Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 78
82 sýslumanns á Geitaskarði Jónssonar. Til er í mínum vörzlum staðfest afrit Páls lögmanns Vídalíns af lögfestu og landamerkjabréfi Einars Rafnssonar fyrir öllu Lækjamóti frá 22. júlí 1632, en vel hefur hann getað eignazt jörðina eitthvað fyrr. Dóttir Einars var Guðrún, er giftist Ólafi, syni Þorvalds ríka á Auðbrekku Ólafssonar klausturhaldara á Möðruvöllum, en bróðir Þorvalds var Halldór lögmaður, faðir Margrétar, konu Brynjólfs biskups. Einar Rafnsson mun hafa dáið um 1647, því að frá því ári, 22. maí, er lögfesta Signýjar konu hans, fyrir 30. hundr. úr Lækja- móti, en hinn hlutinn, 20 hundr., hefur þá sennilega gengið í arf til Guðrúnar dóttur hennar og þau Ólafur svo eignazt síðar alla jörðina. Býr Ólafur svo á Lækjamóti til dauðadags 1663. Synir Ólafs og Guðrúnar voru Þorvaldur (f. 1654) og Ólafur (f. 1663). Hefur Guðrún staðið fyrir búi, meðan synir hennar voru í æsku, en þeir svo tekið við og jörðin skipzt á milli þeirra til eignar og ábúðar. Um eða laust fyrir aldamótin flytur Ólafur burtu að Breiðabólstað í Vatnsdal og byggir sinn helming af Lækjamóti Bessa Sigurðssyni. Ólafur giftist svo Guðrúnu Hákonardóttur, lögréttumanns og bónda á Breiðabólstað, og bjó síðan á Haukagili í Vatnsdal, var lengi hreppstjóri. Þorvaldur býr nú um nokkur ár á hálfu Lækjamóti, hefur annað hvort ekki gifzt eða misst konu sína, því að 1703 býr hann með ráðskonu, Guðrúnu Einarsdóttur, 69 ára (líklega móðir hans). Hef- ur það sennilega verið greinargóð merkiskona, því að til orða hennar er vitnað löngu síðar í landaþrætubréfum varðandi Lækjamót. Um eða rétt fyrir 1702 hefur Þorvaldur selt Páli lögm. Vídalín 20 hundr. úr sínum hluta jarðarinnar og veðsett honum það, sem eftir var, enda hefur hann flutzt þaðan milli 1703 og 1706, en Páll byggt sinn hluta jarðarinnar Jóni Arngrímssyni (sennil. frænda sínum), en síðan (1712) Guðbrandi Arngrímssyni sýslumanni, móðurbróð- ur sínum, sem brann þar inni 1719, ásamt konu sinni og 2 mann- eskjum öðrum. Þessi ráðabreytni þeirra bræðra, að yfirgefa Lækja- mót, hefur sennilega átt rót sína að rekja til aldamótaharðindanna miklu 1696—1701. Þá féll bústofn hrönnum, en hungur og mann- fellir sigldu í kjölfarið. Var svo komið árið 1700 í Þorkelshólshreppi, að margar jarðir voru í eyði, en 28 bændur tíunduðu aðeins 148 hundr., en af þeim átti Páll lögmaður Vídalín 50 hundr. og Þórar- inn ríki á Stóru-Ásgeirsá 40 hundr., hinir 26 því aðeins 58 hundr. Þar með var þá lokið nálega 100 ára sjálfsábúð efnaðrar ættar á Lækjamóti, en leiguliðabúskapur hefst á ný, því að meginhluta 18.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.