Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 84
88 aðskildar, og því síður tveir bæir langt hvor frá öðrum. Tvískipt- ing bæjarins hefði því átt að verða eftir aldamótin 1700, þegar óskyldir eigendur og ábúendur fóru að eiga í hlut. Væri því ekki útilokað, að Björn Guðmundsson, sem leigir jarðarhluta Ólafs um 1705 og býr þar lengi síðan, hafi með tilstyrk ólafs byggt fyrir sig og þá fært sinn bæ á hinn nýja stað. Það gæti einnig komið til greina, að þegar Páll Vídalín þurfti að byggja upp sinn brunna bæjarhluta, þá hefði hann fært hann á núverandi stað, en bær sá, er fylgdi Ólafs hluta og ekki brann, staðið áfram og síðan verið byggður að nýju á forna bæjarstæðinu. Enn gæti hugsazt, að Snæbjörn Hallsson, sem um tíma mun hafa átt 30 hundr. úr Lækjamótinu. hefði fært sinn hluta bæjarins milli 1750 og 1770. Loks kemur að þeirri úrlausninni, sem ef til vill er sennilegust, þeirri, að Jón Jónsson, sem eignaðist allt Lækjamót um eða skömmu eftir 1792 og bjó þar einn, hafi byggt upp bæinn nálægt aldamótum 1800 og alflutt hann þangað, sem hann er nú. Að svo komnu verður ekki nær þessu komizt en svo, að bærinn fyrir helming jarðarinnar hafi ef til vill verið fluttur á árunum frá um 1700 til 1770, en að öllu leyti ekki fyrr en á næstu árum öðru hvoru við aldamótin 1800. Ekki hefur mér tekizt að finna nein örugg merki þess, hvar kirkja Þorvalds víðförla hefur staðið og svo sennilega hálfkirkjur þær á sama stað, sem héldust svo lengi fram eftir öldum á Lækja- móti. Segir svo um Lækjamótskirkju í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1706: „Hér hefur að fornu hálfkirkja verið, og stóð húsið í voru minni. Enginn minnist hér hafi verið tíðir veittar, og er nú húsið af fallið“. Eflaust hefur kirkjan ekki verið byggð upp síðan. Þegar eg kom að Lækjamóti, var að mestu búið að slétta úr rústum skammt norðan við gamla bæjarstæðið, og er þar nú dálítill bungumyndaður hóll eftir. Þykir mér ekki ósennileg tilgáta, að þar hafi kirkjurnar staðið, en að kirkjuhólsnafnið á öskuhólnum hafi myndazt eða flutzt til, eftir að bærinn var færður. Gat verið sú orsök til þess, að heiman frá yngra Lækjamótsbæ að sjá er öskuhóllinn hið eina af rústunum, sem mikið ber á, en litla hólsins norðan við rústirnar gætir ekki. Hafi hann einhvern tíma heítið Kirkjuhóll, gat hugsazt, að nafnið hefði flutzt á þann hólinn, sem menn stöðugt höfðu fyrir augunum og lá svo mjög í námunda við hið sögumerka kirkjustæði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.