Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 62
66 um erfðagang einkennisins, og ég hef ekkert látið í ljós um tölu þeirra bæja, sem einkennið kemur fyrir á. Að lokum segir S. Þ. um beinarannsóknir mínar, að ekki sé „statist- iskt réttlætanlegt að draga af þeim ýmsar þær ályktanir um íbúa- tölu o. fl., sem Steffensen hefur gert“ (Árb. 1943—48, bls. 61). Ef S. Þ. á við það, að íbúarnir gætu eins vel hafa verið 25—50% hærri eða lægri en ég hef áætlað, þá er það meir en satt, að það breytir litlu um það, sem ég ætlaði að fá skorið úr, sem sé hvort líklegra væri, að jarðsett hefði verið í 50 eða 300 ár að Skeljastöð- um. Ég vil ráðleggja S. Þ. að reikna út, hversu margar beinagrind- ur þurfi að gera ráð fyrir, að hafi ekki komið í leitirnar, og hve miklar breytingar þurfi að gera á dánartölunni til þess að fá íbúa- tölu, sem svarar einni sókn, með því að gera ráð fyrir, að jarðsett hafi verið í 300 ár að Skeljastöðum. Geri S. Þ. sér þetta ómak, þá mun hann komast að raun um, að það sé statistiskt réttlætanleg ályktun, að hafi verið jarðsett í 300 ár að Skeljastöðum, þá getur ekki hafa verið sóknarkirkja þar. Þar við bætist, að á Skeljastöðum hefur aldrei verið grafið ofan í eldri gröf, sem eindregið bendir til þess, að garðurinn hafi aðeins verið notaður skamma stund og af þeim kynnum, sem ég hef af kirkjugörðum, þá er ég sannfærður um, að grafreiturinn að Skeljastöðum hefur ekki verið notaður í 2—3 aldir. Ef það væri rétt, að innri hluti Þjórsárdals hefði farið í eyði árið 1300, þá er varla hugsanleg önnur skýring á grafreitnum að Skeljastöðum en að ekki hafi verið farið að jarðsetja í honum fyrr en 50—100 árum áður. S. Þ. tæpir að vísu á þeim möguleika, ,,að flestir bæirnir í Þjórsárdal inn og sömuleiðis bæirnir á Hruna- mannaafrétti hafi ekki verið byggðir fyrr en hálfri öld eða svo, áður en ljósa vikurlagið féll“ (Árb. 1943—48, bls. 62—63). Ekki veit ég, hvort heldur er, að farið sé að hilla undir það hjá S. Þ., að ljósi vikurinn hafi fallið alllöngu fyrir 1300, eða að hann sé búinn að gleyma hinum ágætu rökum, sem hann færði fyrir því, að byggð hafi hafizt í landi Stangar um svipað leyti og í Skallakoti (sbr. Tefro- kronol. studier, bls. 59—60). Ég læt þetta nægja um athugasemdir S. Þ. við mínar rannsóknir, og vil nú gera nokkru ýtarlegri grein fyrir afstöðu minni til hans rannsókna en ég gerði í Skírni 1946. Það var ekki fyrr en nokkru eftir styrjaldarlok, að mér gafst kostur á að kynnast öskulagarannsóknum S. Þ. og áliti hans á eyðingu Þjórsárdals af eigin raun. Aður hafði ég lesið ritdóm í ,,Frón“ um „Forntida gárdar“, þar sem ágæti vísindamannsins S. Þ. er lýst og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.