Lögrétta


Lögrétta - 10.11.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.11.1919, Blaðsíða 1
Otgeíandí og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiSslu- og innheimtum.í ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti U. Talsími^sg. Nr. 46. Reykjavík 10. nóv. 1919. XIV. ár. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. —0—1 Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. ■ Úti um heim. Frá Síberíu og Rússlandi. I. Það er sagt, a'S af herföngum'þeim, sem Rússar tóku á stríösárunum, hafi nálægt 600 þús. veriö sendir til Siberíu. Flestir voru þeir frá Aust- nrríki og Ungverjalandi, en þó voru þar einnig með hópar af Þjóðverjum, Búlgurum og Tyrkjum. Meöal fang- anna frá Austurríki er talið að veriö hafi um 100 þús. Tjekkóslóvak'ar. I'eir voru, eins og kunnugt er, hlynt- ari Rússum og bandamönnum en mi'S- veldunum. Og er Bolsjevíkastriði'ö hófst i Síberíu, stóðu þeir meö rúss- nesku stjórninni, sem þá var, og mynduSu her, sem baröist gegn Bol- sjevíkastjórninni eftir að hún hafðt náö yfir tökunum heima i Rússlandi. Vorið 1918 voru aðalstöðvar þessa hers í Omsk, og svo var hann víðar meöfram Siberíujárnbrautinni og tók siðar bæSi Irkutsk og Vladivostok. Hann myndaöi þá um voriS fyrstu hvítflykkingastjórnina í Síberíu, meS aösetri í Omsk, en rauSsveitir Bolsje- víka óSu þá uppi víSa um landiS Omsk er í suðvesturhluta Siberíu, viö Irtisj-fljótiS, • þar sem járnbrautin bggur yfir þaS, og er borgin hjer um bil á sama breiddarstigi og Kaup- mannahöfn. Her Tjekkóslóvaka gekk hraustlega fram í Síberíu eins og áð•• ur’ hefur veriS frá sagt hjer í blaö- inu, og hafSi um hríS aSalvöldin þar á stóru svæði í sínum höndum. Til styrktar þeim sendu Englendingar i október 1918 herflokk til Omsk og voru í honum 2000 menn. MeS stuSn- ingi þessa enska hers náSi Koltsjak aðmíráll völdum i Síberíu í nóvember í fyrra. Um sama leyti sendu Japan- ar mikiö liö til Austur-Síberíu, er \ tók höndum saman viS Tjekkósló- vaka-herinn, er þá var þar í miklum þrengingum. En upp frá þessu voru völdin þar kominn úr hans höndum. Hermennirnir voru orönir þreyttir og þráöu mjög aS komast heim til sín. Nokkrar þúsundir þeirra hafa síöan komist til Ameríku og þaSan heim, en allur fjöldinn situr þó enn kyr þar eystra. ASalforingi Tjekkóslóvaka í Síberíu var Gaida hershöfSingi, 29 ara gamall maöur, og gekk hann síS- ar í þjónustu Rússa. Til vi'Surkenn- ingar fyrir framgöngu Tjekkósló- vaka í Síberíu hefur föllnum her- mönnum þeirra veriS reist minnis- merki í Vladivostok. Var JtaS vígt meö hermenskuviöhöfn i maí síSastl. og viS þá athöfn voru herflokkar frá Pússlandi, Englandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kanada, Italíu, Ser- biu, Póllandi, Kína og Japan. Má af þessu sjá, aö allur þessar þjóSir áttu þá herflokka þar austur frá. En lang fjölmennastir höföu Japansmenn ver- iö viS athöfnina. I. júlí í sumar var Tjekkóslóvök- um gefiö stórhýsi í Vladivostok sem heiöursgjöf og var hún einnig hátíS- lega afhent þeim af hinum útlendu herflokkum, sem í landinu sitja. ÞaS var sagt í september í haust, aö þeir mundu samtals vera um 150 þúsundir manna, þar af helmingurinn frá Jap- an. í öllum bæjum meöfram Síbtrítt- járnbrautinnn var sagt aö meira eöa minna bæri á þessum útlendu her- ílokkum. Nú munu þó sumir af þeim hafa veriS kvaddir heint, eins og nýlega hefur veriö sagt um leifar enska hersins í NorSur-Rússlandi. En ú þessu ári hefur fariö fram herút- boS i Síberíu og var svo taliS seint 1 sumar, sem leiö, aS á þann hátt væri myndaöur þar 300 þús. manna her, sem þó mun vera misjafnlega búinn. Englendingar hafa sent þangaS mik- iö af hermannabúningum og fleirt nauSsynjahlutum handa þessum nýja her, en ætlunarverk hans er, aS berj- ast gegn Bolsjevíkum.. Enn sem komiS er, hefur þó lítiS orSiS ágengt meS sókn aS austan gegn Bolsjevika- stjórinni, án efa meSfram vegna þess, aS her Koltsjaks hefur æriö verk að vinna heima fyrir í Síberiu, aS halda þar uppi reglu og varSveita völd sín þar, því bæSi segja fregnirnar, aS Bolsjevikahreyfingar sjeu þar viSa magnaöar, og svo vaSi þar uppi flokk- ar manna, sem ekki geti annaS kall- ast en ræningjasveitir. Japanar mistu t. d. 400 menn í einni orustu viS rauö- flykkinga snemma á síöastl. vori, og i júní í sumar var frá þvi sagt, aS þá lægja 17 járnbrautarlestir á leiS- inni frá Vladivostok til Omsk, sem velt haföi verið út af sporunum. Sú fregn kom einnig frá Vladivostok 1 vor sem leiS, aS þar i bænum hefSu a siðastl. þremur vikum veri'ö skotn- ir 38 Bolsjevikar. Þessu líkar sögur berast í sífellu frá Síberíu. MaSur, sem nýlega hefur ritaS um þessi mál i Berl. tíöindi, segir, aS margir þar evstra, sem annars standi utan vi'ö allar óeirSir, liti meS aðdáun til Len- ins og hans gerSa heima i Rússlandi, cg er svo aS heyra sem þeir mundi eigi siöur kjósa, aö lausnin frá þvi ástandi, sem nú er ríkjandi, kæmi frá honum en frá hinum, sem í móti honum standa. Verslun og viöskifti í Rússaveldi öllu hafa alveg færst úr tyrri skorðum. Algengustu pening- arnir i Síberíu nú eru hinir svo köll- uöu „Síberíupeningar," en þeir eru hka nefndir „gulu peningarnir“ eöa „Omsk-peningar“. En þar að auki er þar einnig enn á ferS nokkuö af „Kerenski-peningum" og „Roman- ewski-peningum“ og í Austur-Sí- beríu svo nefndir „Horwat-peningar“. Koltsjaksstjórnin hefur gefiS út lög, sem leggja hegningu viS því, aS gulu 'peninganir sjeu metnir lægri í gengi tn aSrir þeningar. En þau lög eru að engu höfS. í Austur-Síberíu allri eru gulu peningarnir miklu minna metnir en allir hinir, t. d. stundum gefnar 200 gular rúblur fyrir 100 Róman- owski-rúblur, og sagt er aö Kínverj- ar neiti oft aS taka viS gulu pening- unum. í vor, sem leiS, átti aS útrýma óllum smærri seðlum frá Kerenski timabilinu; þeir voru auglýstir ógild- ir og bankarnir áttu aS skifta þeim í gula peninga. En í þeim skiftum voru margir af Kerenski-seSlunum dæmd- ir falskir peningar. Nú varS mikill ■ skortur á smápeningum, svo aS bank- arnir í hinum stærri bæjum fóru aö gefa út seöla, sem aS eins höföu gildi innan þess bæjar, sem þeir voru gefn- ir út í. í Vladivostok er sagt aS hver stórverslun og jafnvel hin stærn veitingahús hafi gefiS út sína sjer- stöku seöla. Japanar og' Bandaríkja- menn höföu einnig gefiS.þar út seSla, sem aö eins höfSu gildi i Síberiu. Málmpeningar sjást þar als ekki. Þessir mörgu og misjöfnu seSlar hafa komiS öllu peningagildi á ringulreiS og valdiS því, aS rúblan hefur falli'S • gildi. Nær allur innflutningur ti! Síberíu er nú um Vladivostok og er sagt, aö til þess aö koma vörunum áfram þaSan vestur eftir þurfi aS beita mútum í stórum stýl. í borg- j inni kvaS vera svo dýrt aS lifa, að cviða þekkist annaS eins. En Kolts- jaksstjórnin á alls ekki sök á ólaginu, sem á er, einkum í Austur-Síberíu, því völd Koltsjaks ná ekki nema í oröi kveðnu yfir alla Síberíu. Aust- ur í VladivostoksvæSinu, frá haf- inu til Mansjúríu, er stjórnin i hönd- um Horwats hershöföingja, gamals nianns, sem talinn er eins konarland- stjóri undir stjórninni i Omsk. Þar næst fyrir vestan og til Bajkalvatns- ins ríkir Semenof hershöfðingi, 26 ára gamall maSur, og er borgin Tschita þar höfuSstaöur, en í hjeruS- unum kringum Habarow.sk ræöur ennar ungur hershöfSingi, Kósakka- foringinn Kalmykof. BáSir þeir hafa viSurkent yfirráS stjómarinnar i Omsk og hjeruSin, sem undir stjórn þeirra liggja, mynda takmörkin milli Austur-Síberíu og Vestur-Síberíu. Áhrifa Japana gætir ekki lengra vest- ur en til þeirra hjeraSa. IL Koltsjak aömíráll tók forustuna 1 mótstööunni gegn Bolsjevikum i Sib- eríu i byrjun ársins 1918. Hann er maSur, sem hefur fengiS gott upp- eldi. FaSir hans var rússneskur her- foringi, en lag'Si snemma niöur her- mensku og fjekk trúnaSarstöðu við vopnaverksmiðju. ViS þaS starf óx Koltsjak upp og tók þátt i vinnunni. En 15 ára garnall fór hann á sjó- íoringjaskóla, og útskrifaSist þaðan 1 meS mjög góSum vitnisburði. SiSan fjekst hann um hriS viS vísindaiSk- anir og tók þátt i rannsóknarför til Síberíu. Hann var i striöinu viS Tapansmenn, og vann sjer þar álit, og i sjóorustunum i Eystrasalti var hann á árunum 1914—15. En 1916 var hann gerSur aS foringja Svarta- hafsflota Rússa. Þar var hann, er byltingi hófst í Rússlandi, og hafSi þá ráögert árás á Bosporus-vígin. En viö byltingunni snerist hann svo, aS l.ann tilkynti öllu flotaliðinu, hvern- ig komiS væri, og tjáSi sig fylgjandi hinni nýju bráðabirgðastjórn. Þrem- ur mánuSum síöar varS uppreisn i Svartahafsflotanum. Koltsjak var þá á foringjaskipi sínu, hjelt þar ræðu til skipsmanna, og reyndi að sefa uppþotið. En þaS haföi engin áhrif. Nokkrir af hásetunum rjeSust á hann og reyndu aS svifta hann vopn- um. I þeim sviftingum fleygði hann v korða sínum, sem var mjög gullbm inn, í hafiS, og stökk síðan í land frá skipinu, án þess að líta viS. Þótti hásetunum hann bregðast vel viS á- rásinni og fóru a'ð hugsa sig um. Þeir sendu kafara þegar niður til þess aö leita koröans, en símuöu til Koltsjaks og báSu hann að koma aftur og taka við stjórn á skipinu. Kerenski var þá viS völd og er sagt, aS hann hafi haft horn í síðu Koltsjaks; vildi Ker- cnski ekki láta hann taka aftur viS ílotastjórninni, en sendi hann aust ur í Japan. Og þar var Koltsjak, er hann fjekk fregnir um Lenins-bylt- inguna. Hann hjelt þá til Síberíu og komst í samband viS flokka Tjekko- slóvaka þar, en fasta fótfestu til mót- stöSu gegn Bolsjevikum fjekk hann í Ural-hjemSunum. MiS-Síberia var þá á valdi Bolsjevika og Semen- off, sem hjelt uppi mótstöðunni gegn þeim þar fyrir austan, Var óvinveitt- ur Koltsjak. Þegar leiS á veturinn haföi þó Koltsjak dregið aS sjer tölu- veröan her og hjelt honum vestur'á bóginn. Var þaS hugsunin, aS sá her c-g her bandamanna og Rússa viS Arkangelsk gætu stutt hvor annan. En þær fregnir fóru af Koltsjak vest- ur um álfuna, aS hann væri keisara- sinni og hugsun hans sú ein, aö end- urreisa einveldi í Rússlandi. HafSi þetta stuSIaö nokkuS aS því, aS Eng- lendingum var ekki meir en svo um, aS hafa nokkurt bandalag viS hann. Þegar friSarþingiS var setst á ráS- stefnu i París, er sagt aS Kerenski sem þá var þar. staddur, hafi spilt íyrir Koltsjak viS Wilson forseta. sagt hann rammasta keisarasinna og afturhalssegg. En svo fór þó, aS yfirstjórn friðarþingsins afrjeS, aS remja viö stjórn Koltsjaks og heita honum stuöningi gegn vissum skil- yrðum og voru honum send skeyti um þetta 27. maí í vor. HöfSu þeir I.vov prins og Sassanov, fyrv. ráð- herra, flutt mál hans í París, og drógu þeir enga dul á, aS stefnuskrá hans væri, aS sameina aftur alt Rússaveldi, en veita Póllandi og Finnlandi víS- tækt sjálfstæði innan ríkisheildarinn- ar. Nú höfðu forsprakkar banda- ínanna þegar ákveSiS, aS bæöi Pól iand og Finnland skyldu fá fult sjálf- stæSi, og gátu því ekki heitiS stefnu- skrá Koltsjaks fylgi. En hins vegar máttu þeir vart án hans vera, ef hugs- aS væri til aS halda áfram baráttu gegn Bolsjevíkum i Rússlandi. Þeir íeyndu því meS tilboSunum frá 27 mai, að komast aS samningum viS hann, kváSust vera tilleiðanlegir ti! þess aS stuðla aS því meS sendingum vopna og vista austur til harrs, aS stjo'rn hans næði yfirráðum í öllu Rússlandi gegn því, að þeir fengju ábyggilega vissu um, aS stjórnmála- siefna hans færi ekki í bág viS fyr. irætlanir sjálfra þeirra. En aöalskil- yrSin, sem þeir settu fyrir stuðningn- um, voru þessi: 1. aö undir eins og Koltsjak hefði náS Moskvu á sitt vald, skyldi hann kalla saman þing, sem kosiS væri til samkvæmt ve'nju-. legum reglum í þeim ríkjum, sem hafa þingbundiö stjórnarfyrirkomu- lag. Kosningar skyldu vera leynileg- ar.'Stjórn Rússlands skyldi vera háð þessu þingi og standa því reiknings skap geröa sinna. En ef eigi þætt; nægileg ró og kyrö í landinu til þess aS kosningar færu fram, þá skyldi hann kalla saman þingiS frá 1917 og þaS eiga setu þar til hægt yrSi aS koma viS nýjum kosningum. 2. Hann skyldi ekki gera neinar tilraunir í þá átt, að endurreisa sjerrjettindi nokkurrar stjettar.^3. Sjálfstæöi Pól- lands o'g Finnlands skyldi viðurkent, og ef eigi yrSi samkomulag heima fyrir milli Rússlands og þessara landa um landamæri, þá skyldi þeim málum vísað tií geröadóms alþjóöa- bandalagsins. 4. Koltsjak skyldi við- urkenna rjett friðarþingsins til þess aS ráSstafa hinum rúmenska hluta af Bessarabíu. 5. Þegar svo komin væri á frjálsleg stjórnarskipun og ný síjórn mynduS á þeim grundvelli, skyldi Rússland vinúa aS því ásamt óðrum fjelagsríkjum alþjóSabanda- lagsins, aS takmarka herbúnaS heimsins. Að lokum óskuðu þeir aS Koltsjak og samverkamenn hans gæfu skjót svör um, hvort þeir vildu aS þessu ganga, og jafnframt, hvort þeir væru þá reiöubúnir til þess £iS mynda eina stjórn og einn her undir sameiginlegri yfirstjórn. Svai" Koltsjaks upp á þessi tilboð kom ekki fram fyr en 4. júlí. Hann lýsti þar fyrst og fremst gleöi sinni og stjórnar þeirrar, sém hann -veitti lorstöðu, yfir því, aS stefna banda- manna í Rússlandsmálunum væri í tullu samræmi við þaS, sem fyrir sjer og sinni stjórn velcti, og nefnir hann 1 skjalinu ráSaneyti sitt „rússnesku stjórnina". Hahn segir, aS mark hennar og miS sje einmitt aS friSa iandiS og tryggja þjóöinni meS þing- íæðisfyrirkomulagi úrslitarjett um málefni sín. „Jeg tók viS völdum 18 nóv. 1918,“ segir Koltsjak síðan í svarinu, „og jeg ætla mjer ekki aS bera þá byrði einum degi lengur en uauösynlegt er fyrir velferS lands- ins. Þegar Bolsjevíkar eru til fulln- ustu yfirunnir, verSur þaS fyrsta hugsun mín aS ákveöa dag til þing- kosningar. Nefnd hefur þegar veriö skipuS til þess aS undirbúa þær kosn- ingar á grundvelli almenns kosninga- rjettar. Tel jeg mig bera ábyrgð gagnvart þessu væntanlega þingi og mun leggja alt vald mitt í þess hend- vr, svo aS þaS geti eftir eigin vild ákveöið, hvert stjórnarfyrirkomulag skuli upp tekiö. Alt starf mitt miSat að því, að gera enda á borgarastyrj - öldinni meS því aS bæla til fulls niS- ur Bolsjevíkastefnuna og veita rúss- nesku þjóöinni færi á því, að láta í ljósi vilja sinn um framtíðarstjórnar ■ fyrirkomulagiS. En stjórn mín telur sig ekki hafa rjett til þess aS endur- reisa þingiS frá 1917, með því aö þaS cr valiS undir þvingunaráhrifum Bolsjevíka og meiri hluti þeirra þing- manna, sem þá voru kosnir, fylla nú ílokk þeirra.‘‘ Eins og sjá má á þessu, gekk Koltsjak aS kröfum banda- manna, en þó á þann hátt, aS hann visar þeim aS sumu leyti frá sjer ti’ hins væntanlega þings Rússa. Hann kveöst leggja þaS á þess vald, aS á- kveSa framtíðarstjórnarfyrirkomulag ríkisins, og samaeraS segjaum finsku og pólsku málin og skifting Bessara- bíu. Um þau lofar hann engu, en vís- ar til þingsins, og virSist þaS svar hans i öllu tilliti hyggilegt og varla meS sanngirni hægt aS heimta meira af honum. í niöurlagi svarsins segir Koltsjalc, aS hann tali í nafni alls hins þjóSlega hluta rússnesku þjóS- arinnar, en svo nefnir hann alla þá, sem vinna móti Bolsjevíkastefnunni, og meS því vill hann minna á þaS, og ieggja áherslu á þaS, aS allir þeir for- ingjar, sem skipað þöfSu sjer gegn Bolsjevíkum, höfSu þá lagt yfir- stjórnina í hans hendur. Síberíufor' inginn, Semenoff hershöföingi, sem veriS hafði mótstöSumaSur Koltsjaks áSur, hafði nú viöurkent stjórn hans, og her sá, sem Semenoff stýrSi, var talinn 5. her Koltsjaks. Og Denikin, íoringinn i Suöur-Rússlandi, er þá var talinn ráSa yfir 200 þús. manna her, hafði einnig viSurkent, aS nauö- synlegt væri, aS herir þeir, sem berS- ust gegn Bolsjevíkum, kæmust und- ir sameiginlega yfirstjórn, og bauSst þá til aS láta her sinn lúta yfirstjórn Koltsjaks. Sama gerSi Judenitsch í NorSvestur-Rússlandi í byrjun júlí- mánaSar. Bandamenn svöruöu Koltsjak aftur á þá leiS, aS þeir væru ánægöir meS svar hans og mundu veita honum þann stuSning, sem fram hafSi veriS boSinn. Undir þessu svari stóöu nöfn stórveldaforsprakkanna allra 5 á friSarþinginu, Lloyd Georges, Wil- sons, Clemenceaus, Orlandos og Ma- kinos. Samt reis síSar upp deila um - þaS, hvort bandamenn hefSu meS með þessu viSurkent Koltsjaksstjórn- ina. Þegar um þetta var spurt í enska þinginu nokkru siSar, vildi stjórnin engin ákeSin svör gefa, en sagðist sfanda í sambandi við Koltsjak fyrir milligöngu fulltrúa síns í Síberíu og aS leyfS væri verslun viS þau svæöi, sem Koltsjaksstjórnin hefSi ráS yfir. Eftir þetta sótti her Koltsjaks fram t;m eitt skeiö í NorSaustur-Rússlandi, tn varS svo aS hörfa til baka, og nú á síSkastiö hefur lítiS veriö get- iS um bardaga á þeirri herlínu, sem aö honum veit. Aftur á móti sótti her Denikins til skams tima fast fram í SuSur-Rússlandi og um tima var þaS taliö víst, aS hann mundi innan skams ná Moskvu. En útlitiS er minna ti! þess nú, eftir síSustu fregnum aS dæma, að þetta verði í bráS. Kjarninn í her Denikins er mynd- aSur af sjálfboSaliöi, er safnaS var saman i ársbyrjun 1918, þegar svo leit ut, sem Bolsjevíkar mundu Teggja undir sig alt Rússland. I þessu liSi voru mest ungir menn, þar á meSal nokkur þúsund foringja úr hinum gamla her og fjöldi stúdenta. LiSiS safnaSist saman um Korniloff hers höföingja, eftir aö honum hafSi tek ist aS flýja úr fangelsinu í Bychoff. HerliS þetta átti í byrjun viS mikla erfiðleika aS stríSa, og ljet fyrst til sín taka suöur í Kuban. En svo mistl það foringja sinn, Korniloff, og einn- ig þann mann, sem talinn var ganga bonum næstur, Marhof hershöfS- ingja. Eru tvær sveitir, sem mikið orS fer af í her Denikins, nefndar eitir þessum tveimur foringjum. VerSa allir, sem inn í þær ganga, aS vinna eiö aS órjúfandi trúnaSi viS málefni þaS, sem þeir berjast fyrir, og er sagt, aS Korniloff hafi sjálfur stýlaS eiðinn. Eftir dauða Korniloffs varS Denikin yfirforing'i hersins. HafSi Korniloff mælt svo fyrir, aS hann skyldi verða eftirmaSur sinn, og er þaS orðin regla í her þeim í Rússlandi, sem berst á móti Bolsje- víkum, aS yfirmennirnir arfleiði ein- hvera aS þeim völdum, sem þeir hafa. Koltsjak hefur t_ d. arfleitt Denikin öS æöstu völdum þar eftir sínn dag. Denikin er rúmlega fimtugur maS- ur, hefur fengiS hermensku-uppeldi og er margreyndur í herferöum og crustum, talinn dugnaðarmaSur mik- ill og óeigingjarn. Um mitt síSastl. sumar var her Denikins talinn 250 jiúsundir manna, þar af sjálfboöaliS- iS, sem áður er nefnt, 100 þúsundir. en 150 þúsundir voru Kósakkasveitir úr DonhjeruSunum og Kuban. En í byrjun októbermánaSar í haust var b.er hans talinn hálf rniljón. Aukning- in hafði korniS úr þeim hjeruðum, sem Denikin þá hafSi lagt undir sig. ■ En hann mætti, eins og áöur hefur veriS frá sagt, mótstöðu í Ukraine vegna þess aS hann og Koltsjak berjh ást fyrir sameining Rússaveldis og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.