Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 71

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 71
231 en »krossinn« til þess, að snúa við blaðinu og gjörast hin örgustu kon- ungsþý. f’arna er líka þegnskylduvísan og gaddavírsvlsan, sem allir kunna, og fleiri góðar og skemtilegar stökur. Smástökurnar lætur honum bezt að yrkja, eins og fleiri íslendingum. En því í dauðanum lætur hann prenta vísu eins og þetta: xÞú mátt góla’ og gelta’ að sólu, gamli Snati, en úr þér tennur einhver brýtur, ef þú menn til skaða bítur« ? Ég tel þó sjálfsagt að hann hafi kunnað gamla húsganginn: »Bósi geltu, Bósi minn«. Þá koma söngvísur. f’ar eru margir gamlir kunningjar, t. d. »Við flýtum nú för«, »Nú yfir heiði háa« o. fl.; flest létt og laglega kveðið. Sama má segja um þýðingar þær, er í bókinni eru. Tækifæriskvæðin eru lakari. í’ó verður þess vart, þar eins og annarstaðar, hve frjálsar og heilbrigðar skoðanir höf. hefir á mörgu. Hann hatar yfirgang og ódrengskap, en vill frelsi og jafnrétti. Páll Jónsson er ekki frumlegri, eða snjallari að kveða, en margir aðrir. f’að er hinum fyrtöldu hæfi- leikum hans að þakka, að honum er skipandi á bekk meðal hinna betri alþýðuskálda vorra. A. B. TVÍSTIRNIÐ. Útgefendur: Jónas Gublaugsson og Sig. Sigurbsson. Rvík 1906. Efnilegri og tilþrifameiri kvæði eftir tvo unga íslendinga en ljóðin í þessari litlu syrpu höfum vér sjaldan lesið. Reyndar eru þeir ekki enn orðnir Díoskúrar, Castor og Pollux, tvístirni, en þeir geta orðið það, með tímanum. Er hreinn óþarfi að vera að malda í móinn út af því, að kverið er kallað tvístirni. f’að er betra að reyna að setja sjálfan sig á bláan himinbogann, en að vera að pukra yfir maurunum. Náttúrulýsingar Jónasar eru eins og nafni hans Jónas Hallgrímsson væri kominn aftur og farinn að yrkja; form og innihald jafnfagurt: Fjallahringur hár og fagur, hvar sem lít ég, blasir móti; eins og þursar steini steyptir standi upp úr sævarróti. Djúp er kyrð og yfir öllu á hinn blíði friður ríki, er sem hræddur haldi anda hópur þursa í fjallalíki. Hér er lýsingunni haldið alla leið með snild. Aftur má segja um ástarkvæði hans »Svava«, að það er »Hein- eskt« að efni og formi, eitt af hinum óteljandi kvæðum í heiminum, sem gegnum marga milliliði eiga rót sína að rekja til Heine. f’rátt fyrir það er það alt eins frumlegt frá hugskoti höfundar: Og brosir þú bara lítið, sem fangi um alla æfi, þá brenn ég af heitri þrá: þér einni að dvelja hjá. »Nóttin langa« eftir Sigurð Sigurðsson, um mann, sem hrapaði, er tilþrifamikið kvæði, og »Hraunteigur« er Ijómandi kvæði: > Nóttin er hljóð sem í helgum reit. — Heklu sem gereyddi sveit við sveit, krýpur alt land í lotning;

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.