Öldin - 07.10.1891, Síða 3

Öldin - 07.10.1891, Síða 3
úr stálplötum, sem gerðar eru þar á staðnum úr járni úr námunum þar. Það er einkum einkennilegt við þetta nýja skipalag, að þannig löguð skip bera miklu meira en nokkur önnur skip í samanburði við kostnaðinn til smíðar þeirra; auk þess eru þau sterk, ómannfrek og tilkostnaðr við ferðalag þeirra allr tiltölulega mjöglítill; auk þess er ferð þeirra óvenju-mikil í samanburði við kolaeyðsluna. Skip með þessu lagi liafa verið liagnýtt hér austr á vötnunum síðast liðin 3 j ár, og hafa menn þózt sjá fram á, að þau mundu gera byltingu í vatnasigl- ingunum, einkum við flutning á þunga- farmi svo sem málmi, kolum, korni, timbri og salti. En nú eiga þau líka að fara að reyna sig á úthafinu. Einn af j essum hvalbökum, eimskip- ið Charles VV. Wetmore, liefir nýlega flutt farm frá Duluth til Liverpool, og hefir ferð skipsins vakið allmikla eptirtekt meðal skipaútgerðarmanna í Englandi og Skotlandi. Skipin eru í lögun eigi óáþekk að sjá tóbaksvindli á hliðinni. Þiljurnar, úr stáli eins og skrokkrinn allr, eru því ávalar, en borðstokkar engir, og skolar því sjór- inn alveg yfir þær, ef kvikt er í sjó. Lyfling er á þiljum uppi að aftan og livítir á þrem stálhólkum og sextán strompum, sem frá vélinni ganga. Lyftingin er svo hátt yfir þiljum uppi, að meir en manngengt er undir. Framan á skipi or lítill turn (varð- turn?), en siglutré eru engin. Cliarles \V. Wetmore flutti til Eng- lands 90,000 „bushel“ (kvartél) af liveiti. En eigi flutti skipið þetta alla leið óslitið frá Dulutli. Þegar það er fullfermt ristir það 15 fet; lengdin er 265 fet, og hefði skipið eigi komizt gegn um Welland-skurðinn ef lengd- in hefði verið þverhönd meiri. — I Duluth var ekki í það látið nema 65,000 „hushel", og komst það því um Wellands skurðinn, sem ekki er nema 14 fet á dýpt. Með þennan farm komst það um vötnin öll og skurðina, fram hjá Niagara og til Kingston í Canada við St. Lawrence- fljótið. Af því að skipið var mikils til of stórt fyrir skipleiðaskurðina, sem grafnir eru fram hjá straum- böndunum í St. Lawrence, þá afl'ermdi það í ICingston, og var farmrinn fluttr á léttum flutningsbátum þaðan til Montreal; en Wktmore fór leiðar sinnar tómr, og hleypti ofari straum- böndin í St. Lawrence; var það vanda- för, einkum að halda stjórn á svo stóru skipi. I Montreal tók Wktmore svo alfermi og sigldi með til Liver- pool. Er það til merkis sagt um það, hve vel skipið fór í sjó, að er hler- ar vóru opnaðir í Liverpool, sáust ofan á hveitibingnum í lestinni skóflu- för og fótaspor eftir hleðslumennina í Montreal. [Eftir „Review of Reviews“ og „Harper’s Weekly"]. — FóI.KHINNFLUTNINOAR TIL ÍÍANDA- ríkjanna, I mánaðarritinu „Foru m“ hefir F. A. Walker hershöfðingi rit- að merkilega grein um innflutninga fólks til Bandaríkjanna. Það hefir (segir liann) verið almenn trú í Evrópu, að viðkoman af innlendu fólki væri svo lítil orðin í Bandaríkjuntim, að á sífeldum innflutningi þyrfti að halda frá útlöndum til þess að aukning mannfólksins samsvaraði framför at- vinnuveganna í landinu. Og í sjálf- uni Bandar. liafa ýmsir orðið til að trúa þessu. En þetta er in lierlileg- asta vitleysa. Sumir rithöfundar hafa þózt sanna þetta álit sitt með hag- skýrslum. En skýrslurnar hafa ýmist verið skakkar, eða ályktanir og ágizk- anir á þeim bygðar, sem engri átt ná. Walker tekur þannig fyrir svo kölluð skýrslu-atriði eins hagfræðings, seni um þetta hefir ritað, Mr. Knapp að nafni; þykist Knapp sanna með skýrslum, að einungis örfáir af hundr- aði af íbúum Bandar. á síðari áruni sé komnir af gömlum hérlendum ætt- um. Walker sýnir fram á, að „skýrsl- ur“ Knapp’s sé svo lagaðar, að ef þær væru réttar, þá hljóti, samkvæmt áreiðanlegum skýrslum um tölu inn- flytjenda af hvoru kyni, hver einasti kvennmaðr, sem fiutti til Bandaríkj- anna á árunum 1790 til 1800, að liafa alið 18.07' börn á ári hverju! Walker neitar því ekki auðvitað, að fólkið hafi mest aukizt við inn- flutninga. En hann lieldr því fram, að frjósemi innlenda fólksins lieföi ver- ið næg í sjálfu sér, til að auka fólks- fjöldann eins mikið og æskilegt var og holt að hann liefði aukizt, ef eigi heföi mergð sú sem fluttist til lands- ins af útlendingum valdið því, að menn fóru að sætta sig við lakari lífskjör, og þetta svo dregið úr frjó- semi innlenda fólksins, seni fyrir var. Með öðrum orðum : haun lítr svo á, sem afleiðingin af liinum mikla inn- flútningi fólks liafi ekki orðið sú, að efla og styrkja ið hérlenda kyn manna (,,yankees“), lieldr sú, að útlent kyri smá-boli tiinu út; útlendingarnir fylla það svæði, er ella niundi liafa fylt orðið af innlendum mörinum. Walker kveðr það nú geta, ef tii vill, verið í sumra augum skoðunar- mál, livort Bandaríkin iiafi grætt eða tapað á því liingað til, að útlending- ar hafa útrýmt að nokkru leyti hér- lendu fólki (afkomendum inna eldri landnámsmanna); En liitt sé ekki vafasamt, að hversu sem menn líti á liðna tíð, þá sé full ástæða til að líta áliyggju-augum á inn vaxandi innflutningastraum framvegis. A síð- astliðnum áratug liafi fimm millíónir og fjórðungr á ina sjöttu flutt til Bandar. frá útlðndum, og það er ong- in trygging fyrir, að tala innflytjenda á næsta áratug verði ekki tvöföld ef til vill. Að eins örlítill liluti af þessu aðkomufólki er læs, og þó er menntunarstig alls hávaðgns að með- altali enn þá lægra lieldr en ráða mætti af þessu eina atriði. Langmestr liluti þossa lýðs heflr enga liugmynd i um skipun þjóðfélagsins hér vestra, og lielzt til mikill hluti er alinn upp undir ófrelsi og einveldisstjórn; þeir bera engan ræktarliug til hugsjóna þeirra, sem félagsskipulagið í þessari álfu hvílir á, og allmargir þeirra eru alls eigi færir um að skilja neitt í þeini. Það eru ástæður nú til að leggja hemil á innflutning fólks, sem eigi áttu sér stað áðr. Nú er orðið svo miklu ódýrra að ferðast, að jafnvel ráðleysingjar og skríll frá útlöndum á liægt með að komast hingað. Nú in síðustu ár er líka einlægt að auk- ast að tiltölu innflutningr frá suðr- löndum norðrálfunnar, en það er allt annað en æskileg viðbót við þjóð vora. Er þá ekki ástæða til að gera nú, að minnsta kosti um stund, hlé á því að taka tveim liöndum við Öllu mannrusli, sem leitar til lands vors? Er slíkt iilé ekki nauösynlegt, til að veita þjóðinni tíma til að . „melta inntökuna", þ. e. að samlaga sér það fjölbreytta erlenda fólk af ýmsu þjöð- erni, sem streymt lielir inn í landið og fyllt það um langa tíð? Er ekki slíkt skylda vor við sjálfa oss og eftirkomendrna? spyr Gen. Walker. Margr mundi svara að svo væri, og að það væri þjóðmenningar-skylda við mannkynið yfir höfuð, til að varðveita ið göfuga frelsisdæmi, sem lieimrinu á svo mikið að þakka. (Framli. frá 1. bls.) — Fjarveitingar Alþingis nokkrar inar helztu: Búnaöarskólarnir fá hvort árið: Iíóla 3500 kr.; Ólafsdals 2500; Eiða og Hvanneyrar livor 2000, — Búnaðarfélög fá 12000 kr. — 300 kr. livort ár eru veittar t.il að gefa út biínaðarkennshibrekr.— Sýslunefnd ísatj. sýslu 4000 kr. fyrra árið til að koma á fastan fót dbyrgð á þilskipum á Vestfj örðum. — 21000 kr. veiting til strandferða er nú loks bundin því skilyrði, að fylgt verði ferðaáætlun þingsins og tilhögun allri, sem það liefir lagt fyrir. — Fimm gufubátar fá 3000 kr. styrk hver um árið: a) á Vestfjörðum; b) á Breiðafirði; c) á Faxaflóa; d) á Austfjörðum; e) með suðrströiul landsins austr að Vík í Mýrdal.—Til vegabóta á landi eru veitt- ar alls um 36000 kr. hvort árið. — Aukalæknisdæmi í Ölafsví k stofnað með 1000 kr. launum.—Ásgeir Blöndal lækni, Guðm. Magnússyni læknfræðing og Sigurði Thoroddsen verkfræðing eru liverjum veittar 1200 kr. í ferðastyrk 1892. — Boga Melsted eru veittar 600 kr. hvort árið til að safna til Islands- sögu.—Séra Matth. Jocliumssyni er veittr skáldastyrkr 600 kr. um árið, og frú Torfhildi Holm eru veittar 500 kr. hvort ár, óvíst í liverju skyni. Af öðrum styrkveitingum er merkast að nefna að Þorvaldi Thoroddsen er veittr 1000 kr. styrkr. hvort árið til að haldafram rannsóknarferðum sínum. II. Ur bréfi úr Reyðarfirði, 4. Ágúst 1891. — Tíð hefir verið in ákjósanlegasta síðastliðinn vetr og það sem af er sumr- inu. Fiskiafli hefir hér verið vel í meðallagi.—Til liéraðs liafa verið ákaf- legir hitar (allt að 30 stig á Reaumur) og þar af leiðandi ofþurkar og grasbrestr sumstaðar. III. Eftir ?„Austra“. — „Austri“ heitir nýja blaðið, er 011 o W a t h n e, dugnaðar og fram- faramaðrinn norski, gefr út á Seyðis- firði. Skafti JósefeSon er ritstjöri þess. Það er 4-dálkað blað ámóta stórt og Oldin í broti, en miklu minna mál á þvi. Það á að koma út þrisvar í mán. Að ytra frágangi er það ekki ósnotrt, en í pólitík vdrðist það ætla að verða Þjóðviljabelgingslegt. — Eftir 1. bl. (10. Ág.) tökum vér þessar fréttir (í 2. og 3. bl. eru engin markverð tíðindi): — Tíðaiifar hefir liér austanlands verið iiið inndælasta það af er sumr- inu, einlæg blíðviðri, sólskin og hitar í mesta lagi, en óvanalega litlar úr- kornur, svo tún liafa í uppsveitum nokkuð brunnið, en í fjiirðunum munu þau í bezta lagi sprottin, því hér eru þokur meiri og úrkoma en til héraðs- ins, en alstaðar lieíir nýting á töðu verið í bezta lagi. — Fiskiafli liefir alstaðar liér aust- anlands verið ágætr síöustu vikurnar, og mátt heita landburðr, er beita liefir fengizt. Fiskrinn kvað víða vera geng- inn inn í fjarðarbotn og víða þrílilað- inn á dag þríróinn bátr, afhöföað og liaft á seil. Er altítt að menn hafi fengið á þríróinn bát fisk fyrir 100—200 kr á dag, því fiskrinn er vænn. Sá iriesti alii, er vér höfum spurt til á dag, er úr Borgarfirði, 1600 á þríróinn bát al' vænsta fiski, er gjöra mun á fjórða tnindrað kr. af verkuðum fiski, skipt í 5 staði 60—70 kr. í lilut yfir daginn. Þetta er nú landið, sem ekki er lifandi á! — SílÓarafli var nokkur, og liefir talsvert verið flutt til útlanda af henni, en nú er því nær tekið fyrir aflann um stund, svo beituleysi hamlar nú mjög, en hver sem nær í sílderviss um að hlaða bátinn. Ef menn heföu þá framtaksemi, að koma hér upp ís- kjallara til þess að geta geymt síld- ina nýja og óskemmda, þá væri aflinn vís, því í flestum áruin mun liér nægr fiskr fyrir. Konsúl Paterson bjó hér til dálítinn ískjalíara í vor út með firði og lét nokkuð af hafís í liann; en bæði mnn ískjallarinn tiafa verið í minna lagi og svo ekki nóg af ís í honum til þess að halda nægum kulda að, enda cr það sagt að liafís tialdi sér miðr en lagnaðarís. Gekk ísinn því fljött til þurðar og liefir Paterson síðan orðið að flytja liingað ís frá Skotlandi til þess að flytja heilagfiski í þangað, og er það óviðfeldið, að þá vöru þurfi til Islands að flytja fyrir dýra dóma, því af henni ætti að mega fá nóg í land- inu sjálfu. FJÁRNÁM. Smásaga frá Bandaríkjunum eftir Le Roy Armstroxg. Mr. Lavater tók upii silkihattinn sinn, brosti framan í ritstjóra Sf.gul- stalsins ógnarlega sannfærandi sæt- leiksbrosi, og hélt svo burt í bezta skapi. Ilonum haföi fallið illa að sjá núna síðari vikurnar ýmisleg glappaskot í blaðinu — engar» stafvillur eða misletr- anir, vitaskuld; ekki skakkt skeyttar saman málsgreiriir eða því um líkt. I En það sýndist vilja svo slysalega til, að ritstjórinn virtist halda á móti ýmsum fyrirtækjum, sem Mr. Lavat- er vissi að áttu skilið stuðning; og eins óheppilegt var það að sínu leyti, að ritstjórinn haföi glæpzt á að halda með ýmsu . öðru, sem Mr. Lavater líkaði illa. Svo að hann iiaföi lofað kunningjum sínum því aftr og aftr, að hann skyldi einhvern tíma skreppa til að lieimsækja Hammerton ritstjora og tala við hann. „Hammerton vill vel“, var Mr. Lavater vanr að segja með góðlátlegri nærgætni. „Hann er einstaklega vel fær maðr, og blaðið er prýðis-gott lijá honum; en hann er ekki nógu kunn- ugr þessum málum. Allt og sumt, sem hann vantar, er að fá vinsamlega leið- beining endr og sinnum. Þessi síðasta ritstjórnargrein hans á móti endrnýj- un skuldabréfa bæjarsjóðsins, er það versta, sem hann iiclir gert. Eg skal fara og flnna liann áðr en næsta blað kemr út“. Svo var liávaði almennings í Warsaw í litlum vafa um það, að Segulstalið mundi ekki valda lineyksli aftr í þessu máli. Það er að segja, að það mundi ekki hneyksla Mr. Laváter. Enginn maðr Iiaföi jafnmikinn liag af því sem hann, að skuldabréfln yrðu endrnýjuð; og þar sem allir vissu að hann liaföi lánað Mr. Hammerton peninga og haföi veð í prentsmiðjunni, þá var svo sem auðvitað, að hann gæti ráðið Btefnu blaðsins. Það var eins og eng- um dytti annað í hug, en að það væri svo sem sjálfsagðr lilutr. Það kom engum til hugar að ritstjórinn kynni að liafa einhverja skoðun sjálfr. Mr. Peltier var yfir-prentari Segul- sí’alsins, og aðalmaðrinn sem vann að blaðinu fyrir utan ritstjórann. — „Ef ég væri útgefandi þessa blaðs“, sagði Mr. Peltier 'um leið og Mr. Lavater fór út og lokaði liurðinni á eftir sér, „þá stýrði ég því sjálfr. Þessi maðr hefir engan meiri rétt til að segja yðr fyrir, hvað þér skuluð prenta, lieldr en hvað þér skuluð éta“. „Já, Peltier minn“, sagði ritstjórinn þreytulega; „það er nú til svona, að maðr getr ekki ævinlega farið svo að sem maðr helzt vill“. Hann langaði ekki til að ræða þetta mál við neinn; og við l’eltier vildi hann síðr þurfa að ræöa það en við nokkurn annan. Peltier prentari var prentari af góða gamla skólanum; hélt hann því fast fram, og þoldi enga mótsögn, að umráð og stjórn livers blaðs ætti að vera á skrifetofu þess, og að sérhver tilraun af hendi óviðriðinna manna til að beygja ærlega sannfæringu ritstjórn- arinnar, væri heimsins stærsta höfuð- synd. Peltier gekk svo klæddr, að vesti hans, buxur og frakki var sitt af liveiju tagi, og hafði hann keypt sína sþjörina í hverri borg hjá fatagyð- ingum i ferðum sínnm, og liirti hann aldrei livort litr eða snið á hveiju um sig retti siiinan eða svaraði til

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.