Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 166

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 166
170 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS einkum grafið framan i bæjarhólnum, þar sem hafist var handa sumarið áður, og varð þó ekki komist niður úr mannvistarlögum. Þarna voru rústir frá síðari öldum, en hinar eldri rústir, frá miðöldum, virðast ekki i þessum hluta hólsins. En þarna kom upp mikill fjöldi gripa eins og áður. Merkasti fornleifafundur ársins og þótt horft sé um lengri tíma var silfur- fundurinn í Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, sem frá var skýrt í síðustu Árbók. Var sjóðurinn sýndur i safninu og síðan áformað að sýna hann á Egilsstöðum. Lilja Árnadóttir kannaði fornan kirkjugarð i Neðranesi í Stafholtstungum, sjá um hann grein í þessari Árbók. Ferðir safnmanna Þjóðminjavörður dvaldist í Englandi og Skotlandi dagana 4.-14. mars i boði háskólanna í Durham og Edinborg og flutti fyrirlestur þar um upphaf byggð- ar á íslandi í ljósi fornleifafunda. Ferðaðist hann nokkuð um þar og skoðaði einkum ýmsa staði þar sem fornleifarannsóknir höfðu verið gerðar eða unnið var að rannsóknum. Einnig var þjóðminjavörður boðaður til Kaupmannahafnar í janúar til að vera viðstaddur fund með enskum blaðamönnum, sem haldinn var vegna víkingasýningarinnar í Lundúnum, en þeir blaðamenn voru i boðsferð um Skandinavíu til að kynnast víkingaminjum, þannig að verða mætti til auglýs- ingar sýningunni. Ekki höfðu þeir tök á að koma til íslands né Finnlands og var því ráð tekið að kynna víkingaaldarminjar í þeim löndum með fyrir- lestrum fyrir blaðámennina. Síðar um sumarið var sams konar fundur haldinn í Kaupmannahöfn fyrir bandaríska blaðamenn, áður en sýningin skyldi opn- uð i New York, og fór Inga Lára Baldvinsdóttir á þann fund fyrir safnsins hönd. í september fór svo þjóðminjavörður til New York og var viðstaddur þar ásamt menntamálaráðherra opnun sýningarinnar í Metropolitan Museum of Art. í maímánuði sótti þjóðminjavörður ásamt Runólfi Þórarinssyni fulltrúa í menntamálaráðuneytinu fund í Evrópuráðinu um verndun borgarhverfa. Dagana 25. okt. - 2. nóv. var haldinn fundur safnmanna frá íslandi, Græn- landi og Færeyjum í Þórshöfn í Færeyjum og var þetta upphaf kynningar- starfs og samvinnu safnmanna í þessum löndum með styrk Norræna menn- ingarmálasjóðsins. Nefndist samvinna þessi Útnorðursafnið en áformað er að koma á farandsýningum frá þessum löndum, sem sýndar skuli sem víðast í viðkomandi löndum. Skyldi hvert land gera þrjár sýningar á þremur árum og var áformað, að fyrsta sýningin frá Færeyjum fjallaði um færeyska bátinn og þýðingu hans fyrir færeyskt þjóðlíf, en fyrsta sýningin frá íslandi mun fjalla um torfbæinn. Var grundvöllur lagður að sýningarstarfi þessu á fundi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.