Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 81
85 túnræktarframkvæmdir en víða annars staðar, og þær bæru vott um óvenjulega elju löngu liðinna bænda þar við túngræðslu og tún- vernd, jafnframt því að lýsa að nokkru aðferðum þeim, sem mest voru notaðar. Að vísu hafði verið farið ómildum höndum um margt af þessu, áður en ég fluttist að Lækjamóti, en þó ekki verr en svo, að fátt mun hafa verið algjörlega tapað, er máli skipti. Þar sem ég þó, jafnvel gegn samvizkunnar mótmælum, hef verið mesti skemmdar- vargurinn, fannst mér skylt að bæta það einhverju. Hef ég því gert meðfylgjandi kort og neðangreinda lýsingu á hinu forna Lækja- mótstúni, ásamt húsarústum og túngörðum, allt eins og ég við all- nána athugun gat rakið þetta, áður en það var eyðilagt með nýrri tíma ræktunaraðgerðum. II. LÆKJAMÓTSBÆR HINN FORNI Frá fyrstu byggð og að minnsta kosti fram á 18. öld stóð Lækja- mótsbær austast á gamla túninu (sjá túnkortið). Þar er niður- sökkt mjög, og forblautt mýrardrag lá rétt neðan við bæinn. Útsýni algjörlega lokað til norðurs og vesturs, en kargaþýfð móarönd meðfram bæjarkeldunni. Síðar, þegar bærinn var færður, var hann settur á öldumyndaðan hól vestan til í túninu, og er útsýni þaðan að heita má um alla landareignina og allan framhluta Víðidals. Neðangreindar ástæður virðast mér vera fyrir því, að bænum var upp- haflega valið svo þröngt og óglæsilegt umhverfi: 1. Að þarna var eini staðurinn á harðvellissvæði melajaðarsins, þar sem unnt var með hægu móti að ná til vatns. 2. Að bærinn var þarna í talsverðu skjóli fyrir aðalkuldaáttinni. 3. Að melajaðarinn norðvestan við bæinn hefur af náttúrunnar hendi verið greiðfær valllendisbrekka, sem þótt hefur vel fallin til túns. Heiti bæjarins, Lækjamót, hefur mörgum, sem koma þar, en lítið þekkja til, orðið alltorráðin gáta. Það virðist mjög einkennilegt, að bæ, sem eiginlega engan læk átti annan en forarkeldu, væri valið sterkeinkennandi nafn. Fyrir kunnugan mann er þó skýringin mjög nærtæk. Landslagi er svo háttað, að mikill hluti þess vatns, er fellur til í fjallshlíðinni ofan við bæinn, dregst saman um gróin keldudrög til mýrarhvolfs þess, er gamli bærinn stóð við. Hefur það þannig, áður en nútímaskurðir breyttu um framrás þess, komið ofan í mýra- lægðina frá norðri, austri og suðaustri. Á ýmsum stöðum í hallan-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.