Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 66
70 fyrr en þá, og ekkert bendir til að hann sé jafngamall túngarðinum við Stórhólshlíð, sem er orðinn kollóttur og hálfsokkinn í jörð, þegar Ijósi vikurinn fellur. Afstaða þessara garða til undirliggjandi ösku- laga mælir alls ekki gegn því, að þeir séu misgamlir" (Árb. 1943 —48, bls. 62). Þykist S. Þ. ekki skilja, hvað ég er að fara? Heldur hann, að 50—100 ár skipti einhverju máli í þessu sambandi, þegar um það er að ræða, að hann álítur Stórhólshlíðargarðinn frá því um 900, en Stangargarðinn frá því laust fyrir 1300? Það veit hver smala- drengur, að torfgarður er orðinn kollóttur á margfalt skemmri tíma en fjórum öldum, og sömuleiðis er það augljóst öllum, er athuga myndirnar af umræddum görðum, að þeir séu misgamlir, en að 3—4 alda munur væri á þeim hefði ég haldið, að fleiri en ég ættu erfitt með að melta. Ég bendi S. Þ. á afstöðu torfgarðanna til ösku- laga ,,VII“ og á þar jafnt við þau, sem veggirnir standa á, sem þau, er eru í hausunum, sem garðarnir eru hlaðnir úr. Eg tel sem sé mjög ólíklegt, að bóndi, sem seint á 13. öld stakk hnausana í Stangar- garðinum fái sömu öskulögin í þá og bóndinn, sem fjórum öldum áður stakk hnausana í landi Stórhólshlíðar. Það er rétt hjá S. Þ., að af afstöðu niðurgrafinna veggja til undirliggjandi öskulaga er ekki hægt að draga neinar ályktanir, en Roussell segir, að suðeystri hluti bæjarins að Stöng sé ekki niðurgrafinn (sbr. Forntida gárdar, bls. 77) og skal ég ekki leggja dóm á það, hvor þeirra Rousell eða S. Þ. hafi á réttu að standa. Við rannsóknir sínar á Hrunamannaafrétti hefur S. Þ. sama hátt á og í Þjórsárdal, að gera lítið úr fornminjum. Á Rógshólum fannst víkingaaldarnæla, en samt telur S. Þ. ,,mjög líklegt, að sömu hafi orðið afdrif Rógshóla og Þórarinsstaða".1 Um Þórarinsstaði er víst, að ljósa vikurlagið lagði þá í eyði, svo viðkunnanlegra hefði verið af S. Þ. að ætla ekki Rógshólum sömu afdrif, þar sem hann telur engan vafa á, að Ijósa vikurlagið sé frá árinu 1300. S. Þ. lítur á þann möguleika, að ljósa vikurlagið gæti stafað frá Heklugosinu 1104, en hann hverfur brátt frá honum og lýkur grein- inni með þessum orðum: ,,Og meðan ekki finnst í jarðvegssniðum Þjórsárdals eða annars staðar í Hreppum neitt það öskulag, yngra en ljósa vikurlagið, sem verið gæti frá gosi því, er Einar Hafliðason lýsir, stendur óhögguð sú skoðun, að byggðirnar í innri hluta Þjórs- árdals og á Hrunamannaafrétti hafi farið í eyði vegna vikurfalls frá Heklu árið 1300“ (Árb. 1943—48, bls. 63). Þessi fullyrðing lýsir 1) Þess skal getið, að dr. Sigurði Þóraiúnssyni var ókunnugt um næl- una frá Rógshólum, er hann reit grein sína í Árbók 1943—48. Ritstj.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.