Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 128
130 Þegar ég las hina fróðlegu og ítarlegu grein Kolsruds prófessors, minntist ég þess, að hér á landi hefur einnig fundizt einn hringur með nöfnum austurvegsvitringa. Þykir mér rétt að segja frá honum nú þegar og fylla þannig tölu slíkra hringa hjá Kolsrud. Töfraklausan buro berto beriora er hins vegar ekki kunn hér á landi, svo að ég viti, enda tekur Kolsrud fram, að hún sé hvorki í íslenzkum lækninga- bókum né galdrakverum frá miðöldum. Hringur sá, sem um er að ræða, barst Þjóðminjasafninu 16. 3. ’39 og hafði fundizt í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, í gömlum kál- garði. Talið var, að hann hefði borizt í garðinn með moldum, sem upp komu, er grafið var fyrir húsi. Hringurinn er úr messing og virðist vera silfurkveiktur, 2,3 sm í þvermál, 5,3 mm breiður, flatur á ytra sem innra borði, en utan á eru grafnar línur fram með báðum brúnum. Brúnirnar eru nú talsvert skörðóttar eins og teikningin sýnir. Letur er grafið allt umhverfis hringinn, nema hvað skilið er milli upphafs og endis áletrunarinnar með tveimur 4-blaða blómum, hvoru upp af öðru. Stafirnir ná milli línanna. Þeir eru með gröfnum út- línum, millibilin jafnhá og flötur stafanna. í bilunum milli staf- anna eru sums staðar grunnt grafin þverstrik til fyllingar. Fyrstu iex stafirnir, nafnið iaspar, eru greinilegir, þá kemur fremur breitt bil til að tákna orðaskil, síðan greinilega stafirnir melc, en þá kemur allmjög étinn kafli, sem tekur yfir það, sem eftir er orðsins. Það virðist þó nokkurn veginn öruggt, að á eftir c kemur i, svo að raunar vantar h í orðið (melchior), o er greinilegt en r mjög ógreinilegt. Á skörðótta kaflanum sér greinilega hluta af stöfunum bal, en fleiri stafir hafa ekki komizt fyrir á hringnum. Letrið á hringnum er með upphafsstöfum (majúsklum), og bera flestir stafirnir gotneskan blæ, en sumir, t. d. p og b, eru mjög lítið frábrugðnir latneskum upphafsstöfum. Af stafagerðinni mun ekki auðið að tímasetja hringinn nákvæmlega, en vafalaust er hann frá seinni hluta miðalda, líklega 14. eða 15 öld. Bæði c og e eru lokuð, og mun það fremur benda til yngra en eldra skeiðs í notkun maj- úskla.1 Til eru hér á Þjóðminjasafninu þó nokkrir gripir aðrir með mjög líku letri, einkum smíðisgripir úr málmi, t. d. kaleikar, kirkju- hurðarhringar og innsigli (m. a. Þjms. 2994, 7554, 7860, 10892, 10899, 10937). Er það raunar verkefni, sem þarf að vinna, að rannsaka alla þessa gripi með tilliti til leturgerðarinnar. 1) Til samanburðar má benda á notkun og þróun þessarar stafagerðar á sænskum miðaldalegsteinum, sjá Sölve Gardell: Gravmonument frán Sveriges medeltid I, bls. 156—59.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.