Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 3
7 Eg get ekki gert grein fyrir öllum örnefnum, sem til eru þar vestra, né heldur öllum þeim orðum, sem þar eru höfð til þess að mynda nöfn. Þó að eg telji ekki með orðin, sem notuð eru einungis sem fyrri nafnaliðir, svo sem flest mannanöfn, heiti dýra og jurta og lýsingarorð, heldur aðeins þau orð, sem koma fram sem sjálfstæð örnefni eða seinni liðir þeirra, þá gizka eg á, að þau muni vera um 700 eða fleiri í þessum þremur sýslum, en á öllu landinu töluvert fleiri en 1200. Sum þeirra, svo sem dalur, hóll og lœkur, eru til í landi langflestra jarða, en langtum fleiri orð aðeins á fáum stöðum eða jafnvel á einum einasta stað — til dæmis nöfn fjalla eins og Gláma, Ritur og Tálkni. — Langflest orð, sem nokkuð kveður að, eru notuð einnig í öðrum landshlutum. Þó að hvert hérað eigi nokkur séreiginleg nafnorð, þá er þó allt meginið sameiginlegt og hvergi um að villast, að þar eru íslenzk örnefni, þó að ekki nema fáein nöfn séu komin saman. Eg vildi taka þetta fram, þar sem eðlilegt er, að hér verður talað mest um það, sem er séreiginlegt fyrir einstaka landshluta. Eg ætla auk þess að taka fram, að erfitt mun reynast að finna nokkuð, sem er sameign allra sveita hinumegin við Gilsfjörð og Bitru og um leið full séreign þeirra, svo að engin nágrannasveit eigi þátt í því. A meðan engin nafnaskrá er komin úr Dalasýslu og fátt úr Húnavatns- sýslu, er þó vitaskuld alls ekki hægt að fullyrða neitt um það. Fyrst skal nú nefna fáein orð, sem virðast lítið vera notuð í ör- nefnum nema á norðvesturskaganum, en þó aðeins nokkrum hluta hans. Hnjótur, sem merkir eitthvað, sem stendur upp úr, er notað í Vestfjörðunum frá Látrabjargi norður, en ekki í Djúpinu, það sem skrárnar ná. Kiki, eftir orðabók Sigfúsar Blöndals nafn á mjórri ræmu milli gilja eða vatnsfalla, kemur í örnefnunum fram á hér um bil sama svæði og hnjótur, en þó einnig á einstaka stað innarlega í Djúpi. Mórilla, sem merkir skolbrúnn litur á vatni, og þetta vatn sjálft, á Norðurlandi borið fram mórigla (mórygla), er eftir skránum, sem komnar eru, notað einungis í ísafjarðarsýslu. í Barðastrandarsýslu virðist í stað þess haft orðið móra. Ormur er í Vestur-Barðastrandarsýslu og á einstaka stað í syðri hluta Isafjarðarsýslu haft sem nafn á mýrum og síkjum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.