Óðinn - 01.11.1907, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.11.1907, Blaðsíða 3
Konungskoman að Arnarbæli 1907. Ó Ð I N N Drottinn er fylkir sínu ljósa liði: lifandi krafti, sigur, dýrð og friði ? 63 Tilefni þessa kvæðis er það, að frk. Katrín Ólafsdóttir prests Magnússonar í Arnarbæli and- aðist 23. ágúst í sumar, 18 ára gömul og mjög efnileg; hafði hún legið veik frá því i fyrra vetur. En konungur liafði gist með fylgdarliði sínu í Arnarbæli á austurleið frá Geysi og Þjórsárbrú skömmu áður. Minnistælt verður mörgum þetta sumar. Mikið um dýrðir. Konungur i Iandi. Ivonungi fylgdu glæsilegir gumar. Gleðskapur fólksins virlist óþrjótandi. Þetta er ni'i úli, þagnaður er glaumur; það oss á eftir finst sem liðinn draumur. Minnistætt sumar, — ýmsum fyrir annað. Enn þá var dauðinn bjer á ferð að vanda. Á bökkum ár, er konungslið var komið, kynfylgjur sáust þar til beggja handa: glaumur og harmur gengt hver öðrum stóðu; glcðin og sorgin tjölduðu lijá móðu. Ivomið er haustið, konungurinn farinn, konungurinn, er oss í sumar gisti. Horfinn er allur hefðarmanna skarinn. Hjer er þó enn hinn síðasti og fyrsti, konungurinn, sem engan yíirgefur. Enn segir hann: »Ei mær er dauð, en sefur«. Kalt er og myrkt í dauðans skuggadölum; dapurleg áfram streymir jarðlífs móða. Hlýtt er og bjart í himna-konungssölum, heim er hún komin þangað mærin góða. Hvílir nú broshýr ljúfa liljan bjarta við lifsins konungs milda föðurhjarta. Valdemar Briem. Þreyttur í náttstað konungurinn kemur. Kveldsólin skín á mjallahvítu tjöldin. . Hávaðaskvaldur geð liins þreytta gremur, glepjandi þykir honum mikli fjöldinn. Ivýs hann sjer værð í kyrru friðar ranni. Konungsins dauðans beið þar ungur svanni. Hógvær og mildur konungurinn kemur; kvalastríð dauðans feginn vildi’ hann sefa; megnar þó ekkert öðrum mönnum fremur, cigi nær vald hans lil þess frið að gefa. Festi r ha nn blund, — hann d rey mi r d r a u m þ un ga, dauðans um vald, er hrífur lííið unga. Strangur og harður konungurinn kemur, konungurinn, er sjerhvað jarðneskt lýtur. Sterkustu eikur afl hans niður lemur, ungliljan veik að jörð þá falla hlýtur. Blíðlega og rótt hún höfuð niöur hneigir, hæversk sig fyrir konungi þeim beygir. Ljúfur og blíður konungurinn kemur, konungurinn, sem dauðann yfirvinnur. Heljar úr greipum herfang dýrt hann nemur. Hver er þá sá, er ei til gleði finnur, Paö var 16. þ. m. og var þess minst með mikilli viðhöfn lijer í Rvík. Eirlíkneski af Jónasi, eftir Einar Jónsson myndasmið, var þá afhjúpað lijer, kl. 2 um daginn, og var fjöldi manna saman kominn við það tækifæri. Ræðu við afhjúpunina hjelt Bjarni Jónsson frá Vogi, en á undan lienni var sungið kvæði eftir Jón Olafsson með nýju lagi eftir Arna Thorsteinsson og á eftir ræðunni kvæði eftir Porstein Erlingsson með nýju lagi eftir Sigfús Einarsson. Kl. 6 um kvöldið skipuðu stúdentar sjer meðblys kringum likneskið og sungu ýms af kvæðum Jónasar. Samsæti fjölment var haldið um kvöldið og slóð frá kl. 8 til 2 um nóttina. Par mælti formaður Stú- dentafjelagsins, Sig. Eggerz kand. jur., fyrir minning Jónasar, en kvæði var sungið eftir Porstein Gíslason ritstj. Lesinn var þar og upp kvæðaflokkur um J. H. eftir Jónas Guðlaugsson. Fyrir þessu samsæti gekst Stúdentafjelagið. En í ýmsum öðrum fjelögum hjer í bænum var Jónasar minst þetta kvöld með ræðum og kvæðum, svo sem Iðnaðarmannafjelaginu, Verslunar- mannafjelaginu, Ungmennafjelaginu og Krl. fjel. ungra manna. Akureyrarbúar hjeldu og samkvæmi til minningar um Jónas sama kvöldið, og eins íslendingar í Khöfn. Par talaði H. Hafstein ráðherra fyrir minning Jónasar. En frjettablöðin hafa flntt svo ítarlegar fregnir af öllu þessu, að »Óðinn« þarf ekki að fjölyrða um það. Par á móti mun hann innan skams flytja mynd af lík- neskinu og ef tif vill fleiri myndir, er snerta Jónas Hallgrímsson, og verður þá þessa aldarafmælis ræki- legar minst,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.