Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.04.1911, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.04.1911, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. l.autjavet: ^l. Talsími 74 Ritstjóri: ÞORSTEINN GÍSLASON Pi ngholtsstræti 17, Talsimi 132. M2<y. Reykjavík 26. apríl 1911. VI. ílrjí. 1. O. O. F. 924289. Forngripasafnið opið Sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2. Laekning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (( Pólthásstr. 14) 1. og 3. md. ( mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/* —12 og 4-5. Islands banki opinn 10—2'/« og 5V2—7- Landsbankinn 10*/a—2z/a. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Lárus Fjeldsted' Y flrrJettarm&lafsBrslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4-5. Faxallöagufubituriim „Ingólfur" fer til Borgarness 28. apríl og 8. maí. - - Garðs IO. maí. Ijriíurssamsæti. Haldið Jóui Jónssyni alþm. í Múla 23. apríl 1911. Síðastliðinn sunnudag, 23. þ. m., varð Jón alþm. í Múla 56 ára. Nú í ár eru líka 25 ár liðin síðar hann kom fyrst á alþing. Svo ráðgerir hann að flytja hjeðan búferlum á þessu ári til Seyðisfjarðar, sem lík- lega verður þó ekki fyr en í ágúst í sumar. Af þessum ástæðum var Jóni í Múla, frú hans og börnum, boðið til heiðurssamsætis á afmælisdegi hans 23. þ. m. Samsætið var haldið í Iðnaðarmannahúsinu, var fjölment, hófst kl. 7V2 og stóð fram á nótt. Jón Jakobsson landsbókavörður bauð gestina velkomna. Fyrir minni íslands var sungið kvæði eftir H. Hafstein bankastj., en Jón Ólafsson hjelt ræðuna. Kvæði H. H. er svohljóðandi: Landið góða, landið kæra, langtum betra’ en nokkur veitl þjer ber ætíð fyrst að færa feginsóð og trygðarheit. Hjálpi drottinn Iýð að Iæra líf, sem hæfir frjálsri sveit. Framtak, hófsemd, heill og æra hefji og göfgi hvern þinn reit. Lifi minning liðins tíma, langtum meir þó tímans starf! Lifi og blessist lífsins glíma, leifi framtíð göfgan arf. Hverfi ofdrambs heimsku víma, hefjist magn til alls, sem þarf.’ Lifi og blessist lífsins glíma, lifi og blessist göfugt starf. Landið blíða, landið stríða, landið hrauns og straumafalls, landið elds og hrímgra hlíða, hjörtum kært til fjalls og dals! í þjer kraftar bundnir bíða, barna þinna, fljóðs og hals. Hvert þitt býli um bygðir víða blessi drottinn, faðir alls. Jón Jakobsson landsbókavörður mælti fyrir minni heiðursgestsins, en þetta kvæði var sungið, ort af Guðm, Magnússyni: Svo endar þessi aldarfjórðungs saga og önnur byrjar ný á sömu stund. Og þegar vjer á liðna Ktum daga, vjer lýsa sjáum margan heillafund'. Vjer óskum þess, þú háa elli hljótir og heilladísir snúi öllu’ í vil, og fyrir Island heilla handa njótir með heiðri og prýði aldarfjórðung til. Vjer lítum aftur. — Eins og háa hilling vier horfum margir fyrsta mótið á, °g þá og sfðar ýmsra óska fylling og atvik við þig bundin, stór og smá. Og þegar andinn upp hið liðna lifir og lítur yfir farnar brautir nú þá sjer hann fjölda förunauta’ yfir, en finnur engan, sem var betri en þú Og víst má ennið hátt og hiklaust bera við himinn þetta Jóna-sæla land, því betri nöfn jeg veit þar engin vera, nje vænni prýði í þess rósaband. Feim nöfnum margar mætar íylgjur þjóna °S mikil gæfa frá þeim komin er. Og meðal íslands allrabestu Jóna er okkur hjartans-ljúft að skipa þjer. Vjer lftum fram — og margt er ekki unnið sem aldarfjórðung vakti dýpsta þrá, og hefur jafnan vænt og voldugt brunnið sem vitar landsins, sem vjer stefnum á. Þó gleður oss, hve enn þá kapp þitt vogar og altaf birtir lund þíns fyrra manns, því aldrei deyja í augum þínum logar af undurskini þessa bjarmalands. Vjer þurfum menn, sem dirfð og dreng- skap rækja og dáð í öllu sýna — eins og þú. Vjer þurfum menn, sem þora fram að sækja með þreki og festu — aldrei meir en nú. Með kærri þöklc vjer látum ljóð vor hjóma og lýsa vorum sanna hug til þ(n, og ísland brosir, vafið vorsins ljóma, og við þjer eins og þakklát drotning sk(n. Síðan var sungið kvæði frá Jóni Ólafssyni alþm. til heiðursgestsins, svohljóðandi: Eg finn vel, mjer áratalan ótt að baki vex; man þó enn þá átjdn-hundrud- dttatíuogsex. Ar það Jón frá Arnarvntni ungur kom á þing — hárið svart, en haukfrán augu, hugsun skörp og slyng. — hárið svart, en haukfrán augu, hugsun bæði skörp og slyng. Fljótt stóð með þeim fremstu’ á meiði flest við þjóðarmál; jeg fjekk mætur á þeim manni, unni’ hans björtu sál. Af og til um aldar-fjórðung áttum saman leið, og jeg mat hann æ þv( meira er það lengdist skeið — og jeg mat hann æ því meira eftir því sem lengdist skeið. Allir, sem með Jóni í Múla áttu saman veg, þeir hafa’ allir einmitt reynt hann að því sama’ og jeg. Ættjörðin á í hans viti ávalt besta feng; ættjörðin hún á í honum ávalt besta dreng — ættjörðin hún á í honum alla stund hinn besta dreng. Einn nú kveð jeg allra rómi, er um þig jeg syng: Pú varst hverrar sýslu sómi, sem pig kaus d ping! Ef þig hefði úti’ f heimi önnur borið storð, hvar sem var, þú hefðir unnið hiklaust sama orð — hvar sem var, þú hefðir unnið hiklaust sama frægðar-orð. Ilt við fregn þá er að vakna, að þú burt nú flytst; Reykvtkingar sárt þín sakna, sjá, hvað þeim er mist. Átthögunum eystra mínum eg sem best þig fel; óska, þjer og öllum þínum ávalt líði vel — óska, þjer og öllum þtnum allar stundir líði vel. H. Hafstein bankastjóri mælti fyrir minni frú Valgerðar konu Jóns í Múla og Ágúst Bjarnason kennari og Pjetur Jónsson alþm. fyrir minni barna þeirra. Jón í Múla var fyrst þingmaður Norður-Þingeyinga árin 1886—91, þar næst 2. þingmaður Eyfirðinga ^93—99. þá þingmaður Seyðfirð- inga 1905—7, og loks þingmaður Sunnmýlinga 1909—11. Er hann, svo sem kunnugt er, og hefur lengi verið talinn meðal allra-fremstu og nýtustu þingmanna landsins, enda sagði svo einn af ræðumönnunum í samsætinu, að enginn maður mundi eiga kost á kosningu í jafnmörgum kjördæmum og Jón í Múla. — Hjer I Reykjavík verður Jóns mjög saknað úr hópi Heimastjórnarmanna. Tveir menn aðrir eiga nú sæti á alþingi, sem komu í fyrsta sinn til þings samtímis Jóni í Múla, og hafa þeir einn- ig báðir jafnan verið mikils metnir menn í þinginu. Það eru þeir Ól- afur Briem og síra Sigurður Stefáns- son í Vigur. Sfrauniferjan. Síðastl. sunnu- dag lagði fjöldi manna á stað hjeðan úr bænutn og inn að Elliðaám, gang- andi, akandi og ríðandi. Þeir söfn- uðust saman kl. 5 skamt fyrir ofan brúna og var þar þakið af fólki um stund báðumegin árinnar, eða vest- urkvíslarinnar. Helgi Valtýsson kenn- ari hafði auglýst,að þá yrði sýnd þar straumferjan nýa, sem oft hefur áður verið um talað, — miklu stærri bát- ur en áður var sýndur nokkrum þing- mönnum -á Hraunsholtslæk. Járnstrengur var lagður þarna yfir ána, í nokkuri hæð frá vatnsborði, en á honum ljek lykkja og frá henni lá taug, sem festi bátinn við járn- strenginn. Nú var bátnum ýtt á stað, og Ieið hann yfir um ána fram og aftur. Það gekk reyndar dálítið skrykkjótt fyrst í stað; báturinn nam stundum staðar á miðri leið, eða sneri þar við. En síðan gekk alt skrykkja- laust. Báturinn fór fram og aftur milli árbakkanna, sneri við ósnertur af nokkurri hönd og hjelt yfir um aftur. Honum er með taug haldið föstum við járnstrenginn, en á hon- um leikur lykkjan, sem áður er frá sagt, og færist eftir strengnum með bátnum. En straumurinn ýtir bátn- um áfram af því að taugin er fest í hann framan við miðju, svo að straum- þunginn verður meiri á aftari hluta bátsins. En þegar báturinn rekst í land og kemst ekki lengur áfram, færist taugin, er leikur einnig í lykkju á járnstreng við bátsborðið, úr stað og aftur fyrir miðju bátsins. En þá verður aftur straumþunginn meiri á þeim enda bátsins, sem áður gekk á undan, svo að nú fer báturinn til baka aftur. Næst er hann rekst f land, fer eins o. s. frv. Það er ekki ólíklegt, að þetta tæki geti komið að notum, og sjálfsagt er að sinna því, taka því vel og reyna til fulls, hvað úr því má gera. Ilafnarmálid. Frumvarpið um hafnargerð í Reykjavík er nú orðið að lögum frá alþingi. Styrkveitingin er 4oo þús. kr., en landsjóður ábyrg- ist 1200 þús. kr. Svart er pað! — Hvítt er þaðl Mönnum kemur ekki vel saman um mat á bindindismálastarfsemi Björns Jónssonar. Bindindismaður einn gerði lítið úr henni í síðasta tbl. Lögr. Svo kemur annar góður bindindismaður, Jóh. Jóhannesson kaupm,, og lofar hana hástöfum í ísaf. á laugardaginn. A mánudaginn berst hingað Heimskr. með grein eftir þriðja bindindismann- inn, og ekki þann versta, Sig. Júl. Jóhannesson lækni, bróður Jóh. Jóh. kaupmanns, og er þar sama efni til umræðu. Sig Júl. Jóhannesson segir þar meðal annars: ........enginn ís- lendingur, sem jeg þekki, hjer eða heima, hefur brotið eins oft og illa bindindisheit sitt og Björn Jónsson". Þetta er margfalt harðari dómur en feldur var í Lögr.-greininni í síð- asta tbl. En hvað segir nú hr. Jóh. Jóh. um þessi ummæli bróður síns? Eru þau ekki „óþokkaleg" og af ill- um hvötum sprottin, eins og ummæli bindindismannsins, sem í Lögr. skrif- ar, „saurkast" og þar fram eftir göt- unum? Eða þekkir S. S. J. nú ekk- ert til „bindindisstarfseminnar á liðn- um árum"? Eða er hann orðinn henni „óvinveittur", úr því að hann skrifar þetta um B. J ? Lögr. leyfir sjer að benda bæði hr. Jóh. Jóh. og öðrum á, að öll þau atriði, sem fram voru dregin í síð- asta tbl. um bindindismensku B. J., standa óhrakin. Hitt er annað mál, hve hart menn vilja um þau dæma. En best er að kasta burt öfgunum á báðar hliðar. Hr. Jóh. Jóh. segir í ísaf. um bind- indisritmensku B. J: „ . .. . snjallari og röggsamari ritgerðir uin bindindis- malið hafa aldrei skrifaðar verið". Þetta eru slikar fjarstæðu-öfgar, að þær líkjast meira haði en lofi. Sannleikurinn er sá, eins og bent er á af bindindismanni I síðustu Lögr., að B. J. hefur lítið um bindindis- mál ritað sjálfur. En hitt er satt, að blað hans hefur verið opið fyrir bindindisritgerðum frá öðrum, og hafi hann unnið bindindismálinu gagn, þá mun þess einkum vera þar að leita. Atkvædavjel. Páll Jónsson verslunarmaður, frá Hjarðarholti, áð- ur á Djúpavogi, nú á Blönduósi, hef- ur fundið upp vjel til þess að nota við leynilega atkvæðagreiðslu. Fjár- laganefnd efri deildar, er haft hefur vjelina til álita, leggur til, að Páli sje veittur 600 kr. styrkur til þess að fullgera hana og kaupa einkaleyfi. Segir hún um þetta: „Vjel þessi virðist vel löguð til þess að nota hana við leynilegar atkvæðagreiðsl- ur, og vel þess verð, að henni sje komið á framfæri". Páll var hjer um tíma í fyrra við smlðar á þessari vjel, en mun fáum hafa sýnt hana fyr en hann sendi hana nú þinginu. Reykj avík. Mikill afli. Botnvörpuskipin hjeð- an komu 4 inn í gær, öll full af fiski: „Nelson", „Mars", „Jón forseti* og annar af leigubotnvörpungum Th. Thorsteinsons. „Nelson" kom með 55 þús., hinir með 40 þús. og þar yfir. Fósbræðrasöngur. Athygli skal vakin á auglýsingu um söngskemtun frá „Fóstbræðrum" á öðrum stað hjer í blaðinu. Þeir sungu einu sinni í vetur og var þá mikil aðsókn og vel látið yfir. Jarðarför Sveins Sigfússonar fer fram á morgun kl. 11 l/s f. h. Heimflutningsmálið. Frumvarp Hafnardeildar Bm.fjel. um sameining deildanna, sem um er talað í skýrslu frá Bm.fjel.-fundi á öðrum stað hjer í blaðinu, er nú komið til stjórnar fjelagsins hjer. Snndskálinn við Skerjafjörð verð- ur opnaður næstkomandi sunnudag, og verður síðan daglega opinn. Veðrið. Norðanstormarnir hjeld- ust rjetta viku. Skifti um aftur nú fyrir helgina og gerði stillur og Iogn. Þó er stundum nokkur andvari á norðan. Heiðskírt hefur oftast ver- ið sfðan, en fremur kalt. Trúlofuð eru nýskeð síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og frk. Áslaug Ágústsdóttir frá ísafirði, dóttir Ág. Benediktssonar sái. versl- unarstjóra. Hafísinn. Hann er nú bæði við Austurland og Horn á Vestfjörð- um. Bæði „Hólar" og „Austri" hafa nú um tíma legið teptir af ís inni á Eskifirði. Þar úti fyrir sagður mikill ís, og svo alla leið norður fyrir Langa- nes og Sljettu. Eitthvert hröngl inni á Eyjafirði, en Húnaflói íslaus. Þó er fsspöng við Horn, en ekki breið. Skip sneri þar nýlega aftur, en komst þó eitthvað austur með Hornströndum. Frá Reykjarfirði er ekki fs að sjá, nema eitthvað lítið hröngl langt til hafs. Tveir menn drakna. Tvo menn tók nýskeð út af fiskiskipinu „Súlan" frá Eyjafirði, og druknuðu báðir. Menn þessir hjetu: Kristján Sig- urðsson og Sigurpall Sigurðsson. I4nntl Berlin prófcssor hefur í blaðið „Riget" frá 11., 12. °S 13- þ- rn. ritað langar greinar og mjög illvígar í garð alþingis út af stjórnarskrárfrumvarpinu, sem nú er þar fyrir. Frumvarp þeirra dr. J. Þork. og Bjarna segir hann sje óskapn- aður, sem ekki sje hægt að tala um í alvöru, og lætur þar við sitja. En ræðst svo á hitt frumvarpið, einkum fyrir það, að þar er ekki tekið fram, að íslensk mál skuli borin upp „í ríkisráðinus. Árásunum snýr hann mest á Heimastjórnarflokkinn, enda þótti honum altaf vænt um Björn Jónsson. En nú kemur fram hjá hon- um alt annað álit á sambandslaga- frumvarpinu en hánn hefur áður látið uppi, handa B. J. — Annars verður bráðlega minst nánar á þessar grein- ar hans hjer í blaðinu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.