Ísfirðingur - 09.09.1898, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 09.09.1898, Blaðsíða 3
3 félagsins. 3. Útvega þann varning, sem félagsmenn þarfnast frá öðrum löndum, án milligöngu kaupmanna. 4. Bæta þær vörur sem félagsmenn selja, og koma þeim í gott álit og sem hæst verð. 5. Auka þekkingu félagsmanna, einkum hvað snert- ir félagsskap og verklegar framfárir, og að stofna sjóð i þessu skyni, sem nefnist fræðslusjó ður. 6. Efia hvers konar framfarir að öðru leyti, sem félagið fær viðkomið. 7. Koma sér í samvinnu við sams konar félög hór á landi. Inntökuskilyrði. 5. gr. Til þess að fá inngöngu í félagið og hafa félaga rétt, útheimtist: 1. Að eiga heima á félags svæðinu. 2. Að samþykkja lög félagsins með því að rita nafn sitt, stöðu og heimili í þar til gerða bók, er heitir Félagsmannalisti, og láta inn- færa nafn sitt í Stofnfjárbókina, sem eiganda einhvers hluta stofnfjár. 3. Að borga strax inngöngu-eyri, 1 krónu. 4. Að kaupa og borga undir eins minsta kosti */4 stofnbréfs, sem hljóðar upp á 5 kr. (heilt stofnbréf 20 kr.) og hina s/4 hluta stofnbréfsins áður 18 mánuðir eru liðn- ir frá inntökudegi, þannig: i/4 innan 6 mán. */4 innan 12 mán. og */4 innan 18 mán. 5. Að versla við félagið, undir eins og stofnfjárupphæð leyfir, að minsta kosti fyrir 50 kr. á ári. — 6. gr. Félagsstjórnin ræður hverjir teknir eru í félagið og úrskurðar það á fundum sínum, en ieitað getur hún samþykkis fulltrúáfundar. (Frámh. næst.) Dálitlar skottulækningar. Gleðilegur vottur um dátitla rænu hjá bæjarbúum hér eru þó þessar skottulækning- ar, sem farið er nota við vegina hér um tangann. En ekki múndi t. d. Akureyrar- búum þykja mikið kveða að lækningum þessum. Enda mundi fleirum en þeim þykja all-einkennileg vegagerðin sú í fyrra, um upptangann. Dálítil vegmynd sést aftur á móti á þeim spottum, er gerðir hafa verið í sumar neðar á tanganum, enda þótt ekki verði sagt, að þeir risi svipmiklir og fagrir upp frá jafnsléttu. Lakast af öllu er þó skurða- og lokræsa- leysið meö fram vegspottum þessum, sem gerðir eru, því án þeirra eru vegir varla að hálfu gagni. Geta þess konar vegir naumast talist meira en dálitlar skottulækn- ingar, og því fé naumast skynsamlega varið, sem haft er til þess að jafna jörðina, svo að vatnið eigi sem hægast með að renna yflr og hjálpa til. Vonandi er samt, að vegabæturnar taki æ meiri og meiri fram- förum, og að ræsi verði gerð gegnum bæinn, svo að vatn og skólp geti runnið til sjáfar, en verði ekki iátið gufa upp þar sem það er komið. Hvar eigum vér að leita að sótara bæjarins? Hvert eigum vér bæjarbúar að snúa oss, þegar vér þurfum að láta hreinsa ofnpipur vorar? Oss er upp á lagt í lögreglusam- þykt bæjarins frá 1. apr. 1894, VI. kap. 49. gr., að sjá húsum vorum borgið í þessu tilliti. Þar er mælt svo fyrir: »Húsráðend- ur skulu tvisvar á ári láta hreinsa reyk- háfa í húsum sínum, þ. e. fyrir miðjan april og miðjan október ár hvert«. Þrátt fyrir þessa fyrirskipun hefur, það vér vit- um, ekkert verið gert til þess að greiða fyrir því, að húsráðendur geti fengið manu til þess að hreinsa reykháfa sina. Og þó að sumir geti fengið einhvern til þess að gera þetta verk, eða geri það sjálflr, þá er það ekki lögreglustjórninni að þakka. Sakir þessa fyrirkomulags, sem hingað til hefur verið, vanrækja sumir húsráðend-

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/191

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.