Kirkjublaðið - 01.01.1893, Page 6

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Page 6
œtti, samkvæmt eðli sínu, að vera þannig, að allir, jafnt ungir sem gamlir, gætu haft hennar full not. En hún er það þó ekki. Hún er nú á tímum mestmegnis sniðin handa fuilorðinsaldrinum og afleiðingin er líka sú, að börnin koma næsta lítið í kirkju, af því foreldrar þeirra álíta sem er, að þau hafi ekki full not af því. Hin kirkju- iega guðsþjónusta er of löng, og því þreytandi, fyrir börnin. Hjer kemur því sunnudagaskólinn til gagns og vill vera hið sama fyrir börnin, sem kirkjan er fyrir hina fulltíða; sunnudagaskólinn vill gjöra sunnudaginn að sönnum drott- insdegi fyrir börnin. Hverra meðaia neyta sunnudagaskólarnir, til þess að ná þessum tilgangi sínum ? Sunnudagaskólarnir neyta að miklu leyti hinna sömu- meðala, sem hin kirkjulega guðsþjónusta: sálmasöngs, bænagjörða og ræðuhalds, en þó á nokkuð annan hátt, auk þess sem allt þetta er sniðið eptir aldurskeiði barn- anna. í kirkjunni er presturinn einn veitandi og söfnuð- urinn að eins móttakandi, með tilliti til orðsþjónustunnar, en sunnudagaskólarnir leitast við að setja hina andlegu krapta barnsins í hreifingu, með því að gefa því færi á að »segja sjálft«, að svara spurningum kennarans. Þó má ekki leggja ofmikla áherzlu á það, að láta börnin svara, því bæði þreytir það þau og minnir þau um of á skólabekkina, svo að of miklar spurningar gætu, ef til vill, orðið til þess að fæla börnin frá skólanum; en hins vegar á kennarinn að lofa barninu að svaraþegar það hefir svarið á reiðum höndum, því slíku þykir börnunum garn- an að, auk þess sem það heldur betur athygli þeirra föstu, meðan á samræðunum stendur. —• I kirkjunni er prjedik- unin framsett almennt, án þess beinlínis sje tekið tillit til hvers einstaks tilheyranda. I sunnudagaskólanum er að- aláherzlan lögð á að tala til hins einstaka, að komast inn í hjarta hvers einstaks barns, — ef svo mætti að orði komast. Og einmitt með þetta fyrir augum, lætur sunnu- dagaskólinn sjer ekki nægja einn kennara, heldur marga, helzt svo marga, að hver kennari ekki þurfi að hafa nema sem fæst börn, til þess að kennarinn eigi því auð- veldara með að tala persónulega við hvert einasta barn

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.