Kirkjublaðið - 01.02.1893, Page 12

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Page 12
28 úr, er að átelja þá prjedikunaraðferð, sem eigi er svo fátíð meðal kennimanna hjer1, að láta ræðuna að miklu leyti snúast um og marg-endurtaka einstaka ritningarstaði, „enda stundum þá staði, er eigi hafa sjerlega þýðing fyrir kristindóminn — eða um ástandið annars heims. Mun þetta vera gömul venja, og standa í sambandi við blaða- prjedikunina. Kenningin er næstum eingöngu staðfest með tilvitnunum og dæmum úr biflíunni hvaðanæfa, eins og Vídalín gamli gjörir. En mjer virðist opt mætti fá góð dæmi »nær á hverri stundu«, og það heflr sjera Þórður heitinn líklega meint í Norðtungukirkju; þá hefir hann ætlað að taka dæmi nær en lindina suður í »Hóreb«, og er þó ekki að því fundið. Finn jeg eigi að þetta gæti »raskað kristindóminum eða kastað rýrð á endurlausnina*. Þegar draga verður saman efnið í fá orð til að verða eigi of rúmfrekur í litlu blaði, er hættara við að mis- skilningur geti komizt að. En þess vænti jeg af mönnum í fremstu röð prestastjettarinnar, að þeim sje kunn og töm reglan: »að færa allt til betri vegar«. B. B. -----é-----. Frá hjeraðsfundum 1892. Hjeraðsfund Barðastrandarprfd., 14. sept., sóttu 6 prestar af 8 og 3 fulltrúar af 14. Samþykkt var með meiri liluta atkvæða að skipta prófasts- dæminu í tvennt, á sama hátt og sýslunni nú er skipt í 2 sýslu- fjelög, einkanlega vegna örðugleika vih að sækja hjerahsfundi. Sömul. var samþ. ab Garpsdalsprestakali legðist við Dalaprfd. Handbókarmálið var rætt og skyldu prestarnir senda tillögur sínar prófasti áleiðis til handbókarnefndarirmar. Fund. samþ. að sóknarnefndum væri gjört að skyldu að halda gjörðabækur, er kirkjurnar borgi. "Unglingapróf höfðu farið fram í 2 sóknum og taldi fund. þau æskileg. Hjeraðsfund Vestur-ísafjarðarprfd., 6. okt., sóttu allir prestarnir (4) og 4 fulltrúar af 10. Vorprófum skyldi á komið yfir börnum 9—14 ára og voru samd- Jeg hefi hlýtt á þá um 40 hjerlendis, en 16 erlendis.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.