Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.01.1906, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.01.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Suðurgötu 13. M Reylíjavík ÍO. jainíar 1006. I. árg. ALTíFÆST 1 THOMSENS MAGAStNI. Landsreikninguriiin 1904 Eins og mönnum mun minn- isslætt, skildi þingið 1903 (»mil- Íónaþingið«) svo við fjárlögin fyrir 1904 og 1905, að gert var ráð fyrir 400 þús. kr. tekjuhalla á þeim; auk þess samþykti það (ms önn- ur lög, sem höfðu útgjöld í för með sjer, að upphæð samtals um 120 þús. kr., og var því tekju- hallinn í raun og veru áætlaður 520 þús. kr. á fjárhagstímabilinu; þar við bætti svo siðasta þing 25 þús. kr. á fjáraukalögum. Nú er húið að gera upp reikn- ingana fyrir fyrrci ár fjárhagstima- bilsins, og má ætla, að lesendum Lögrjettu þyki fróðlegt að heyra, hvernig landshúskapurinn hefur gengið. Er þá fyrst að flytja þá gleði- fregn, að tekjuhallinn heíjr orðið talsvert minni en búast mátti yið; hann er ekki nema 103,018 kr. 74 au.; ekki nenxa liðugar 100 þús. kr., en það er raunar meira en nóg. Þannig er tekjuhallinn tal- inn á reikningnum. í raun rjeltri er hann þó meiri. A reikningn- um eru nefnilega taldar með tekj- unum rúmar 7 þús. kr., er gold- ist hafa á árinu af eftirstöðvum frá fyrra ári, fram yíir það sem eftir stóð ógoldið af tekjum við árslokin, og þar er talið söluverð Klapparlóðarinnar, er seld var undan Arnarhólnum á árinu, að upphæð rúm 16 þús. kr.; þessar upphæðir, samtals 23 þús, kr., hafa goldist í landsjóð á árinu, en geta eigi með rjettu talist með árstekj- unum, og er því tekjuhallinn í raun og veru rúm 126 þús. kr. Að tekjnhallinn varð ekki meiri en þetta, stafar fyrst og fremst af því, að tekjurnar hafa reynst tals- vert drýgri en áætlað var; þær eru samtals á árinu — að andvirði Ivlapparlóðar frádregnu — 1,028,- 462 kr. 10 au., — liðug miljón.— í fjárlögunum voru þær áætlaðar 834,785 kr„ svo að ábætirinn slag- ar hátt upp í 200 þús. kr. Vjer setjum lijer nokkra helslu tekjuliðina.eins og þeir eruáreikn- ingnum, og áætlun fjárlagannajþar við hliðina til samanburðar: o ao to *__k H-l o o 4^ co H—A ►—A 4^ 50 h-A po o co p 0° p 04 2. O co V o o o K5 "04 o 5? i—*■ co o o 4^ co co ^I B. jNJ p 00 04 p co p p p 3 co co h—L ÞO p. co w 04 co 0Q 05 co o co 04 04 O o co 3 3 to ►—*■ 4^ 4^ o o t—k 4^ > o o p o o o o 00 00 o o o o o o o o o . nc o o o o o o o 3 o o o o o o o o o 3 Útgjöldin liafa veiið samtals I, 156,143 kr. 57 au. á árinu. Þar af eru um 1,048 þús. kr. útborg- aðar samkvæmt fjárlögunum, en 108 þús. kr. samkvæmt fjárauka- lögum og nýjum lögum. Útgjöldin eftir reikningnum fylgja yfirleitt áætlun fjárlaganna, eins og vera ber. Af 271 þús. kr„ sem veittar eru til vegabóta á tjár- hagstímabilinu, hafa verið brúk- aðar 171 þús. kr. þetta fyrra ár. Kostnaður við vita hefir orðið II, 403 kr. 85 au„ og jafnast þann- ig á við tekjurnaraf vitagjöldum. Til útrýmingar fjárkláðanum hefir verið varið rúml. 83 þús. kr. (á- ætlaðar 78,500 kr.). Verðlaun fyrir utflutt smjör urðu 17,580 kr. í stað þess sem þíngið ætlaði að eins 5 þús. kr. Er það ekki nema gleði- legt, að sú áætlun skyldi reynast svo skökk, þvi að það sýnir, að framfarirnar í smjörframleiðshmni hafa orðið mikln hraðskreiðari en menn höfðu gert sjer vonir um. Af stórum útgjaldaliðum, sem gert var ráð fyrir á tjárlögunum, hefir ekki sparast annað en tillagið til ritsíma (35 þús. kr.) og til skipakvíar við Eyjafjörð (15 þús. kr.). Ekki getur hjá því farið að ár- ferðið hafi nokkur áhrif á útlit landsreikningsins, einkum tekju- hlið hans. í góðum árum gjald- ast skattar og tollar vel, í hörð- um árum verða menn að spara við sig, og þá geldst minna í land- sjóðinn. Ef dærna á reikninginn fyrir árið 1904 eftir þessu, er ekki ástæða til annars en að vera á- nægður með hann, því tekjuhlið hans sýnir, að þá hefir árað vel og menn ekki þurft að spara við sig munaðarvörur frekar engóðu hófi gegndi. En samt hafa á þessu eina ári verið jetnar upp 126 þús. kr. af viðlagasjóði þjóðarinnar, sem hún verður að geyma sjer þangað til annaðhvort ísinn eða eldurinn neyðir hana til að stinga hendinni í hann. Þessar 126 þús. kr. ættu að vera alvarlegt umhugs- unarefni íyrir þá, sem hjeldu því fram á þing'inu í sumar, að ekki væri þörf á að auka tekjur land- sjóðs. Hún var ólíkt brotaminni bæjar- fulltrúakosningin í gamla daga. Ráðningin á bæjarfulltrúunum gerð- ist yfir spilum milli jóla og nýárs. Það voru sömu mennirnir sem bræddu það, fáeinir embættismenn og faktorar, og þeir ljetu það ber- ast milli kunningjanna, og fulltrúa- efnin fengu svo öll atkvæðin sem greidd voru. Auðvitað gat það líka þá komið fyrir, að kapp hlypi í kosningar. Rosknir borgarar hjer í bænum minnast þess t. d. þegar Jón heit- inn ritari gerði mestan hvellinn; en þetta er þó nokkurn veginn rjett lýsing á gamla laginu. í þetta sinn kusu tveir hlutir þeirra, er kjósa máttu. Við síð- ustu kosningu af ílokki hinna hærri gjaldenda, í janúar 1903, var hlut- fallið sama og kusu 188 af 293. Nú voru 428 á kjörskrá og kusu 280, og ein 3 atkvæði reyndust ógild. Nú reyndi í fyrsta skifti að marlci á hlutfallskosninguna, sem leidd var í lög á þingi 1903. Það getur komið undarlega fyrirsjónir, að full- trúaefni, sem fær 248 atkvæði á 6 listum (bankastjóri Sighv. Rjarna- son), nær ekki kosningu, en ann- að fulltrúaefni er rjett kosinn með ■L/io greiddra atkvæða á listanum þar sem hann stendur efstur. Það inætti færa svo til atkvæðin álist- unum átta, að sá hinn .sami hefði haft það með 22 átkvæðum, og ekki þurft að koma til hlutkestis. Hefðu listarnir verið fieiri gat brotið orð- ið enn miktu minna til aðjná kosn- ingu. Ýmsar raddir heyrast um það, að hlusfallskosningar eigi síður við kosningar á sveitastjórnum, ^en mönnum lærist fljótt að fara með slíkar kosningar, og rjettlátastar og heppilegastar munu þær reyn- ast, og þær ryðja sjer meir og ineir til rúms. Eitt er fyrirsjáanlegt, að embætt- ismönnum fækkar í bæjarstjórn við lögin um hlutfallskosningar. Ekk- ert fjelagsskapar- og hagsmuna- band heldui beim saman, og nú eru þeir líkjv ^rðnir svo fámennir í hærra flokki gjaldenda, móts við iðnaðarmenn og skipstjóra, sem áð- ur gætti svo lítið. Fulltrúarnir þrír, sem skoruðust undanendurkosningu að þessu sinni, voru allir ernbætt- ismenn. Þær hafa það í för með sjer, hlut- fallskosningarnar, að flestir verða þó varir í kosningaróðrinum, og una því allvel við úrslitin. Svo mun vera um þessa kosningu nú. Hins er meir að sakna, hvað lítið er rætt um málefni bæjarins við svona tæki- færi. Fjelögin halda fundi og skipa nefndir, sem búa til listana, og við það situr. Enginn borgarafundur er haldinn og ekkert heyrist um það í blöðunum, til hvers er ætl- ast af hinni nýju bæjarstjórn. Aldrei hafa þó jafnstór mál verið á dagskrá Reykjavíkurbæjar og nú. Hvernig á nýja bæjarstjórnin að snúast við þeim, og hvað mikið má hún treysta á vöxt bæjarins og gjaldþol í framsókninni? Eitt mjög svo tilfinnanlegt mein er það, hvað formaður bæjarstjórn- arinnar er langsamlega ofhlaðinn embættisstörfum, og getur því eigi verið sá forgangsmaður bæjarmála sem hann sjálfur vildi og ætti að vera. En hvað vilja þá bæjarmenn leggja í sölurnar til þess að fá ó- skiftan borgstjóra, og vilja þeir sjálfir kjósa hann? Og þá er höfnin, neytsluvatnið, raflýsingin og fleira og fleira, sem þegar er í undirbúningi og aðsigi. Undanfarið hafa verið veltiár fyrir bæinn. Þó að bæjarstjórnin hafi árlega varið miklu fje fram yfir áætlanir, hafa el'tirstöðvar þó orðið drjúgar í árslokin. Eitt fyrir sig er lóðasalan mikill búbætir, og sjá menn nú, að hún hefði átt að vera komin löngu fyr. Þegar Hall- dór bæjarfógeti tók við, fyrir 20 árum, voru skuldir bæjarins um 70,000 kr„ en nú munu þær nema c. 120,000 kr„ og svarar viðauk- inn sem næst til stækkunar barna- skólans. Ekkert efamál, að skuldir bæjarins margfaldast á næstu 20 áruin, og er það ekki nema vel, lánist að verja sem mestu affjenu til arðberandi fyrirtækja. Og þá er enn sjálf skaltalöggjöf bæjarins. Mjög svo áþreifanlegt dæini þess, hvernig lileypidómar geta í bili eytt rjettu niáli, var með- ferð bæjarbúa á lóðargjaldábreyt- ingunni. Þar vantaði ekki áhug- ann og borgaraíundinn. En hvað um það, læknismeðalið er nýr á- hugi og fleiri fundir. Það mætti halda áfram að nefna enn fleiri stórmál, sem þegar eru komin á dagskrá, eða eru fyrirsjá-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.