. Ejör í Keldunni á Húsavík.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.