Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.05.1925, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 26.05.1925, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN «-• «««■«*»«—»-♦-♦-» «■«« Kauptaxti. Verkamannafélag Siglufjarðar og atvinnurekehdur þar á staðnutn hafa samið um eftirfarandi kauptaxta, sem gildir i sumar: Fyrir Júnímánuð: Mínaðarkaup karla, án hlunninda kr. 250 00 Almenn dagvinna, fyrir klst. — 1.10 Skipa dagvinna _ _ — 1.20 Skipa eftirvinna — _ — 1.40 Aimenn eftirvinna — — — 130 Helgidagavinna við fisk — — — 1.40 Önnur helgidagavinna — — — 2 00 Kauptaxti frá 1 Júli til 1. Okt. 1925: Mínaðarkaup karla, án hlunninda kr. 275 00 Dagvinna fyrir kist. — 1.20 Eftirvinna — — — 1.40 Helgidagavinna — — — 2,00 Skipavinna á sama tíma: (Við affermingu á kolum og lausu salti þar til það er komið I hús, og vinna um borð í skipum og b&tum við upp- og útskipun.) Dagvinna fyrir klst. kr. 1.40 Eftirvinná — — — 160 Helgidagavinna — — — 2.00 Aths. Verkamenn á Siglufirði hafa beðið blaðið að geta þess, að þeir vonist fastlega eftir þvf, að þeir menn, sem leita atvinnu á Siglufirði i sumar, ráði sig ekki fyrir lægra kaup en ofanritaður kauptaxti sýnir. Einnig skora þeir á verkamenn, sem dvelja á Siglufirði yfir sumarið, að ganga f Verka- mannafélagið þar yfir þann tima sem þeir vinna þar. Vili Verkam. gefa þessu hvorutveggja sin bestu meðmæli og skora alvarlega á fólk að hætta að skaða sig með vitlausu undirboöi á vinnu 4 Siglufirði yfir sildveiðatimann. Súkkulade. Miklar birgðir nýkomnar. 12 teg:undir. Verð hvergi Iægra. Jdn Stefánssor). Strandg. 35. Hvað kennir afnám steinolíu- einkasölunnar oss? Það sýnir «tð þjóðnýting «r aldrei trygg meðan anðvaldið hefir rikÍBvald- ið i afnam hðndum. Það sannar að ekki er nóg að koma á rikisrekstri. SHkt er skammvínn meinabót meðan yfirráð togaraeigenda og stórkaap- manna standa óhöggað. Tíl þess að þjóðnýting komi að tilastluðam notum, þarf alþýðan ajálf að ná rfkisvaldinu f sfnar hendur. Alþýðustjórn er takmark- ið, sem að verður að stefna. Þá fyrst er hægt að framkvæma jafnaðarstefn- una á traustum grusdvelli. íhaldsstjórn stórgróðamannanna reýkvisku verður að hverfa, en verklýðs- og bændastjórn að koma f staðinn. K Innlendar fréttir. (Eftir Fréttastofunni.) »Þór« hefir nýskeð tekið þýskán togara við ólöglegar veiðar. M&lið f dómi. Islands Fa!k á leið til Rvfkur með dönsku iistaverkin, er þar á að sýna. 17 ára stúika frá Svfnahaga á Ægissfðu druknaði f Rangá. Getið til að hún hafi fallið f ána af hestbaki. Menn muna ekki eftír jafn góðn vori og nú á 8uðurlandsundtrlendinu sfðan 1913. Miitingar hafa borist til Aust- fjarða með norsku skipi. Fréttir frá útlöndum. (Eftir Fréttastofunni.) Hræðilegir jarðskjálftar á vestur- strönd Japan. Þrfr stórbæir brenna. Fregnir annars óljósar vegna sfma- bilana. Bandamenn ieyfa Zitu fyrverandi drotningu i Ungarn að setjast aftur að i landinu með börnum sfnum. Allur leynifélagsskapur bannaður með lögum f Róm. Vinnuteppan f Kaupmannaböfn helst. Samkomulag hefir ekki komist á. Byuerriðuneytið f Brussel farið frá. Tax borgarstjóri myndar stjórn. Trúlofun sfna birtu á Sunnudaginn var, ungfrú Nýbjörg Jakobsdóttir verslunarmær og Vigfús Friðriksson afgreiðsluraaður þessa blaðs. 57 bðrn voru fermd hér í kirkjunni á Uppstigningardag. Söngpróf Barnaskólans fór fram 30 April síðastl. f samkomuhúsi bæj- arins. Fyrst sungu þrfr neðstu bekkir hver fyrir sig, sfðan 4. og 5. báðir bekkir saman, 60—70 böm, og var unun að hlýSa á og sji hvað börnin bíru sig vel undir söngnnm, sem oft vantar á bjá fullorðnum söngmönnam, og er það kennaranum, Áskeli Snorra- syni, til stórsóma að hafa æft saman og stjórnað svo stórum barnaflokk jafn prýðilega. M. E. Brynjufundur annað kvðld kl. 8V2. Isa- foldarfundur á Föstudagskvöldið kl. 8'/2.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.