Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 49
MINNINGARTAFLA 53 Guörún krýpur hægra megin krossins og horfir á sama hátt til vinstri. Hún er klædd svartri hempu með uppslögum á ermunum, hefur pípukraga um háls, knipplaðan fald á höfði og mjög barðastóran hatt, svartan með ljósari röndum, þar yfir. Gólfið, sem þau krjúpa á, er dökkblátt og hvítt reitagólf, líkast skákborði, og er kross Krists aftan við gólfið. Kristur er sveipaður lendaklæði og yfir höfði hans áletrunin I.N.R.I. Til beggja hliða eru rauð tjöld, bundin upp í hnút, og neðst á þeim gulleitt kögur og gulleitur munsturbekkur fyrir ofan. Á milli tjaldanna og krossins eru sýnd skjaldarmerki þeirra hjóna, Björns og Guðrúnar. Þau eru eins í meginatriðum. I skjaldarmerki Björns er hvitur, sitj- andi fálki á rauðum (ætti að vera bláum) skildi, ofan á skildinum riddara- hjálmur og þar ofan á situr fálki með þanda vængi, hvort tveggja silfurlitt. Horfa báðir fálkarnir til hægri (skjaldmerkjalega séð), en beggja vegna skjaldarins og hjálmsins eru rauðar barokk-rósir. Skjaldarmerki Guðrúnar er í meginatriðum eins, nema hvað hvítur einhyrningur er á rauðum (ætti einnig að vera bláum) skildinum og silfraður einhyrningur ofan á riddarahjálminum, báðir sýndir niður að miðju og snúa til hægri. Sams konar barokk-rósir, nema heldur fíngerðari, eru beggja vegna skjaldarins og hjálmsins, og er hjálmurinn áberandi minni en hjálmur Björns. Bæði þessi skjaldarmerki eru auðþekkt, merki Björns mun upphaflega kom- ið frá Lofti ríka á Möðruvöllum, Guttormssyni, enda var Björn kominn af honum í 9. lið. Merki Guðrúnar er hið gamla skjaldarmerki Eggerts lögmanns í Bæ Hannessonar, en Eggert faðir Guðrúnar var sonur Björns sýslumanns í Bæ og á Skarði á Skarðsströnd, Magnússonar, en móðir Björns var Ragn- heiður Eggertsdóttir lögmanns Hannessonar. Innan á vængjum minningartöflunnar eru sex myndir, þrjár á hvorum. Á vinstri væng efst sést er Gabríel erkiengill birtist Maríu og boðar fæðingu Frelsarans. Situr María við lespúlt með hendur i bænarstellingum en engillinn heldur á pálmaviðargrein í vinstri hendi og blessar með hinni hægri. Bæði hafa þau gulan og rauðan geislabaug, en aftan við í skýjum flýgur dúfa, heil- agur andi, einnig í geislabaug, en í honum er grænn hringur að auki við gula og rauða litinn. Neðan við stendur svörtum, gotneskum stöfum á hvítum grunni: Christi Getnaður. Á miðmyndinni sést tilbeiðsla austurvegsvitring- anna, situr María með barnið í keltu sér, Jósef stendur á bak við hjá asna og uxa í gripahúsinu, en vitringarnir sýna Jesú lotningu og fellur einn þeirra fram. í fjarska sjást svo fjárhirðarnir úti á völlunum og engill i geislabaugi hjá þeim. Undir myndinni stendur: Christi fæðing. Neðsta myndin er svo af skírn Jesú. Stendur hann í ánni Jórdan í lendaklæði einu fata, en Jóhannes skírari eys yfir hann vatninu. Yfir svífur heilagur andi í dúfulíki og á bak við er trjá-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.