Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 55
59 verið nytjað lengi. Klébergsnámurnar eru víða í fjöllum og óbyggð- um og eru torfundnar nú á dögum, þótt eitt sinn hafi nytjaðar verið. Þær finnast því aðeins af tilviljun, en hafa þó fyrir löngu síðan vakið athygli og verið Iýst ærið mörgum. Hefur klébergið ýmist verið numið úr lóðréttum bergveggjum eða láréttum klöppum, ení öllum námunum virðist vera sameiginlegt, að bergið hefur sjaldnast verið numið sem hrávara og flutt sem óunninn efniviður burt af staðnum. I þess stað hefur verið leitazt við eftir megni að höggva grýtur eða steinkatla út úr bergfletinum og reynt að vinna það eins mikið og hægt var, áður en það var sagað frá berginu. Hefur hið ytra form grýtunnar verið höggvið út sem hálfkúla, botninn út, og síðan sagað frá berg- veggnum. Síðan hefur hún verið holuð innan meira eða minna, og þannig hafa grýturnar verið fluttar hálfunnar eða vel það niður til byggðanna, þar sem þeim voru gerð lokaskil. Þessi vinnsluaðferð hefur verið höfð vegna þess að námurnar voru afskekktar og æski- legt að flytja ekld meiri þunga með sér en nauðsynlegt var. A ýmsum þessum stöðum hefur bersýnilega átt sér stað stórfram- leiðsla af klébergsgrýtum, tilteknir menn hafa gert sér að atvinnu að framleiða grýtur í klébergshéruðunum og selja í þeim klébergs- lausu og jafnvel til útlanda. Á Norður-Jótlandi hafa fundizt norskar klébergsgrýtur og margar í víkingaborginni miklu, Trelleborg við Slagelse á Norðvestur-Sjálandi og í hinum fræga verzlunarbæ vík- ingaaldarinnar Heiðabæ í Slésvík, og þangað telur Jankuhn jafnvel, að alveg óunnið kléberg hcifi verið flutt. Utflutning þennan má óhik- að setja í samband við klébergsnámurnar í Noregi, og sama mun vafalaust eiga við um klébergsgripina á íslandi. Norskir fornfræðingar voru lengi í vafa um hvort unnt væri að tímasetja námur þær, sem hér hefur verið lýst, því að kléberg hefur verið notað frá forsögulegum tíma og fram á þennan dag. En sú skoðun vinnur þó æ meira fylgi, að þær séu að langmestu leyti frá víkingaöldinni, og hafa þeir báðir rökstutt þessa skoðun, Jan Peter- sen og Sigurd Grieg. Þeir benda á, að hinar mörgu hálfunnu grýt- ur, sem við námurnar finnast, séu oftast af gerðinni Rygh 729, þ. e. skállaga, einstöku sinnum Rygh 728, þ. e. skaftgrýtur, en aldrei af þeim miðaldagerðum, sem þó eru vel þekktar frá uppgröftum í bæjunum Ósló, Björgvin og Niðarósi. Þetta kemur svo ágætlega heim við það, að sýnilegt er, að klébergsiðnaðurinn hefur færzt geysi- lega í aukana á víkingaöld, eins og Haakon Shetelig hefur glögglega sýnt. Hann fullyrðir, að klébergsgrýturnar hafi orðið svo geysi- algengar, að þær hafi hartnær útrýmt leirkerunum og fyrir tilverknað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.