Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Side 56

Eimreiðin - 01.09.1906, Side 56
2IÓ svo vel sem mögulegt er. Maður, sem aldrei hristir höfuð yfir hlutunum né segir: »þetta er ómögulegt*, gengur vanalega sigri hrósandi af hólmi við þá erfiðleika, er hann hefir átt við að stríða. Hann sigrar af því hann reynir. Hinn, sem aftur á móti segir strax og til starfsins kemur íþetta er ómögulegt«, og leggur hendur í skaut með þeirri hugsun og þeim ummælum, getur engu nýtu til leiðar komið. Enginn, sem mikilvægt starf eða fyrirtæki hefir með höndum, skyldi leita ráða hjá svartsýnismanninum, sem efinn, vantraustið og deyfðin torvelda alla hluti, heldur hjá hinum bjartsýna, þeim manni, er opin augu hefir fyrir bæði því, sem með og móti mælir, sem leggur niður fyrir sér kostnað og ábata, og sem hefir reynt þann sannleik, að »sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær«. Hinir miklu prédikarar og rithöfundar Emersón, Beecher, Lowell, Whittier — öll þessi mikilmenni eru bjartsýnismenn. Mestu skörungar í iðnaðar-, verzlunar og hagfræðismálum eru og bjartsýnismenn. Carnegie, Frick, Harriman, Field, Hill, Schwab, Rockefeller eru allir bjartsýnismenn, og marga fleiri slíka mætti telja hér upp. Enginn þessara manna hefði orðið það, sem hann nú er, ef hann hefði haft svartsýnar skoðanir. Pað er bjartsýnin, sem hefir blásið þeim í brjóst þreki og starfshygni, til að takast á hendur viðurhlutamikil verk í nefndum greinum, og leysa þau af hendi með sérlega miklum og góðum árangri. Traustið á forsjónina, traustið á þeirra eigin dómgreind, og hugrekki til að framkvæma ákvæði hennar, hafa verið aðal lyndis- einkennin, sem hafa smám saman flutt þá þrep af þrepi upp eftir stiga hamingjunnar. Líf slíkra manna eru hugvekjur, sem hver einasti maður hefir gott af að kynna sér og hafa til hliðsjónar í baráttunni fyrir sínu eigin lífi. Undir hverjum fánanum viltu hefja lífsbaráttuna? Hvort heldur undir hinum hangandi fána rýrnunarinnar, ættleraskaparins og ómögulegleikans, eða undir hinu blævakta fylkingarmerki áræðis- ins, framsóknarinnar og fullkomnunarinnar? (»LÖGBERG«).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.