Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 44

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 44
Þátttakendurá 14. samnorrænu ráðstefnu bókasafnsfræðinema. 3. Hvernig hafa mismunandi safnategundir brugðist við breyttum aðstæðum? 4. Bætt þjónusta í krafti þjónustugjalds. 5. Nýjar upplýsingalindir. 6. Siðfræðin á bak við bókasafnsþjónustu. 7. Er stéttaskipting vegna upplýsingaflæðis? 8. Bókasafnsfræðingar - hvað eru þeir? Um kvöldið var kvöldvaka á Hallveigarstöðum þar sem margt var sér til gamans gert. Sunnudagurinn var notaður til að kynna niðurstöður hópanna. Þá kom í ljós að oft höfðu verið vandræði með að skilgreina hugtök og að menn lögðu í þau mismunandi merkingu. Einn hópur reyndist orðlaus og setti í staðinn upp bráðskemmtilegan látbragðsleik. Eftir hádegið voru almennar umræður og fyrirspurnir. Helstu niðurstöður eftir umræður voru að fara mætti mismunandi leiðir til gjaldtöku eftir safnategundum, einnig var mikið rætt um vanmat samfélagsins á vinnuframlagi og menntun bóka- safnsfræðinga og um það hvernig þeir gætu sannað að hæfni þcirra er oft meiri en tölvukarlanna sem eru að gera það gott á frjálsum markaði. Allir voru sammála um mikilvægi siðfræði. Skiptar skoðanir voru um hvort nauð- synlegt væri að skilgreina siðfræði út frá starfsgrein, hvort almenn siðfræði dygði ekki til. Hluta af hópnum fannst nauðsynlegt að setja fram siðfræðireglur til að renna stoðum undir bókasafnsfræðina sem starfsgrein. Einnig kom fram sú skoðun að mismunandi siðfræðireglur giltu eftir því um hvaða safnategund væri að ræða, til dæmis hvað varðar upplýsingaþjónustu. Lokaatriði ráðstefnunnar var að setja fram gagnrýni á það hvernig til hefði tekist og ákveða næsta fundarstað sem verður Kaupmannahöfn. Ráðstefnunni var slitið formlega síðdegis. Samt var ekki öllu lokið því að um kvöldið borðuðu allir saman í Risinu við Hverfisgötu og skemmtu sér fram á nótt. Lokaorð Allur undirbúningur og ráðstefnan sjálf gekk vel. Aðstaðan í Odda vakti hrifningu þátttakenda, þó þótti þeim skrítið að við nemar ættum ekki sérherbergi í húsinu fyrir félagsstarfið. Markmið samnorrænnar ráðstefnu bókasafnsfræði- nema er í fyrsta lagi að efla tengsl á milli bókavarðaskól- anna á Norðurlöndunum og í öðru lagi að virkja nema til faglegrar umræðu um námið og fagið. Gildi ráðstefnuhalds fyrir nema er margþætt. Þeim gefst kostur á að öðlast reynslu af ráðstefnuhaldi, bæði sem þátttakendur og skipuleggjendur. Á ráðstefnum fara fram bein skoðanaskipti milli nema, þar sem ólíkar skoðanir og áherslur koma fram. Við kynnumst öðrum bókasafnsfræðinemum, fólki sem við eigum væntanlega eftir að hitta á öðrum norrænum ráðstefnum. Síðast en ekki síst eykur ráðstefnan gildi námsgreinarinnar, bæði í hugum okkar og annarra. fslensku nemarnir sem stóðu að ráðstefnunni eru allir sammála um að þessi reynsla hafi verið á við heils árs nám. Að lokum viljum við nota tækifærið og þakka öllum þeim sem studdu okkur fjárhagslega eða á annan hátt í að gera þessa ráðstefnu að veruleika. SUMMARY Nordic conference oflibrary science students The Association of Students in Library and Information Science at thc University of Iccland hosted the annual Nordic conference of library science students in Reykjavík in October 1989. Thc main themc of the conference was ethical questions concerning libraries and librarians. The topic was first presented in lcctures which were later followcd by group discussions. The report describes the preparations for the conference, the actual program as well as the conclusions drawn by the hosts. 44 BÓKASAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.