Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 22
26 hennar Keldeyrardalur. Kelda getur þó reyndar verið gamalt nafn árinnar, sama orð og kelda í mýrum, eða þá dregið af lýsingarorð- inu kaldur, og við hana kennd Keldeyri og svo aftur Keldeyrará, myndað svipað og Kvíslárdalsá. Stegla fellur úr Stegludal, sem er og kallaður Stegluárdalur (en á uppdrættinum kallaður Stekkadalur). Þar er auk þess stór steinn kallaður Stegla, og mun hann eiga nafnið með réttu. Það getur verið dregið af orðinu stagl. Um steininn er hlaðinn grjótgarður. Við þenna stein munu þá vera kennd bæði Stegluá og Stegludalur ellegar aðeins Stegludalur, og síðan Stegluá eða Stegludalsá stytt og orðið úr því Stegla. Aanöfn af þessu tæi eru nokkuð skyld gælumyndum margra kvennanafna, svo sem Magga, Sigga og Þura í staðinn fyrir Margrét, Sigríður og Þuríður. Fjallanöfn, sem eru stýfð að aftan, eru fjöldamörg, en með þau er víðast farið öðruvísi en með nöfn ánna og þeim fengin karlkyns- mynd, annaðhvort sterk eða veik. Meðal hinna fáu fjalla á norð- vesturskaganum, sem nafngreid eru í Landnámabók, eru Ryta- gnúpur sunnan við Aðalvík. sem nú heitir Rytur eða Ritur, og svo Geirólfsgnúpur, þar sem mætast ísafjarðar- og Strandasýsla. Hann kvað vera kenndur við Geirólf nokkurn, sem þar bjó á landnámsöld. Núpurinn er nú kallaður Geirhólmsnúpur þar á slóðum, en fjallið fyrir ofan hann Geirhólmur. I máldaga Staðarkirkju í Gunnavík frá árinu 1397 er hann kallaður Geirólfur, en í bréfum frá árunum 1473, og 1475 þegar Geirhólmur. Þar undir núpnum heitir og Hólmstá og Hólmsvogur, þó að enginn hólmur eða hólmi sé nærri. Þessi nöfn munu helzt vera stytt úr Geirhólmsgnúpstá og Geirhólmsnúpsvogur og því stýfð með tvennu móti. Þannig hefur þar myndazt smáflokkur af hó/m-nöfnum, sem ekkert hafa með neinn hólm að gera. Það má telja víst, að þau mundu leiða menn algjörlega villt, ef engin heimild væri til um gömlu mynd nafnsins og uppruna þess. Það má geta nærri, að svipað muni hafa gerzt víða á landi. Til dæmis mundi fáum mönnum geta komið í hug, að Tálknafjörður sé kenndur við nokkuð annað en Tálkna, sem er nafnið á múlanum milli hans og Patreks- fjarðar, ef ekki væri frásögn Landnámabókar, að fjörðurinn heiti eftir Þórbirni tálkna, sem þar nam land. Það er því senilegt, að fjalls- nafnið Tálkni sé stytt úr Tálknafjarðarmúli eða svipaðri nafns- mynd. Styttingar af þessu tæi eru flestar við sjóinn. Það munu því helzt hafa verið sjómenn, sem fóru þannig með nöfn fjalla. Sjómenn hafa fjöllin fyrir mið, en vilja helzt hafa stutt nöfn á miðum sínum. Þeim hefur og hætt við af hjátrú að vilja forðast almennu nöfnin. Því eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.