Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 23
BJARNAGARÐUR 27 sinna á gjóskulögum við Ytri-Dalbæ og víðar, en örgreinirinn hefur stóraukið möguleikana á að bera kennsl á örþunn gjóskulög. Annað snið gegnum Bjarnagarð er það snið vestur af Hraunkoti (3. á korti II, 14. mynd), sem séra Sigurjón Einarsson og Þorleifur Einarsson mældu. Önnur þau snið, sem hér eru birt, eru snið, nokkuð einfaldað (15. mynd) í bakka skurðar í Þykkvabæjarmýri (4 á korti II), er áður var getið, snið niður á aðalgarð vestan þjóðvegar milli Víkurbæjanna (17. mynd), og snið (2 á korti II, 16. mynd) gegnum aukagarð þann, er liggur norðan heimreiðarinnar að Eystri-Dalbæ og samsíða henni. Á nokkrum stöðum hefur verið grafin hola niður í garða til aldursákvörðunar. Þrjú eru þau gjóskulög, sem fyrst og fremst koma að gagni við aldursákvörðun á Bjarnagarði (17. mynd). Hið yngsta þeirra er gjóskulagið úr Öræfajökulsgosinu 1362 (Ö 1362), ljóst og auðþekkt lag, um 1 sm þykkt á Landbrotshrauninu austanverðu.25 Næsta lag neðan við það er svart lag, um 0,3 sm þykkt, og telur Guðrún Larsen það vera úr Grímsvötnum.26 Elsta gos, sem annálar geta um og kann að hafa verið í Grímsvötnum, var árið 1332,27 en þetta lag er að líkindum talsvert eldra. Þriðja lagið, enn nokkru neðar, er það lag, sem um áratugi hefur í mæl- ingadagabókum mínum verið skráð sem ,,olífufráa lagið“ eða "blágráa lagið“ vegna auðkennilegs litar þess, en vegna hans hefur það reynst mjög nytsamt sem leiðarlag í sniðum í Vestur-Skaftafellssýslu. Lagið er ísúrt og þarafleið- andi komið úr megineldstöð. Þykkt þess og kornastærðardreifing bendir til upptaka á Mýrdalsjökulssvæðinu28 og því er það merkt hér með bókstafnum M. Þetta lag hefur fallið nálægt miðbiki 13. aldar og er freistandi að telja það myndað í því gosi árið 1245, sem fornir annálar kenna við Sólheimajökul29 og á að líkindum upptök í vesturhluta Kötluöskjunnar, en það gæti verið 1-2 áratugum eldra. Að því er best verður séð nær óhreyfð mold yfirleitt 2-3 sm niður fyrir þetta lag ofan á Bjarnagarði í þeim sniðum, sem mæld hafa verið norðan Koðra- botna og í botnunum sjálfum. í sniðinu suður af Ásgarði er vottur af svörtu lagi í garðhnausum. Það er því eldra en garðurinn. Sama lag er að finna undir aukagarðinum samhliða heimreiðinni að Eystri-Dalbæ (16. mynd). Þetta lag á líklega upptök í Vatnajökli, en um aldur þess verður ekki meira sagt en það, að hann virðist eitthvað nær aldri lagsins M en aldri Landbrotshraunsins, sem brátt verður að vikið. Líklega er þetta gjóskulag ekki yngra en frá um 1150. Niðurstaðan af ofangreindu er sú, að mestur hluti hins eiginlega Bjarna- garðs hafi verið hlaðinn nálægt aldamótunum 1200. Svipaðs aldurs og aðal- garðurinn virðist áðurnefndur aukagarður norðan heimreiðarinnar að Eystri-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.