Tíminn - 22.01.1873, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1873, Blaðsíða 1
2. ár. Reyltjavík, 22. janúar 1873. 6. blað. 9M a n n a m u ii u rM skáldsaga eptir Jón Mýrdal, fæst'til kanp9 hjá nridirskrifnTinm fyrir 5 mrk. Páll F.yjúlfsson NÝÁRS HEILSAN 1873. Nýárs-sól á sölum vinda svífur yfir fjalla tinda, frelsis-geisla fagra breiðir fanna yfir kalda grund. Vakið allir íslands synir! allir sannir frelsis vihir vakið nú! Pví nú er tími, nú er frelsis runnin stund. Hryndið deyfð og hryndið kvíða, hraðfleyg árin burtu líða. Tíminn hjer er til þess gefinn trúlega vjer notum hann, Liðin stund fœst aptur eigi, allt af líður hels að degi. Heiður allar aldir róma œttjarðar þeirn frelsi vann. Reykjavík, 1. janúar 1873. Eitt ár er nú liðið og er þá næsta eðlilegt að menn renni augunum yfir hið liðna ár; það hefir i mörgu verið merkilegt, árgæzkan hefir víða einkum hjer sunnanlands, verið mikið góð, og ef að sjávaraflin ekki hefði hrugðist1 niður að laklegu meðal ári, þá hefði mátt telja hið liðna ár eitt af þeim beztu er komið hafa á þessari öld. I'ví ijær allar landvörur hafa hækkað í verði, eink- um ullin. Hesta og sauðfjársala tilannaralanda hefir aukist bæði að mergð og verði, og peningar hafa streymt inn í landið á þessu ári meir en á nokkru öðru. Öllum ber nú saman um, að þetta, fyrir fávizku sakir einstakra manna, ekki hafi komið þeim að notum sem vera ætti, og viljum vjer ei fást 1) þess skal samt getib, ab hjer er ekki rætt um Vest- mannaeyjar, hvar flskiafli heflr aiveg brugbist og mestu harb- indi manna á milli. nm það, en einungis taka það fram að öllum dugn- aðar og hagsýndarmönnum hefir gefist kostur á því að græða og betra hag sinn. Verzlunin hefir fremur verið fjörug. Hin inn- lendu verzlunarfjelög hafa svnt sig með góðu lífs- magni á æsku árum sínum, og er nú ekki annað eptir, — fyrst góð byrjun er gjörð — en að halda þeim áfram með þeirri hagsýni, samtökum og því þreki sem þeim mætti verða til góðs þroska. Vjer höfum á þessu ári í fyrsta sinni átt því að fagna, að sjá gufuskip fara hafna á milli i landi voru; þó að þetta fyrirtæki hafi verið stofnað þaunig, að nokkur vafi geti verið á því, hvort að því verði fram haldið, ætti engum að geta blandast hngur um það, að vjer íslendingar megtim ei hætta fyr en vjer höfum fengið góðar og greiðar samgöng- ur með gufuskipsferðum um allt land, þær verða á sínum tíma lífæð allrar verzlunar hjer á landi, og allra þeirra framfara sem af því getur leitt að vjer með ódýrum og fljótum hætti náum að skipta hver við annan. Gufuskipsferðirnar milli íslands og útlanda, hafa verið mjög fjörugar, fjöldi af ferðamönnum hafa komið hingað, sumir til að skoða vort fagra föðurland, og að dáðst að hinni stórkostlegu feg- urð náttúrunnar, sumir til að leita sjer heilsubót- ar í hinu holla loptslagi voru á sumrin, og til að njóta þeirrar einveru sem að menn úr þjettbýlum löndum æskja svo mjög eptir. Vjer höfum eigi orðið þess áskynja að nokkur þessara manna hafi komið hingað til að ransaka land vort, sem nú án alls efa ber í skauti sjer mikil auðæfi, væri það skoðað stein fyrir stein, ef svo má að orði kveða, en ekki af hestbaki eins og sumum út- lendum mönnum hingað til hefir verið tamt. Á- batinn af ferðum útlendra manna á þessu ári hefir 21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.