Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1986, Blaðsíða 13
13 DV. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986. Neytendur Neytendur Neytendur kílóið á rúmlega 200 kr. á meðan lambalæri kostar allt upp í 370 kr. MEGRUNARFÆÐIA ÚTSÖLU — kjúklingar á rúmlega 200 kr. kg á meðan lambalærið kostar370 kr. kg „Það er ekki síst fyrir skrif neyt- endasíðunnar um megrun undan- farið sem við efnum til þessarar kjúklingaútsölu en eins og bent hef- ur verið á á neytendasíðunni eru kjúklingar einmitt tilvalin megr- unarfæða," sagði Alfreð Jóhannsson, framkvæmdstjóri ísfugls i Mosfells- sveit, í samtali við DV. Isfugl efnir nú til útsölu á öllum sínum kjúklingum en hjá fyrirtæk- inu er nú rekin mikil kjötvinnsla. Þar er t.d. búinn til hinn sívinsæli helgarkjúklingur, kjúllettur og fleiri réttir úr kjúklingakjöti sem eru til- búnir í ofninn eða á pönnuna. Kjúklingaútsalan stendur fram að mánaðamótum og þann tíma kosta kjúklingar rúmlega 200 kr. kg á meðan frosið lambalæri kostar um 370 kr. kg út úr búð. ísfugl hefur nú tekið í notkun nýuppgert húsnæði í Mosfellssveit þar sem ætlunin er að öll kjötvinnsla verði í framtíðinni. Þar með hefur kjötvinnslan flutt úr rétt um 30 fer- metra húsnæði í 250 fermetra vinnslusal. Nýja húsnæðið stendur við Urðarholt eða í fyrirhuguðum miðbæ Mosfellssveitar, skammt frá verslunni Kjörvali. Þar verða einnig skrifstofur fyrirtækisins og sölu- starfsemi auk frystigeymslna. Með þessu nýja húsnæði hefur Isfugl tvöfaldað húsnæði sitt og hefur nú til umráða um 1500 fermetra á þess- um tveimur stöðum. Gífurlegur uppgangur hefur verið á kjúklingasölunni hjá ísfugli. Á sl. ári var slátrað yfir hálfri milljón fugla hjá fyrirtækinu. -A.Bj. I hinum nýja vinnslusal fyrirtækisins fer nú öll kjötvinnslan fram og er nú í 250 fermetra húsnæði en hafði áður 30 DV-mynd GVA fermetra rými. TÖLVUTIPP Öllum áhugamönnum um getraunir er boðiö að koma í félagsheimili Fylkis í Árbæjarhverfi í kvöld klukkan 20.00 og kynna sér tölvutipp. Sérfræðingar leiðbeina. Getraunastjórn Fylkis. Vinnumiðlun starfsmanna Hafskipshf. Atvinnurekendur, fyrrverandi starfsmenn Hafskips, nýtið ykkur milligönguna. Nú stendur lokaátakið yfir. Hafið samband. Vinnumiðlunin Síðumúla 33 Sími 68 53 20 Á THBOÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.