Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Side 12

Eimreiðin - 01.09.1906, Side 12
líkamann og kemba hárið upp úr steinolíu eða súblímatvatni má útryðja allri lús af heimilinu. Árlega er eytt þúsundum króna til útrýmingar fjárkláðanum og alt sauðfé á landinu er baðað, en lúsin er látin í friði, og væri þó unt á einum eða tveim dögum að útrýma allri lús úr landinu, ef samtök væru með mönnum. Lúsin er þjóðarskömm og þó hún sé íslenzk, er bit hennar ósómi. Hvað eftir annað kvarta útlend- ingar undan lúsamergðinni á íslandi, skrifa um það heillanga pistla og verða með því þess valdandi, að almenningur í útlöndum skipar íslendingum á bekk með Skrælingjum og öðrum óþrifa- kindum. Peir landar, sem ferðast hafa í útlöndum, munu líkt og ég oftlega hafa rekið sig á þetta. Allir læknar á íslandi munu kannast við, að engum sóttnæmum sjúkdómi hafi þeir jafnoft sýkst af og lúsum; eina bótin, að unt er að lækna þann skolla. Eg hef heyrt háseta og farþega á strandferðaskipunum heima kvarta sáran yfir lúsinni, og ég hef sjálfur sannfærst um, að kvart- anir þéirra eru á réttum rökum bygðar. Eg svaf í káetu á skipinu »Hólar« milli tveggja hafna á Norðurlandi. Allur þessi ófögnuður kemur af rótgrónum sóðaskap, sem aftur er að kenna gömlum vana, trassafengni og leti. Menn eru orðnir svo vanir lúsinni, að hún er skoðuð sem meinleysisgrey, á meðan hún ekki bítur alt of fast. Pá fyrst er hún sprengd — margra barna móðir. Alþýða manna þvær sér of sjaldan; böð eru næstum óþekt og ekki laust við, að menn fælist vatn. Rúmfatnaður og nærföt eru alt of sjaldan þvegin, viðruð og um þau skift. Engin furða, þó lúsin þrífist og verði langlíf í landinu. En eins og áður er getið, er svo margt annað ilt, sem fylgir óþrifnaðinum, að mér finst eigi óþarft að minnast á ýmsan sóðaskap og vöntun á hrein- læti heima á Fróni. Eg held ég þori að fullyrða, að íslendingar yfir.höfuð að tala láti sér nægja með þá laug, sem þeir fengu við fæðinguna og eyði svo aldri sínum, að líkami þeirra laugast eigi vatni, nema ef ef þeir af hendingu detta í ár eða vötn eða sjóinn, eða verða gegndrepa í rigningu. f’etta er sorgleg afturför frá því, sem áður var, er forfeður vorir lauguðu sig daglega og reistu sér vandaðar laugar eins og t. d. Snorralaug. Pað þekkja máske engir eins vel og læknarnir, sem láta fólkið afklæðast, hve illa það hirðir líkama sinn. Hörundið, sem leggur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.