Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 88
90 hafi verið garðlag 4. Það hefur verið mjög viðamikil hleðsla. Var sums staðar nálega 1 m há og svo þykk, að jafnvel jarðýtu hefur ekki tekizt að sjá fyrir henni að fullu. Engar húsarústir hef eg séð, er fylgt hafi þessu hólfi, enda var allrækilega búið að róta til í því og slétta, þegar ég kom. Enn hefur verið gerður langur garður, nr. 5, sem lá yfir hólinn, sem Lækjamótsbær stendur nú á, þar beint suður og beygði svo austur í lækjadrag, er myndazt hefur neðst í bæjarkeldunni. Garð- ur þessi virðist hafa verið efnisminni en hinir eldri, hvergi meira en 50 sm að hæð, þótt órótaður væri, en þar, sem sléttað hafði verið áður en ég kom, sást aðeins upphleypt rák, sem myndazt hafði við sig sléttunnar. Túnauka þeim, sem þessi garður myndaði, hafa að minnsta kosti fyigt tvenn peningshús, en þriðju húsarúst- irnar hefðu vel getað verið þar, sem Lækjamótsbærinn var settur niður. Þá hefur verið girt kringum hólinn suðvestan við Lækjamóts- bæ, en fremur lítilfjörlegu garðlagi, nr. 6. Þeim túnauka fylgja all- miklar húsarústir á hólnum, sem garðurinn lykur um. Loks er garðlag 7. Þar virðist víða móta fyrir gamalli undirstöðu, en sá garður var allur gerður upp á árunum 1890—1900 og er enn fullgildur vörzlugarður með 1—2 gaddavirsstrengjum, hefur hann staðið síðan án verulegs viðhalds. Syðst í þeim túnauka var allmikil húsarúst. Garður 8 var gerður frá grunni um sama leyti og garður 7 var gerður upp og túnauki sá, er þá fékkst, er frá sama tíma. Þá er eftir Kottúnið. Það mun langyngst hinna eldri túnauka á Lækjamóti. Hefur það að miklu verið ræktað upp á berum mel með aðfluttum mýrajarðvegi og ýmis konar rusli frá tóttum. Upphafið að Kottúnsræktinni má óefað rekja til Lækjamótskots. 1 jarðabók þeirra Arna og Páls frá 1706 er þess ekki getið, og þar sem þeir voru allnákvæmir í því að geta býla og hjáleigna bæði byggðra og í eyði, má ganga út frá því, að þá hafi það ekki verið til. Hins vegar segir svo í J. Johnsens jarðatali frá 1847: „1802 er Lækjamótskot talið með heimajörðinni sem eyðihjáleiga, og nefnir prestur það nú einn“ (skýrslur 1840—45). Af þessu má ráða, að Lækjamótskot hafi fyrst verið byggt einhvern tíma á 18. öld, en ekki mun þess þó getið i þeim manntalsbókum sýslumanna, sem til eru frá því tíma- bili, en þeir hafa getað talið það undir ábúð á Lækjamót. Þætti mér líklegt, að það hefði helzt verið í byggð á þeim árum, sem þríbýli er talið á Lækjamóti, en það var mjög algengt á árunum 1739—
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.