Norðanfari


Norðanfari - 02.11.1877, Blaðsíða 2

Norðanfari - 02.11.1877, Blaðsíða 2
— 142 — Stagvenda — hverfa upp í. Kuvending — undanhvarf. Kuvenda — hverfa undan. Lens — undanhald. Lensa — halda undan. Slaga — beita. Kníva — nauðbeitr Hæsa — draga upp strengja, Fíra — fella, geía eptir. Logning — hrdðámælir. Logga — mæla hraða, par af hraðmáls- spjald, hraðmálsstrengur. Knuppur — hnútur. Að pcila — mæla afstöðu. Afdrif — íiatrekstur. (Framh. síðar). Bindindismálið. í hverri sveit íslands ætti bindindis- fjelag að komast á fót, og get jeg varla hugsað mjer annað en stofnunin gangi í fyrstu út frá cinstökum manni í sveitinni, er finnur stei’ka köllun tilpess; pví betra er pá, ef fleiri fynndu hina sömu köllun jafnframt. Fjelagsstofnendur skyldu leggja pær við drengskap sinn, að reynast hver öðrum trúir og allra helzt trúir og hollir hinu fyrirhugaða f j e 1 a g i eða sampykktum pess, sem á ríður að sjeu sem viturlegastar. Stofnendur ættu ekki að vera of fáir, til pess eiginlega að heita fjelag, ekki heldur of margir, pví hæpið kynni pó að vera, að allir yrðu svo einbeittír og staðfastir eins og slíkt alvörumál heimtar. Til stofnunar- innar parf bæði að halda á skynsemi og ráðvendni (svo sem raunar í öllum fyrir- tækjum), og, trúmennska, drenglyndi og hóg- værð eru greinar ráðvendninnar. Menn mega aldrei firrtast I lögunum ætti að banna hreint með öllu að bragða og veita alla pá drykki, sem geta gjört manninn drukkinn eða kendan, nema í sakra- mentinu og eptir ráði lærðs læknis. þetta höfuðatriði ætla jeg mjer að verja hjer. Jeg hefi heyrt menn vlja hafa fleiri undantekningar og eptir pví sem mjer er kunnugt, eru pað einkum pessar tvær: 1. Menn vilja halda eptir stöku drykkjarteg- undum lítið áfengum, svo sem rauðvíni og messuvíni eða bæjersku öli. 2 Menn vilja hafa vín við tækifæri. 1. Hina fyrri undanpágu vil jeg skoða: a) í tilliti tíl sakleysis- og hófs- manna, b), í tilliti til drykkjugjarnra manna. a) |>cssir hinir lítið áfengu drykkir eru jafnaðarlega peir drykkir, sem koma mönnum í stöfun með að læra drykkjuskap, og pótt pað reyn- ist ekki svo æfinlega, pá eru slíkir drykkir: b) ásteiting fyrir hinn drykkjugjarna, sem lagagrundvöllunnn verður einkum að miðast við. Setjum pann, sem hefir verið mikill drykkjumaður og ekki má bragða fyrsta staupið, varla fyrstu dropana af nolckru á- fengu, svo að ekki vakni vínporsti hans. Setjum, pá er hann er orðinn bindindis- maður, að hann drekki glas af rauðvíni eða messuvíni eða áfengU öli; hann mundimuna í annað, hið priðja og svo hvert af öðru, pangað til vínporstinn vaknaði, sem rnundi heimta sterkari drykk, pótt bannaður væri. Með pessu er sannað, að engum drykk má lialda, hvað lítið áfengur sem er. 2. Tækifærin yrðu ásteiting ekki minni en smá- áfengu drykkirnir, raunar ekki fyr- ir sakleysis- og hófs-menn, nema að pví leyti, að pau gætu orðið honum nokkurskonar óhófsskóli, einkum ef pau yrðu tíð, en sjálf- sagt fyrir hinn drykkjugjarna bindindismann sem hugsaði til hreifings að fá pó einusinni að svala sjer (eða við og við); án pess pó að honum verði, ef til vill, að pví, að hann j fái að svala sjer, nema pá er hann hefir sopið út dreggjarnar, sem heita: mein, sem k e m u r e p t i r m u n a ð. En vildi nú gestgjafinn optar skamta drykkinn hverj- um einum og sjá til pess, að enginn yrði drukkinn við pessi tækifæri, yrði úr pví ó- ánægja, og pótt vínelskur bindindismaður færi ódrukkinn af stað úr slíku tækifæri, sem líklega yrði sjaldnar, pó hefir samt fýsnin vaknað og enginn getur ábyrgst, hvort sú fýsn verður kæfð eða ekki, heldur má vera hún leiti upp tækifæri að svala sjer og pá smá kárnar um bíndindið. Skynsemi, reynsla og mannást (o: elskan til allra), hlýtur pví að amast við öllum vín-tækifær- um fyrir bindindismenn, helzt vegna liins drykkjugjarna, en vegna hans er einkum leikurinn gjörður. Tækifærin geta orðið glaðleg án víns og afleiðingarnar, pá síður ljótar eða rammar, sem pó opt vill verða fyrir suma við vin-tækifærin. Menn geta etið góðanmat, drukkið saklausa drykki haldið tölur við dislc og bolla í staðinn fyrir við glösin. Heill peirra, er menn vilja árna góðs, má vel frambera við drykk góðs kaffi-bolla, að jeg taki til dæmis, jafn- vel við vatns-glas; kaldavatnið hjá oss er hollast og saklausast allra drykkja og minn- ir oss á vorn bezta sattmála og vora beztu von. Menn geta rætt saman glaðlega án víns og verið kátir, já, hvað glaðastir pá í andanum, pegar andinn er hafinn yfir pá heimsku, að drekka áfenga drykki; menn geta leikið, spilað, sungið, dansað. Bind- indismanninn sem ekki hefir bragðað vín heilt ár eða missiri (jafnvel skemur), liann langar ekki framar í vín, nema ef hann fer að bragða á pví aptur, hvað lítið sem er, pá er ógæfan vís, ef hann áður var drykkjugjarn. Veitingar eru opt eins skaðlegar eins og drykkjuskapur, pví pær ala hina skað- vænu drykkjuíýsn. Ef rjett cr skoðað og kristilega, eru vinveitingar sjaldan kærleiks verk. Og jeg stend fast á pví, að pað getur einmitt verið vöntun á kærlcika að vilja ekki fara í bindindi vegna pvílíks í- myndaðs brots á gestrisninni. Mjer virðist og einatt, að margir vínveitendur (að jeg tali ekki um v í n a u s e n d u r) sjeu ekki að pví skapi gestrisnir í öðru eða greiðvikn- ir. Jeg veit margur hófsmaður hefir æfin- lega vín og hann gleður margan með staupi, en hann hefir líka alið drykkjulöstinn og lífgað hann, gjört illt, pá er hann áleit sig gjöra gott. Athugi hann í kyrpoy, hvort hann yrði ekki einmitt Gluði pekkari og uppbyggilegri i fjelaginu, ef hann hætti með öllu staupagjöfam sínum, hver sem í hlut ætti og hver sem pykkist pví. Láti hann i tje aðrar skaðlausar veitingar eða greiða í stað vínsins, pá er rangt að bregða honum um nízku. |>annig getur hin sanna og kristilega gestrisni verið án vínsins; og er sá maður að verri og heimskari, sem lýtir pann er aldrei lætur gestrisnina víni blanda. Finnst mjer, að mjer hafa nú tekist að verja aðalgrein bindindisfjelagslaga, eins og jeg vil að hún sje. Má af pessu sjá og álykta, að ekkert hófsemdarfjelag, eða nein hófsemdarlög gætu frelsað drykkjumenn, sem ekki mega fá smekkinn af víninu, eins og líka hvað hófs-menn snertir, pá parf ekld að skylda pá til hófs, m e ð a n peir eru hófs-menn, gerði heldur ekki gagn með alla, peir mundu snmir s a m t læra óhófið á hófinu. Miklu fremur ættu sem flestir að skylda sig til bindindis og reyna að gjöra vínið útlægt af landinu smátt og smátt, enda er vínið, mest allt er hingað flyzt, sagt blandað og óholt, nema ef menn vildu kaupa pað í gustukaskyni við pá sem selja og eru pað nú brjóstgæði sjer á parti; jeg er ekkert heldur viss í pví, að allir kaup- menn biðji fyrir bindindisfjelögum eða telji menn á að vera í peim; pau bæta ekki vínsöluna. fegar petta allt er nú athugað með rósemd, eptirtekt og laust við ástriður, pá vona jeg alhr get-i fundið pað, að pað er sómi, en sizt skömm, að stofna pau fjelög, sem á svona föstum lagagrundvelli eru byggð; pegar nú lika að bindindisfjelagsmenn hefðu pað í lögum sínum, að enginn mætti segja sig úr fjelaginu fyr en eptir 2, helzt 3 ár. Eptir pau liðin gæfu góðir fjelagsmenn varla um að fara út. J>annig hlyti fjelögin að haldast við lýði, er menn kæmu pannig á misjöfnum tíma, en hver yrði pó að vera sína tíð að öllu sjálfráðu. Sveitirnar munu og æ pví betur sjá sóma sinn í pví fólginn, að eiga sjer bindindisfjelag, er mundu vinna sveitunum ómetanlegt gagn með tímanum, og pví veikari sem slík fjelög væru í fyrstu og fámenn, pví meiri sómi er að uppörfa pau, en pví minni sómi líka að fyrirlíta pau eða vilja spilla fyrir peim. f>ótt glíkar fæð- ingar yrðu ekki tíðar fyrst um sinn, væri pað pví betur gjört af peim sem aíiið hafa og valdið, að sýna slíkum livítvoðungum einhverja blíðu eða aðhlynningu, pví jeg vona að slíkar fæðingar sje Guðs sköpun eða hans verk, honum að pakka og hans börn, kristindómsins fóstur; en vera má, að pau eigi líka einmitt pess vegna örðugt uppdráttar. 'Kærleikurinn á að vera lífsafl hverra laga, pannig líka bindindislaganna, sem ættu að stefna að pví, að útrýma víndrykkju frá öllum nú og síðar (ekki tala jeg hjer pó um menn á Islandi), er í orði og verki, með kenningu og dæmi, ganga á u n d a n, ganga í bindindisfjelag og leiða aðra í pað („sjerhver yðar gæti ekki einungis að sínu gagni, heldur og a.nnara.“) Qg peasi ú t- b r e i ð s 1 a ætti að vera skylda eptir lög- unum, byggð á rjettskildum mannkærleika og í pví ætti engin huglaus feimni eða firrtni að eiga sjer stað, heldur ætti góður tilgang- ur og ágætt málefni að gjöra bindindis- útbreiðendui-na örugga, jafnvel ósigrandi, án pess að gjöra pá ofsalega eða beiska pött peir mæti mótstöðu. |>eir verða alltaf að hafa hugann á hinu ókomna, og pað gefur peim j>oiimnæði og toh. En „pol- inmæðin fullkomnar verkið“ og pað er „G-uð vonarinnar“. Aðhald til pess að hafa á- huga á bindindismálinu ætti að vera í lög- unum, t. d. sú skylda að hver fjelagsmaður gefi fjelagsstjórn einu sinni eða tvisvar á ári skýrslu um aðgjörðir sinar í bindindis- málinu; sú skýrsla er lítil byrði, pví skýrsl- an gæti verið mjög stutt, enda purfa og og hinir duglegu fjelagsmenn að hafa upp- örfan að lögura, svo sem allir mannvinir munu meta pað mikils, hver sem sýnir sig ötulan í pessu máli. Til pess að verndunarlög kæmu fyrir bindindisfjelög hjer á landi og upphvatn- ingarlög, að pví ættu allir að styðja, sem lieita vilja föðurlandsvinir. Hvað litla fót- festu, sem fjelögin hefðu á hinu opinbera og almenna, væri peim pað styrkur, og gæti með tímanum leitt að pví, að pau kæmust undir opinbera stjórn og við pað náð áreið- anlegri festu. Jeg ætla að nefna sumt, er mjor dett- ur í hug í pessa átt, bæði pað, sem áður mjög langt líður mætti gjöra og svo liitt, sem liggur lengra í ókomnum tíma fyrir andasjón minni, pótt jeg gæti ímyndað mjer, að einhver mundi lcalla petta sumt loptkastala eða „IIumbug“, hoimsku, eða einhverjum slikum nöfnum, Jeg vil prófastar löggildi embættisbæk- ur bindindisfjelaga og skoði pær við kirkju- vitjanir sínar, geti poirra og svo fjclaganna

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.