Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 32
36 í hvaða mæli slíkar styttar nafnamyndir eru orðnar að reglulegum nöfnum, svo að eldri myndirnar hafa alveg fallið niður, er erfitt að komast að og dæma um, því að á hinn bóginn hafa mörg bæjarnöfn orðið fyrir lengingum, og víða sýnist varla hægt að skera úr því, hvor myndin muni vera eldri, sú Iengri eða sú styttri. Lengd hafa nöfn bæja verið mestmegnis með því að skeyta ein- hverjum lið framan við þau. Þetta mun að vísu nærri því ætíð hafa verið gert í aðgreiningar skyni, en ekki til þess að greina bæina frá þeim stöðum, sem báru nöfn þeirra áður, heldur frá öðrum sam- nefndum bæjum. Þetta er greinilegast þar, sem um er að ræða tvo eða fleiri nágrannabæi, sem kenndir eru við sama stað og þurfa því einhverrar aðgreiningar við. Orsökin er víðast skipting á stærri jörð, svo að nýju býlin héldu nafni hennar. Eg á við nöfn svo sem Neðri- og Efri-Vaöall á Barðaströnd, Stóri- og Litli-Laugardalur í Tálknafirði, Innri- og Ytri-VeÖrará í Önundarfirði og Meiri- og Minni- Avík í Arnessveit. Aðgreining býlanna sín í milli er hér allsstaðar um leið aðgreining þeirra frá vaðlinum, dalnum, ánni og víkinni, sem þau hafa fengið nöfnin frá. Víðar virðast þó bæjarnöfn vera lengd til þess að greina bæina frá samnefndum bæjum, sem liggja nokkru fjær og draga nafnið ekki af sama staðnum. Þannig er til dæmis með Tungugröf og MiS- dalsgröf í Steingrímsfirði. Hvorugt nafnið hefur getað verið örnefni, því að Tungugröf liggur í engri tungu, og menn eru ekki vanir að kenna grafir, það er smáskorninga, við stóra dali, svo sem er Mið- dalurinn. Báðir bæirnir munu í upphafi hafa heitið í Gröf, en svo verið aðgreindir, því að skammt er á milli þeirra. Tungugröf merkir bærinn Gröf í Tungudal, það er Tröllatungudal, eða Grafarbærinn, sem var eign Tröllatungukirkju, en MiSdalsgröf er bærinn Gröf í Miðdal. Tungugröf er í máldaga Tröllatungukirkju frá árinu 1317 kölluð Litla-Gröf (Fornbréfasafn II, bls. 408). Það sýnir, að að- greiningin hefur í fyrstunni verið gerð með öðru móti. Bæirnir í Patreksfirði og Tálknafirði, sem báðir eru almennt kallaðir Botn, eru þó taldir heita réttu nafni Vesturbotn og NorSurbotn, vitaskuld til þess að greina hvorn frá öðrum, því að ekki er langt á milli þeirra. Fjarðarbotnarnir sjálfir hafa tæplega verið aðgreindir á þenna hátt. Margir eru bæirnir þar vestra, sem heita eða hétu Eyri, svo ekki var þar vanþörf á aðgreiningu, enda virðist nafnið víða hafa verið lengt. Þannig er með Rafnseyri í Arnarfirði, Sveinseyri í Dýrafirði og Óspakseyri í Bitru, en sennilega líka með Bíldudalseyri og Hrafns-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.